Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Síða 47

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Síða 47
VERKASKIPTING RÍKIS OG SVEITARFÉLAGA Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Dalvík: ÞEGJANDI SAMKOMULAG? Framsaga á 48. fundi fulltrúaráðs sambandsins 27. og 28. marz Þegar rætt er um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, hef ég oft spurt sjálfan mig og aðra þessarar spurningar: „Til hvers?" og ekki stendur á svarinu: „Jú, við ætlum að gera sveitarfélög landsins öfl- ugri en þau eru nú, veita íbúum þeirra betri þjónustu og spara um leið stórar fjárhæðir með hag- kvæmara rekstrarformi." Og allt hljómar þetta nokkuð kunnuglega. Flestir eru á einu máli um, að því nær, sem þjónustan er fólkinu, þeim mun betri er hún og meiri líkindi eru á skilvirkara fyrirkomu- lagi. Við getum einnig orðið sam- mála um, að miðað við stöðu og stærð sveitarfélaganna nú, þurfi þessi stjórnsýslueining bæði að stækka og eflast, svo hún geti tekið að sér fleiri verkefni, sem nú eru ( höndum ríkisins. Hvers vegna hefur þá ekki verið gengið til þessa verks fyrir löngu? Við þeirri spurningu er ekki til neitt einhlítt svar, en ég leyfi mér að fullyröa, að það liggi því sem næst f orðunum MIÐSTÝRING og HREPPAPÓLITÍK. Og þegar ég nota orðið hreppapólitík um hags- munagæzlu fyrir sína heimasveit, þá tel ég sveitarfélögin á höfuð- borgarsvæðinu einnig til hreppa. Þau eru í þessum efnum í engu frábrugðin hinum. Við stöndum frammi fyrir þeirri staðreynd, aö undanfarin ár hefur verið mikið misvægi í þróun bú- setu í landinu, fólk flyzt frá lands- byggð til höfuðborgarsvæðis. Ráðandi þáttur f þessari „öfug- þróun“ er sú staðreynd, að staðar- val framleiðslutækjanna, fisk- vinnsla og útgerö í þessu tilfelli, hefur ekki lengur jafn mikil áhrif á Kristján Þór Jútíusson, bæjarstjóri, flytur grein sina sem framsöguerindi á 48. fundi fulltrúaráðs sambandsins á Sel- . fossi 27. marz sl. Fjær er Magnús Karel Hannesson, oddviti Eyrarbakkahrepps, ritari fundarins. Ljósm. U.Stef. þróun byggðar í landinu og fyrrum. Stærstur hluti þess fólks, sem flyt- ur til höfuðborgarsvæðisins af landsbyggðinni, leitar í ýmis þjón- ustu- og viðskiptastörf, sem byggð hafa verið upp af almannafé og ýmsum aðilum atvinnulífs og hagsmunasamtaka. Þaö má öllum Ijóst vera, að ákveðnir þættir op- inberrar þjónustu, s.s. á sviði heil- brigðis- og menntamála, hafa bein áhrif á búsetu. Aðrir þættir, s.s. nálægð stjórnsýslu og fjármálaum- sýslu, hafa aftur á móti áhrif á staðarval þess atvinnurekstrar, sem ekki er háður staðbundnum landsnytjum. Á hinn bóginn bjóöa byggðarlög vítt um land upp á svo einhæft atvinnulff, að ekki er um aö ræða þá fjölbreytni, sem nauö- synleg er, til að fólk með mismun- andi menntun og áhugasvið fái notið sín og setjist þar að. Þetta sést glöggt, ef litið er til dæmigerðra útgerðarstaða, þar sem næg atvinna hefur verið und- anfarin ár, en engu að síður fjölgar þar ekki fólki í neinu samræmi við gott atvinnuástand og háar tekjur. Ástæðan er að mínum dómi skortur á svigrúmi fyrir sveitarfé- lögin til þess að leggja sínar áherzlur í atvinnuvali fólks. Með þögninni virðist vera einhvers konar þegjandi samkomulag um, að svo til öll þjónustustarfsemi landsins skuli rekin frá höfuðborg- arsvæðinu. Ég tek undir þau sjónarmið, að verkaskipting eigi og muni stuðla að ákveðinni hagræðingu, sem á aö koma fram í bættri þjónustu við íbúa landsins og betri nýtingu fjármuna hins opinbera. Það er á hinn bóginn tómt mál um það að tala, að margumrædd breyting á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga ein og sér uppfylli þann draum margra manna, að byggðarlög vítt um land eflist til stórra muna - að öllu óbreyttu. Umræðan um stööu lands- byggðar er jafnan þrungin tilfinn- ingalegum sjónarmiðum, þar sem „hryllingsmynd" af eyðijörðum er gjarnan borin fram fyrir skjöldu. Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, verðum við að horfast í augu við, að sú stefna, aö halda í byggð á öllum stöðum landsins, 173

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.