Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Blaðsíða 27

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Blaðsíða 27
ATVINNUMÁL Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur: Sveitarfélögin, atvinnulífið og einkavæðingin Framsöguræða á 48. fundi fulltrúaráðs sambandsins á Selfossi 27. og 28. marz 1992 Ástand og horfur í atvinnumálum eru nú ótryggari víðast hvar á landinu en verið hefur um langt skeiö, og margir efast um, að komizt verði hjá umtalsverðu at- vinnuleysi hérlendis á næstu árum. Það er því ofur eðlilegt, að at- vinnumálin skuli tekin til umræðu á þessum vettvangi. Sveitarstjórnarmenn finna af augljósum ástæðum fljótt fyrir því, þegar eitthvað bjátar á ( atvinnulíf- inu heima fyrir. Þá versnar afkoma fólks og fyrirtækja á staðnum með þeim afleiðingum, að tekjur sveit- arfélagsins rýrna á sama tíma og útgjaldaþörfin eykst. Atvinnumál eru meðal þeirra verkefna, sem talin eru upp í 6. grein sveitarstjórnarlaga, og undir þeirri fyrirsögn er sérstaklega minnt á atvinnuleysisskráningu og vinnumiðlun. Því fer hins vegar víðs fjarri, að afskipti sveitarfélaganna af atvinnumálum séu aö mestu bundin við skráningu atvinnuleysis og vinnumiðlun, enda segir raunar fyrr í sömu lagagrein, að sveitarfé- lögin skuli vinna að sameiginleg- um velferðarmálum íbúanna, eftir því sem fært þykir á hverjum tíma. Kjarni málsins er sá, að sveitarfé- lögin hafa beint og óbeint ómæld afskipti af atvinnumálum á fjöl- mörgum sviðum. Þau láta fyrir- tækjunum í té aðstöðu í samræmi við gildandi skipulags- og bygg- ingarskilmála á hverjum tíma og með hliðsjón af eðli starfseminnar í hverju tilviki. í þessu felst meðal annars úthlutun lóða innan sam- göngukerfisins á hverjum stað með aðgangi að vatni, rafmagni, síma og margháttaðri þjónustu, sem sveitarfélögin og aðrir veita fyrirtækjunum eftir efnum og stað- bundnum aðstæðum. Það lætur því að líkum, að atvinnumál eru meðal mikilvægustu málaflokka á vettvangi sveitarstjórnarmála, og þau spanna sviðið frá upphafi skipulagsvinnu til þeirrar þjónustu, sem fyrirtækin reiða sig á að fá hjá sveitarfélögunum í einu formi eða öðru. Þátttaka sveitarfélaga í at- vinnurekstri Það er kunnara en frá þurfi að segja, að meðal sveitarstjórnar- manna eru mjög skiptar skoðanir um beina aðild eða þátttöku í rekstri fyrirtækja á almennum samkeppnismarkaði. Flestir gera sér grein fyrir, að þar er oft hægara um að tala en ( að komast. Kristó- fer Oliversson, skipulagsfræðingur hjá Byggöastofnun, lýsti þeim vanda, sem sveitarfélögin standa oft frammi fyrir í þessu sambandi, í grein í Fjármálatíðindum á síðasta ári. Greinin var um umsvif og þróun fjárhagsstöðu sveitarfélaganna undanfarin ár, og þar sagði Kristó- fer meðal annars: „ Vaxandi þrýstingur á þátttöku sveitarféiaganna í atvinnulífinu samfara iækkandi tekjum vegna samdráttar leiöir og til verri fjár- hagsstööu sveitarfélaganna. Þess eru jafnvel dæmi, aö opin- berir sjóöir geri þaö aö skilyröi fyrir fyrirgreiöslu, aö sveitarfélög auki þátttöku sína í atvinnulífinu og stuöli þannig aö enn meiri skuldasöfnun og fjárþröng hjá viökomandi sveitarfélagi. Sam- kvæmt sveitarstjórnarlögum er það þó ekkl í verkahring sveitar- félaga aö taka beinan þátt í at- vinnulífinu. Fram hjá því verðurþó ekki horft, aö þaö getur engu að síöur veriö skynsamlegt, ef var- lega er farið, enda standa sveitar- félögin oft berskjölduö gagnvart kröfum um slíkt. Ef illa fer, getur þátttaka í atvlnnulífinu lagt þung- ar byrðar á sveitarfélög og íbúa þeirra um langan tíma og rýrt möguleika sveitarfélagsins á því aö sinna frumskyldum sínum, sem er þjónusta viö íbúana. “ Hér er vandanum lýst í meginat- riðum eins og hann hefur blasað við sveitarfélögunum fram til þessa, og oftast hefur hann verið leystur með hefðbundnum úrræð- um, sem dugðu til að koma hlut- unum í lag, eða með öðrum orðum í fyrra horf. Flestum er þó orðið 153
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.