Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Blaðsíða 7
FRÉTTIR FRÁ SVEITARSTJÓRNUM
Súlur i anda griskra hofa mynda suðurhliö ráðhússins. Myndina til vinstri tók Unnar Stefánsson frá Tjarnargötunni, en hina tók Ljós-
myndastofa Reykjavikur. Neöri myndina til vinstri tók Unnar Stefánsson úr noröaustri, frá Vonarstraeti. Myndina til hægri tók Ljós-
myndastofa Reykjavikur af „mosavegg" viö aðalinngang hússins.
kynningu, sýningar og aðra menningarstarfsemi.
A götuhæð er einnig líkan af Islandi, sem sýnir hæð
fjalla og jökla í réttum hlutföllum.
Undir öllu húsinu er bílastæðakjallari, sem rúmar 130
bíla.
Þórður Þ. Þorbjarnarson, borgarverkfræðingur og
formaður verkefnisstjórnar við byggingu ráðhússins,
sagði byggingarsögu hússins, er hann við vígsluathöfn-
ina afhenti það Magnúsi L. Sveinssyni, forseta borgar-
stjórnar.
Hér fer á eftir ræða Þórðar Þ. Þorbjamarsonar við
vígslu hússins:
Hugmyndin um Ráðhús Reykjavíkur er ekki ný af
nálinni, en hugmyndin um ráðhús á þessum stað varð til
hjá Davíð Oddssyni, þáverandi borgarstjóra, á miðju ári
1984.
Hugmyndin fór til meðferðar í skipulagi miðbæjarins,
og á grundvelli þess var efnt til samkeppni um gerð
hússins. Þar um er samþykkt borgarráðs frá 12. ágúst
1986 á skipan dómnefndar. Hana skipuðu þau Davíð
Oddsson, þáv. borgarstjóri, sem var formaður, Sigrún
Magnúsdóttir, borgarfulltrúi, og Þorvaldur S. Þor-
valdsson, forstöðumaður Borgarskipulags, tilnefnd af
borgarráði, og Þorsteinn Gunnarsson, arkitekt og leik-
ari, og Guðni B. Pálsson, arkitekt, tilnefndir af Arki-
tektafélagi Islands.
Mikil þátttaka var í samkeppninni, og bárust 38 til-
lögur.
Þann 12. júní 1987 voru úrslit gerð opinber, og
reyndust fyrstu verðlaun falla í skaut þeim Margréti
Harðardóttur og Steve Christer.
Borgarstjóm samþykkti síðan á fundi sínum hinn 1.
október 1987 að byggja ráðhús fyrir Reykjavíkurborg
samkvæmt teikningu þeirri, sem hlaut 1. verðlaun í
samkeppni um bygginguna.
Hinn 10. nóvember 1987 samþykkti borgarráð tillögu
borgarstjóra um skipan verkefnisstjórnar til að stýra
undirbúningi og framkvæmdum við byggingu hússins.
Verkefnisstjómina skipuðu þeir Þórður Þ. Þorbjamar-
son, borgarverkfræðingur, sem var formaður, Jón G.
Tómasson, borgarritari, Stefán Hermannsson, aðstoðar-
borgarverkfræðingur, og Þorvaldur S. Þorvaldsson,
133