Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Blaðsíða 56
TÆKNIMÁL
með hitastýrðum loka, sem heldur
ákveðnu hitastigi á því vatni, sem
kemur frá snjóbræðslukerfinu.
Önnur aöferð er að nota hita-
veituvatn beint inn á kerfin. Þá er
dæla, sem heldur uppi hringrás í
kerfinu, en hitastýrður loki bætir
nýju hitaveituvatni inn á kerfið, eftir
því sem vatnið í því kólnar.
Þriðja aðferðin er að nota lokaö
hringrásarkerfi með frostlagar-
blöndu. Þá er frostlagarblandan
hituð í millihitara með hitaveitu-
vatni og heitri blöndunni síðan
dælt um snjóbræðslukerfiö. Frost-
lagarkerfið er dýrast f stofnkostn-
aði, en á móti kemur öryggið með
að ekki frjósi í lögnunum og
möguleiki á sparnaði í rekstri með
aö keyra tímabundið á lægra hita-
stigi, t.d. þegar ekki er hætta á
snjókomu. Hitaveita Reykjavíkur
hefur sett fram kröfur um, að ávallt
skuli vera frostlagarkerfi, þar sem
snjóbræðslulagnir eru steyptar
inn, t.d. í tröppur. Umdeilanlegt er,
hvort þetta sé raunhæf krafa og
athugandi, hvort ekki sé hag-
kvæmara að nota rafmagnshitun,
t.d. þar sem lítil trappa er tengd
stóru kerfi.
Einnig mætti nefna snjóbræðslu
með rafmagni. Þá eru settir raf-
magnsþræðir í sandlagiö undir
hellur, f malbikið eða þeir steyptir
inn í stéttir. Til þessa hefur raf-
magn verið það dýrt hér á landi,
að þessi aðferð hefur aöeins verið
notuð í litlum mæli og þá aðallega
við anddyri stofnana og til að
bræða snjó í þakrennum og í
kringum þakniðurföll. Þá er yfirleitt
notaður tímaliði, og kerfið er
gangsett í hvert sinn, sem snjóar.
Ef raforkuverð lækkar hér á landi,
má búast við, að algengara verði
að nota rafmagn við snjóbræðslu
á þeim svæðum, sem ekki njóta
hitaveitu.
Við útlagningu skal þess gætt,
að undirlagið, sem pípurnar eru
lagðar á, sé vel þjappað, sé slétt
og í réttri og jafnri hæð undir end-
anlegu yfirborði. Sé ekki gætt að
þessu, er hætta á, að kerfiö bræði
ekki jafnt af sér og að það myndist
svæði, sem eru lengur að bræða
af sér en önnur. Eða þá, að kerfið
verði óþarflega dýrt í rekstri.
Hér á landi hefur skapazt sú
venja að leggja pfpurnar 10 cm
undir endanlegu yfirborði og að
hafa 25 cm á milli pípnanna. Ef
lagnir eru of djúpt, minnka afköst
kerfisins, og ef lagnir eru of
grunnt, myndast rákir fyrir ofan
lagnirnar, sem bræða af sér, en
snjórinn liggur á milli í görðum.
Reynslan hefur kennt okkur, að
það er ekki sama, hvernig sandur
er settur yfir lagnirnar. Einkorna
grófur sandur einangrar of vel og
veldur því, aö hitinn kemst ekki að
yfirborðinu. Auk þess þjappast
hann ekki og er því óhæfur undir
malbik.
Rannsóknastofnun byggingar-
iðnaðarins er nú að athuga sand
úr ýmsum námum á suðvestur-
horni landsins með tilliti til ein-
angrunargildis hans og þjöppun-
areiginleika í kringum lagnir. Ef
snjóbræðslukerfið er undir mal-
biki, veröur að vera hægt að
þjappa sandinn, svo hægt sé að
keyra malbikunarvél og vörubíla
á honum. Við útlögn verður að
vera þrýstingur á lögnunum, svo
að þær leggist ekki saman undan
þunga útlagningarvéla og vöru-
bíla.
Við rekstur kerfanna verður aö
hafa í huga, að það er varmaforð-
inn í jörðinni, sem bræðir snjóinn.
Yfirborðið veröur að vera heitt,
þegar snjórinn fellur, og því er of
seint að setja kerfin í gang, þegar
snjórinn er fallinn. Það tekur lang-
an tíma að hita upp yfirborðiö, ef
það hefur náð aö kólna niður, og
því verða kerfin að vera í gangi
allan veturinn og mega ekki kólna
niður, nema menn geti aukið hit-
ann í þeim um það bil sólarhring,
áður en von er á snjókomu.
Ekki mega menn gleyma niður-
föllunum til að taka við bráðna
snjónum. Jaöar á bílastæði meö
snjóbræðslu verður að halla að
svæðinu, því sums staðar er illfært
inn á bílastæði vegna klaka-
stykkja, sem myndast, þegar vatn
rennur af bræddu svæði í snjóinn
við hliðina og frýs þar.
í lokin mætti minnast á þann
möguleika að setja snjóbræðslu-
lagnir undir grasflatir og beð við
hús okkar og hýbýli og fá þannig
grasið grænt bæði fyrr á vorin og
lengur á haustin og lengja þannig
sumarið. Eða er það ekki svo, að
viö finnum, aö vorið sé komið,
þegar grasiö er farið að grænka?
Ennfremur mætti lengja vaxtar-
tíma plantna og auka vaxtarhraöa
þeirra með jarðvegshitun.
Nú munu íslendingar vera
komnir (fremstu röð hvað varðar
útbreiðslu snjóbræðslukerfa, og
miðað við þróun á undanförnum
árum, má áætla, að útbreiðsla
þeirra verði enn meiri á komandi
árum.
Myndin sýnir, er veriö er aö leggja sand yfir snjóbræöslulagnir viö Kísiliðjuna viö Mývatn.
Ljósm. Siguröur Grétar Guömundsson.
182