Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Blaðsíða 7

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Blaðsíða 7
FRÉTTIR FRÁ SVEITARSTJÓRNUM Súlur i anda griskra hofa mynda suðurhliö ráðhússins. Myndina til vinstri tók Unnar Stefánsson frá Tjarnargötunni, en hina tók Ljós- myndastofa Reykjavikur. Neöri myndina til vinstri tók Unnar Stefánsson úr noröaustri, frá Vonarstraeti. Myndina til hægri tók Ljós- myndastofa Reykjavikur af „mosavegg" viö aðalinngang hússins. kynningu, sýningar og aðra menningarstarfsemi. A götuhæð er einnig líkan af Islandi, sem sýnir hæð fjalla og jökla í réttum hlutföllum. Undir öllu húsinu er bílastæðakjallari, sem rúmar 130 bíla. Þórður Þ. Þorbjarnarson, borgarverkfræðingur og formaður verkefnisstjórnar við byggingu ráðhússins, sagði byggingarsögu hússins, er hann við vígsluathöfn- ina afhenti það Magnúsi L. Sveinssyni, forseta borgar- stjórnar. Hér fer á eftir ræða Þórðar Þ. Þorbjamarsonar við vígslu hússins: Hugmyndin um Ráðhús Reykjavíkur er ekki ný af nálinni, en hugmyndin um ráðhús á þessum stað varð til hjá Davíð Oddssyni, þáverandi borgarstjóra, á miðju ári 1984. Hugmyndin fór til meðferðar í skipulagi miðbæjarins, og á grundvelli þess var efnt til samkeppni um gerð hússins. Þar um er samþykkt borgarráðs frá 12. ágúst 1986 á skipan dómnefndar. Hana skipuðu þau Davíð Oddsson, þáv. borgarstjóri, sem var formaður, Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi, og Þorvaldur S. Þor- valdsson, forstöðumaður Borgarskipulags, tilnefnd af borgarráði, og Þorsteinn Gunnarsson, arkitekt og leik- ari, og Guðni B. Pálsson, arkitekt, tilnefndir af Arki- tektafélagi Islands. Mikil þátttaka var í samkeppninni, og bárust 38 til- lögur. Þann 12. júní 1987 voru úrslit gerð opinber, og reyndust fyrstu verðlaun falla í skaut þeim Margréti Harðardóttur og Steve Christer. Borgarstjóm samþykkti síðan á fundi sínum hinn 1. október 1987 að byggja ráðhús fyrir Reykjavíkurborg samkvæmt teikningu þeirri, sem hlaut 1. verðlaun í samkeppni um bygginguna. Hinn 10. nóvember 1987 samþykkti borgarráð tillögu borgarstjóra um skipan verkefnisstjórnar til að stýra undirbúningi og framkvæmdum við byggingu hússins. Verkefnisstjómina skipuðu þeir Þórður Þ. Þorbjamar- son, borgarverkfræðingur, sem var formaður, Jón G. Tómasson, borgarritari, Stefán Hermannsson, aðstoðar- borgarverkfræðingur, og Þorvaldur S. Þorvaldsson, 133
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.