Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Blaðsíða 65

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Blaðsíða 65
ERLEND SAMSKIPTI Nýtt norrænt verkefni hafið Umhverfismál og umhverfisfræösla veröa eitt af for- gangsverkefnum I norrænni samvinnu á næstu árum. Nýtt samstarfsverkefni, umhverfismennt á 10. ára- tugnum, kemur í kjölfar ráðstefnunnar Miljö 91 og á að standa í a.m.k. þrjú ár. Leikskólum, grunnskólum og fram- haldsskólum er boðiö til samvinnu og keppni um að móta heppilegar og árangursríkar aðferðir í umhverfismennt, og jafn- framt er þeim boðin end- urmenntun og ráðgjöf I því skyni. Markmiðið er það sama og áður, þ.e. að útbreiða og bæta um- hverfismennt. Þó er ætl- unin að huga meira að samhengi umhverfis- vandamála og að fegurð og siðrænum verðmæt- um. Enn fremur er stefnt að því, með hjálp fjöl- miðla, að verkefnið og árangur þess hafi sem mest áhrif á umhverfisvit- und almennings. Lagt er til, að megin- viðfangsefnið verði álita- mál og árekstrar við nýt- ingu náttúruauðlinda. Stefnt skal að því í kennslunni að draga ágreining um umhverfis- mál fram í dagsljósið og að fá þátttakendur til að finna lausnir. Jafnframt verði stuðlað að jákvæð- um viðhorfum til umhverfis, bent á það, sem vel hefur verið gert, og þátttakendum gert skiljanlegt, að hver einstaklingur og samfélagið í heild bera ábyrgð á um- hverfinu. Nemendur fái tækifæri til þess að gera eitt- hvað sjálfir til að vernda og bæta umhverfið og stuðla að því, að næstu kynslóðir geti lifað mannsæmandi lífi. Mikilvægt er talið, aö nemendur læri að nýta fjölmiðla, m.a. til að koma skoðunum sínum og niðurstöðum á framfæri. Átta skólar frá íslandi taka þátt í verkefninu. Þeir eru leikskólinn Klettaborg, Árbæjarskóli, Fossvogsskóli og Æfingaskóli KHÍ, allir í Reykjavík, Reykholtsskóli í Biskupstungum, Laugagerðisskóli í Hnappadalssýslu, Bændaskólinn á Hvanneyri og Menntaskólinn í Reykjavlk. Skólar þessir móta hver sitt námsefni og kennsluaðferð og njóta við það endurmenntunar og ráðgjafar frá Kennaraháskóla íslands í samvinnu viö Fósturskóla íslands og Háskóla íslands, en samráðs- hópur á vegum menntamálaráðuneytisins hefur um- sjón með verkefninu hér á landi. Einum fulltrúa frá hverjum skóla var boðið á námskeið í Danmörku í apríl I ár. Að auki hittist starfsfólk skólanna á fundum hérlendis og fær fólk frá kennaramennt- unarstofnunum í heim- sókn. Haustið 1992 fer tilraunakennsla skól- anna fram, og eftir ára- mót skila þeir skýrslu og öörum gögnum til nefndar, sem metur, hvaöa skólar fari fyrir ís- lands hönd á norrænt mót í Noregi voriö 1993. Þar verður námsstefna fyrir bæði nemendur og kennara frá hlutskörp- ustu skólunum á Norð- urlöndum, og verður sérstök viðurkenning veitt. Þá tekur næsta lota verkefnisins við, en hún er enn í mótun. Mikilvægi sveitarfé- laga Umhverfismenntun og fræðsla varðar sveitarfé- lög a.m.k. á tvennan hátt. í fyrsta lagi hafa þau umhverfis- og mengunarmál á sinni könnu, og fræðsla er einn þáttur í lausn þeirra. f öðru lagi gegna sveit- arfélög vaxandi hlutverki í rekstri skóla, einkum leikskóla og grunnskóla. Þeim sveitarfélögum, sem standa að skólunum, sem taka þátt í norræna verkefninu, var tilkynnt með bréfi um val skólanna. Þar segir m.a.: „Stuöningur rekstraraðila þeirra skóla, sem hafa veriö valdir til þátttöku, er afar mikilvægur í hvaöa formi, sem vera kann. Verkefnin voru m.a. valin meö þaö í huga, að samvinna gæti tekist milli skólans og þeirra, sem standa honum næst, og aö afrakstur af vinnu nemenda og kennara geti nýst sem best heimafyrir. Skólanefnd, sveitarstjórn og aörir eru ein- dregiö hvattir til að kynna sér verkefnið í skólanum, taka þátt í skipulagningu þess og styöja viöleitni skólans eftir mætti." Frá sýningunni á Borgarspítalanum. Eitt af verkum leikskólabarn- anna um vatn. Ljósm. Hrafnhildur Siguröardóttir. 191
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.