Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Blaðsíða 8
FRÉTTIR FRÁ SVEITARSTJÓRNUM
forstöðumaður Borgarskipulags.
Er nú ekki að orðlengja það, að hafizt var handa og
hönnuðir ráðnir.
• Arkitektar voru þegar ráðnir þeir, sem til fyrstu
verðlaunanna unnu, þau Margrét Harðardóttir og Steve
Christer, og hafa þau síðan starfað að verkefninu ásamt
samstarfsmönnum sínum undir nafninu Studio Granda.
• Almenna verkfræðistofan hf. sá um burðarþol, loft-
ræsingu og lagnir.
• Rafhönnun hf. annaðist raflagnir.
• Mat sf. sá um hönnunarstjórn og byggingarstjórn.
• J. Roger Preston Ltd., brezkt ráðgjafarfyrirtæki, var
fengið til þess að gera forhönnun á öllum lagnakerfum
hússins og vera sérstaklega til ráðuneytis við útfærsl-
una.
• Línuhönnun hf. var höfð sérstaklega til ráðuneytis í
ýmsu því, er varðar steinsteypu og þéttingar.
• Verkfræðistofan Önn hf. hefur annazt útreikninga á
hljómburði og hljóðeinangrun.
Verkið hófst síðan á byggingarstað með verksamningi
2A, sem gerður var við Istak hf. að undangengnu lokuðu
útboði og undirritaður var 28. marz 1988. Verkið fólst í
gerð fyllingar í Tjörnina, niðurrekstri á stálþili og greftri
í hússtæði. Jafnframt var um það samið, að gera skyldi
verksamning 2B um uppsteypu kjallara á grundvelli
tilboðs ístaks hf., eftir að lokið var forhönnun nokkurra
kosta. Verkið hefur síðan verið unnið á grundvelli
þriggja verksamninga við Istak hf.
Verksamningur 4A, sem undirritaður var 1. febrúar
1990, tók við, er ráðhúsið var fokhelt og fól í sér, að samið
var við ístak hf. um aðalverktak, þ.e. rekstur vinnustað-
arins auk stjórnunar og samræmingar framkvæmda á
byggingarstað undir eftirliti byggingarstjóra. Jafnframt
var svo ráð fyrir gert, að allir helztu verkþættir yrðu
boðnir út sameiginlega af verkkaupa og aðalverktaka.
Undir ákvæðum verksamningsins hafa verið gerðir alls
um 75 verksamningar við undirverktaka og efnissala,
auk þess sem verkefnisstjórnin hefur á sama tíma gert
um 60 verksamninga vegna efnis og búnaðarkaupa.
Þessi dæmi gefa nokkra hugmynd um umfang verks-
ins.
Vel heppnað ráðhús á meðal annars að sýna ókomnum
kynslóðum það bezta í byggingarlist, tækni og hand-
verki samtíðarinnar. Þetta hefur að mínu mati tekizt
mætavel í Ráðhúsi Reykjavíkur. Hér hafa verið leyst
ýmis flókin verkefni, svo sem að byggja hús undir vatni,
gera steinsteypu þannig úr garði, að hún haldi vatni og
að verja húsið því, að það fljóti upp. Hér hefur verið náð
áður óþekktum árangri við gerð sjónsteypu, svo að
nokkur atriði séu nefnd af mörgum.
Ráðhúsið hýsir líkan af landinu okkar, sem líJcana-
smiðir borgarinnar hafa unnið að á undanfömum sjö
árum. Þar lofa verkin einnig meistarana.
Verkefnisstjórnin þakkar öllum þeim, sem hér hafa
unnið.
Ég hef þann heiður að afhenda hæstvirtum forseta
borgarstjórnar, hr. Magnúsi L. Sveinssyni, Ráðhús
Reykjavíkurborgar til afnota.
Táknrænn hlutur fylgir, viðarskjöldur úr jatobaviði með
ágreyptri áletrun og mynd úr silfri, í tilefni dagsins.
Hamingjuóskir með hið nýja Ráðhús Reykjavíkur
Skrifstofuhúsgögnin í
Ráðhúsinu eru framleidd
af GKS hf. og hönnuð af
Pétri B. Lútherssyni,
húsgagnaarkitekt.
Gamla Kompaniið / Kristjón Siggeirsson • Hesthólsi 2 - 4 • 110 Reykjavik • Simi 91- 072110 • Fax 91- 671688
134