Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Blaðsíða 4
FORUSTUGREIN
Atvinnulíf á tímamótum
Sú alvarlega staða, sem við blasir í atvinnumálum
þjóðarinnar, kallar á ný vinnubrögð og aukna sam-
stöðu og samvinnu um nýja og skýrari atvinnu-
stefnu.
Á fulltrúaráðsfundi Sambands ísl. sveitarfélaga,
sem haldinn var á Selfossi í marz sl., var lögð áherzla
á nauðsyn samstarfs fulltrúa atvinnulífsins og sveit-
arfélaganna, ekki sízt til að auka skilning á misjöfn-
um aðstæðum sveitarfélaganna. Samtímis var hvatt
til aukins samráðs ríkis, sveitarfélaga og fulltrúa at-
vinnulífsins, þar sem tekið yrði til umfjöllunar at-
vinnuástandið, þátttaka sveitarfélaga í atvinnurekstri
og nýjar leiðir í atvinnumálum.
Nú hefur ríkisstjórnin lagt grunn að nýjum sam-
starfsgrundvelli þessara aðila með skipan nefndar
fulltrúa þeirra um atvinnumál. Nefndin skal hafa það
að leiðarljósi að treysta undirstöðu hagvaxtar og at-
vinnuöryggis, eins og segir í yfirlýsingu ríkisstjórn-
arinnar við gerð kjarasamninga.
Nefndarskipanin er tímabær og um leið mikilvægur
prófsteinn á vilja og getu fulltrúa ríkis, sveitarfélaga
og atvinnulífsins að vinna að nýrri stefnumótun í at-
vinnumálum og leggja fram tillögur um aðgerðir og
nýsköpun í atvinnulífinu. Með þessari nefndarskip-
an hefur ríkisstjórnin stigið þýðingarmikið skref til
markvissari atvinnuuppbyggingar í byggðum lands-
ins. Það hefur lengi verið vilji sveitarfélaganna, að
slíku samstarfi yrði komið á og ályktun þess efnis
fyrst samþykkt á fulltrúaráðsfundi sambandsins fyrir
rúmu ári.
Á fulltrúaráðsfundinum á Selfossi var undirstrikað,
að stækkun og efling sveitarfélaganna leiddi jafn-
framt til stærri og öflugri atvinnusvæða og að sú
breyting gæfi sveitarstjómum, ríkisvaldinu og full-
trúum atvinnulífsins aukna möguleika til að efla
frumkvæði að nýrri atvinnuuppbyggingu á lands-
byggðinni. Fulltrúaráðið vakti athygli á því, að
fjölgun starfa næstu árin muni fyrst og fremst verða
í þjónustugreinum, og því væri mikilvægt að skapa
fleiri tækifæri lil menntunar og fjölgunar starfa lang-
skólagengins fólks utan höfuðborgarsvæðisins. í því
sambandi væri t. d. brýnt að koma á menntun kennara
og fóstra utan Reykjavíkur.
í tengslum við umræðuna um atvinnulífíð og
sveitarfélögin er nauðsynlegt að geta hér þeirrar
umfjöllunar, sem átt hefur sér stað um tilvist að-
stöðugjaldsins. Hinn 14. jan. 1991 skipaði félags-
málaráðherra nefnd til að endurskoða lög um tekju-
stofna sveitarfélaga, „einkum með tilliti til nýrra
hugmynda og tillagna um skattlagningu atvinnulífs-
ins“, eins og orðað var í skipunarbréfi nefndarinnar.
Var nefndinni m. a. falið „að gera tillögur um, hvort
fella eigi niður aðstöðugjöld og hvaða breytingar þá
þurfi að gera á öðrum tekjustofnum sveitarfélaga“.
Nefndin lauk störfum í febrúar sl. í skýrslu
nefndarinnar er ekki gerð ákveðin tillaga um að fella
niður aðstöðugjald eða hvað eigi að koma í staðinn.
Hins vegar er velt upp nokkrum valkostum í stað
aðstöðugjaldsins.
Án þess að fjalla um þetta mál ítarlega hér er samt
rétt að benda á, að miðað við verga þjóðarfram-
leiðslu er skattlagning fyrirtækja hér á landi aðeins
um helmingur þess, sem gerist að meðaltali í helztu
viðskiptalöndum okkar.
Verði sú leið valin, sem ráðamenn hafa helzt talað
um, að fella niður aðstöðugjaldið, hækka útsvörin,
lækka á móti tekjuskatt einstaklinga, þ. e. í stað-
greiðslu skatta, en hækka skattgreiðslu fyrirtækja með
hækkun tryggingargjalds, mun skattbyrði einstakl-
inga aukast. Á hinn bóginn gerist það, að skattbyrði
útflutnings- og iðnaðarfyrirtækja eykst og einnig
skattbyrði sveitarfélaganna. Ekki verður því séð í
fljótu bragði, að þessi leið þjóni hagsmunum sveitar-
félaganna og atvinnulífsins, né heldur ríkisins.
130