Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Síða 12

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Síða 12
FRÉTTIR FRÁ SVEITARSTJÓRNUM Fundarherbergi borgarráðs. Ljósmyndastofa Reykjavikur tók myndina. Margrét Harðardóttir, arkitekt: • • Oðru hverju vilja menn vanda til verka Ræða haldin við vígslu Ráðhúss Reykjavíkur Hér eru þeir samankomnir í dag, sem skópu Ráðhús Reykjavíkur. A rnorgun ganga þeir hér um, sem taka við húsinu og móta þá starfsemi, sem í því verður í fram- tíðinni. Það eru orðin forréttindi í okkar nútímaþjóðfélagi að vinna að sköpun fremur en framleiðslu. Hvoru tveggja þarf þó að standa á styrkum stoðum. Markmið sköpunar er ætið að laða fram skýra hugsun eða gott handverk til að efla og fegra mannlífið. Mikilvægi þess að fjárfesta í betra mannlífi er vanmetið nú á dögum, enda erfitt að skilgreina slíka fjárfestingu í hagtölum og fjármála- kerfurn. Framleiðsluhraði og hagkvæmni eru þau lög- mál, sem við nú fylgjum. Tilgangur framleiðslunnar er oft lítt íhugaður, enda sér markaðssetningin um að út- vega neytendahóp og halda honum við efnið. Bygging- arlistin hefur ekki sloppið undan þessum ægishjálmi peningavaldsins og er ætíð undir hann seld. Öðru hverju vakna menn þó upp og vilja vanda til verka. Slíkt gerðist, þegar borgarstjórn Reykjavíkur 138

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.