Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Side 14

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Side 14
FRÉTTIR FRÁ SVEITARSTJÓRNUM lífsviðhorf hefur m.a. leitt til þess, að fegurstu byggingar jarðar eru enn geymdar sem teikningar á blaði. Aldamótakynslóðin, sem byggði þessa borg, var svo lánsöm að þekkja ekki þessa verkhræðslu. Hún lifði í þeirri heilbrigðu fullvissu, að það gerðist ekkert, nema maður gerði það sjálfur, og skildi, að lífsgleðin er einmitt fólgin í því að skapa og að leggja alúð við sitt verk. Jafnvel þeir, sem ýtt höfðu samkeppni um Ráðhús Reykjavíkur úr vör með ákvörðun borgarstjómar, runnu af hólmi, þegar veruleikinn birtist og snerust öndverðir gegn byggingu hússins. Það er ekki öllum gefið að axla þá ábyrgð, sem slíkum ákvörðunum fylgir. Ég ætla ekki að orðlengja það, sem á eftir fylgdi, það mun verða þjóðarsálfræðingum ærið heimildarefni í framtíðinni. Það var þó sérstakt í allri þeirri umræðu, að fyrst, þegar markmiðið var að vanda til verka í bygg- ingariðnaðinum á íslandi, brugðust ólíklegustu menn öndverðir við, en létu sér um leið standa á sama um það grófgerða umhverfi, sem risið hefur hér í borginni und- anfama áratugi sem afleiðing skammsýnnar peninga- hyggju. Umræðan snerist reyndar aldrei um byggingar- list. Það var einnig athyglisvert, að hæstu raddimar gegn ráðhúsinu hljómuðu oft frá þeim hluta okkar þjóðfélags, sem maður skyldi ætla, að hefði minnsta fordóma. Mál- flutningurinn byggði furðulítið á staðreyndum og rökum, en einkenndist af tilfinningahita og æsingi. Sumir virt- ust eiga þá ósk heitasta, að byggingarlistin tæki stefn- una rakleitt aftur til fortíðar. Þetta er algengt fyrirbæri og e.t.v. afleiðing þess, að menn átta sig ekki á því, að ástæða þess, að margar af eldri byggingum okkar era svo fallegar, er einmitt sú, að þá vönduðu menn sig sem bezt þeir gátu. Nú leyfir peningavélin ekki, að menn geri sitt bezta. Þetta hefur leitt af sér hræðslu gagnvart öllu því, sem nýtt er. Halldór Laxness kallaði þetta „að skreyta sig með nátthúfum lángafanna“ og taldi það vitna um hnignun þjóðemis, þegar menn leituðu ein- kenna sinna mörg hundrað ár aftur í tímann. Það er jafn hættulegt að gerast þræll fortíðarinnar og að glata virð- ingu sinni og þekkingu á því, sem á undan er gengið. Ég tel mig geta fullyrt fyrir hönd allra, sem nálægt byggingu Ráðhúss Reykjavíkur hafa komið, að þeir era þakklátir fyrir að hafa fengið, e.t.v. í eina skiptið á æv- inni, að sýna fagmennsku í allri sinni fegurð. Vera kann, 140

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.