Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Blaðsíða 45
STJÓRNSÝSLA
ætti lögreglustjórans í Reykjavík
fer þó með lögreglustjórn þar eftir
sem áður. Helztu verkefni, sem
sýslumaður annast sem lögreglu-
stjóri, og verk lögreglustjórans í
Reykjavík eru almenn löggæzla,
en jafnframt hefur bætzt við störf
þeirra ákæruvald í umferðar- og
áfengislagabrotum og brotum, sem
varða aðeins sektum og varðhaldi.
Fyrirmæli um þetta eru nýmæli í
lögum um meðferð opinberra
mála.
Að auki annast lögreglustjórar
útgáfu ýmissa skjala, leyfisveit-
ingar, svo sem útgáfu ökuskírteina
og vegabréfa, veitingu skemmt-
analeyfa, skotvopnaleyfa o.fl.
Sýslumenn eru tollstjórar hver í
sínu umdæmi utan Reykjavíkur,
þar sem embætti tollstjórans í
Reykjavík fer með tollstjórn. Auk
almennrar tollstjórnar annast
sýslumenn og tollstjórinn í
Reykjavík innheimtu virðisauka-
skatts og aðflutningsgjalda og
lögskráningu skipshafna.
Innheimta á tekjum ríkissjóðs,
þ.á m. sköttum og tengdum gjöld-
um, er í höndum sýslumanna, og
á nokkrum stöðum annast þeir
einnig innheimtu fyrir sveitarfé-
lög. Þetta á þó ekki við í umdæm-
um, þar sem innheimta opinberra
gjalda er falin sameiginlegum
gjaldheimtum ríkis og sveitarfé-
laga.
Umboð fyrir Tryggingastofnun
ríkisins og umsjón sjúkratrygginga
Sýslumenn eru umboðsmenn
Tryggingastofnunar utan Reykja-
víkur hver í sínu umdæmi og hafa
umsjón með sjúkratryggingum
utan Reykjavíkur. í Reykjavík eru
bætur greiddar út hjá Trygginga-
stofnun, en ekki hjá sýslumanni.
Borgaralegar hjónavígslur og
skilnaðarleyfi
Sýslumaður annast borgaralegar
hjónavígslur. Þetta á líka við um
sýslumanninn í Reykjavík, en áður
fóru borgaralegar hjónavígslur í
Reykjavík fram hjá borgardóm-
araembættinu.
Sýslumenn sjá lika að öllu leyti
um útgáfu á skilnaðarleyfum, bæði
leyfum til skilnaðar að borði og
sæng og lögskilnaðarleyfum. Ut-
gáfa lögskilnaðarleyfa, sem var
áður í höndum dómsmálaráðu-
neytisins fyrir landið allt, færist
þannig út í héruð til sýslumanna.
Útgáfa leyfa til skilnaðar að borði
og sæng í Reykjavík færist frá
embætti borgardómara til sýslu-
mannsins í Reykjavík.
Málefni barna - umgengnis-
réttur og meðlagsgreiðslur
Sýslumaður leysir úr deilum,
sem upp koma milli foreldra vegna
umgengnisréttar við börn. Hægt er
að kæra þá ákvörðun hans til
dómsmálaráðuneytisins. Fram til
þessa hefur eingöngu dómsmála-
ráðuneytið úrskurðað í ágrein-
ingsmálum út af umgengnisrétti.
Sýslumaður leysir einnig úr
ágreiningi, sem rís um meðlags-
greiðslur með barni.
Lögræðismál
Sýslumenn eru yfirlögráðendur,
hver í sínu umdæmi. Ymsar leyf-
isveitingar vegna lögræðismálefna
færðust til sýslumanna frá dóms-
málaráðuneytinu 1. júlí. Þar má
nefna leyfi vegna kaupa, sölu og
veðsetningar á fasteignum ófjár-
ráða manna o.fl.
Þinglýsingar
Sýslumaður er þinglýsinga-
stjóri, og þinglýsing skjala og
varðveizla þeirra fer fram á skrif-
stofu hans. Dómstólar dæma í
deilum, sem verða um störf þing-
lýsingastjóra.
Dánarbússkipti
Sýslumenn sjá um margs konar
skrásetningu og leyfisveitingar
vegna dánarbússkipta, þar á meðal
móttöku á dánartilkynningum,
skráningu mannsláta og eftirlit
með málefnum dánarbúa, þar til
skipti hefjast eða leyfi er veitt ti!
setu í óskiptu búi, en þeir veita
jafnframt þessi leyfi. Við hvert
sýslumannsembætti er haldin sér-
stök dánarskrá, þar sem öll andlát
í viðkomandi umdæmi eru færð
inn, annaðhvort eftir tilkynningu
eða samkvæmt upplýsingum frá
þjóðskrá. Þar er jafnframt skráð
framvinda dánarbússkipta, þ.e.
hvort erfingjar ljúka einkaskiptum
á tilsettum tíma, hvort maki sækir
um leyfi til setu í óskiptu búi
o.s.frv.
Fjárnám og aðrar aðfarar-
gerðir
Sýslumaður framkvæmir fjár-
nám og aðrar aðfarargerðir, svo
sem innsetningar- og útburðar-
gerðir. Eftir 1. júlí er enginn
greinarmunur gerður á lögtökum
og fjárnámum, heldur ganga báðar
þessar gerðir þá undir heitinu fjár-
nám.
Ef ágreiningur kemur upp við
fjárnám, annaðhvort um ákvörðun
sýslumanns eða á milli þeirra, sem
hlut eiga að máli, er hann lagður
fyrir dómstóla. Þetta er í samræmi
við þá meginstefnu, sem aðskiln-
aðurinn hefur að leiðarljósi og
áður er lýst; sýslumaður fram-
kvæmir - dómstólar leysa úr
ágreiningi.
Nauðungarsala
Sýslumenn framkvæma nauð-
ungarsölu á eignum. Heitið nauð-
ungarsala kemur í stað heitisins
nauðungaruppboðs áður. Það
kemur til af því, að samkvæmt
nýjum lögum um nauðungarsölu
eru eftir 1. júlí fleiri valkostir um
að selja eign en á uppboði. Ef
krafizt er nauðungarsölu á fasteign
eða lausafé, er hægt að reyna sölu
þeirra á almennum markaði með
tilteknum skilyrðum, ef eigandi
þeirra vill það frekar, áður en eign
er seld á uppboði. Þannig getur
fasteignasali haft milligöngu um
RUSLASTAMPAR
akta hf.
Sími685005
171