Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Blaðsíða 49
STAÐLAR
Nýr staðall - IST 35
SAMNIN GSSKILMÁL ARUM
HÖNNUN OG RÁÐGJÖF
Dr. Hafsteinn Pálsson, verkfræðingur,
Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins
Inngangur
Hinn 1. maí sl. öðlaðist gildi nýr
staðall, ÍST 35 Samningsskilmálar
um hönnun og ráðgjöf. Vonir eru
bundnar við, að með tilkomu staö-
alsins fari í vöxt, að ráðgjafar og
þeir, sem kaupa ráðgjöf af þeim,
geri samninga um þá vinnu, sem
fyrirhugað er, að ráðgjafi láti verk-
kaupa í té. Sérstök áherzla var
lögð á þaö við gerð staðalsins, aö
ákvæði væru sem almennust og
að þau gætu átt við ráðgjöf í sem
víðustu samhengi.
Fram að þessu hafa einungis
verið til staðar samningsskilmálar,
sem samdir hafa verið einhliða af
einstökum hagsmunaaðilum, og
má þar nefna Almenna samnings-
skilmála um tækniráðgjöf (AST) frá
Félagi ráðgjafarverkfræöinga.
Jafnframt hefur við stærri verk ver-
ið notaö alþjóðlegt skjal, sem hefur
að geyma reglur og eyðublaö fyrir
samning milli verkkaupa og ráö-
gjafarverkfræðings vegna hönn-
unar og eftirlits með framkvæmd-
um. Notkun ofangreindra samn-
ingsskilmála hefur veriö frekar tak-
mörkuð, og er það væntanlega
vegna þess, aö þeir eru samdir af
einum hagsmunaaöila án samráðs
við aðra. Tilkoma staðalsins á aö
gerbreyta þessu, þar sem helztu
hagsmunaaöilar úr hópi ráögjafa
og verkkaupa unnu sameiginlega
að gerð staöalsins.
1200 stunda vinna í nefnd-
arstarfi
Nefnd á vegum Byggingar-
staðlaráðs vann að gerð staðals-
ins. Nefndina skipuðu þeir Kari
Ómar Jónsson, verkfræðingur,
fulltrúi Félags ráðgjafarverkfræð-
inga, Hrafnkell Thorlacius, arkitekt,
fulltrúi Arkitektafélags íslands,
Stefán Hermannsson, aöstoðar-
borgarverkfræðingur, fulltrúi Sam-
bands íslenzkra sveitarfélaga, og
Þórður Bogason, lögfræðingur,
fulltrúi Fjárlaga- og hagsýslustofn-
unar.
Magnús Sædal Svavarsson,
tæknifræðingur hjá borgarverk-
fræðingi, starfaði með nefndinni
frá ársbyrjun 1990. Auk þess unnu
með nefndinni dr. Hafsteinn Páls-
son, verkfræðingur hjá Byggingar-
staðlaráöi, og Guðrún Rögnvald-
ardóttir, verkfræðingur hjá
Staðlaráði. Arnljótur Björnsson,
prófessor, yfirfór kaflann um
ábyrgð og gaf mikilvægar ráð-
leggingar.
Vinna við gerð staðalsins hófst í
september 1989. Alls voru haldnir
48 bókaðir fundir auk fjölda undir-
búningsfunda. Drög að frumvarpi
voru send tvisvar í lokaða gagnrýni
hjá 10-15 völdum aðilum, meöan
á vinnunni stóð, og aö auki var
fundað með nokkrum þeirra til að
kynna drögin. Jafnframt voru
drögin kynnt á fundi Samtaka
tæknimanna sveitarfélaga.
Gerð staöals krefst mikillar
vinnu. Varlega áætlað má telja, að
nefndarmenn hafi unnið a.m.k.
1200 klst. vegna staðalsins. Ef
meta ætti þessa vinnu til fjár, þá er
stærðargráðan um 5 millj. kr. Tví-
mælalaust verður þessi vinna að
teljast myndarlegt framlag við-
komandi hagsmunaaðila til verks-
ins. Að auki lagði skrifstofa
borgarverkfræðingsembættisins í
Reykjavík til fundaaöstöðu ásamt
meðlæti fyrir nefndina.
Heimildir og fyrirmyndir
í upphafi starfsins voru eftirtalin
gögn skoðuð:
- Sænska skjalið ABK 76. „Al-
mánna bestámmelser for konsult-
uppdrag inom arkitekt- och
ingenjörsverksamhet".
- Alþjóðlega skjalið IGRA 1979,
íslenzk þýðing. Alþjóðlegt eyðu-
blaö fyrir samning milli verkkaupa
og ráðgjafarverkfræðings og Al-
mennar alþjóðlegar reglur um
samning milli verkkaupa og ráð-
gjafarverkfræðings vegna hönn-
unar og eftirlits með framkvæmd-
um.
- Almennir samningsskilmálar
frá Félagi ráðgjafarverkfræðinga
(AST).
- Drög að sérskilmálum við al-
menna samningsskilmála um
tækniráðgjöf frá Fjárlaga- og hag-
sýslustofnun.
- Norski staöallinn NS 3403.
„Alminnelige kontraktsbestemm-
elser om arkitekters og ingeniörers
utförelse av prosjektering og rád-
givning".
- Danski bæklingurinn ABR 75.
„Almindelige bestemmelser for
teknisk rádgivning og bistand".
- Finnski staðallinn RT 13-10214
S. „Almánna avtalsvillkor för
konsultverksamhet KSE 1983".
Síðar voru einnig skoðuð eftir-
farandi gögn:
175
L