Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Síða 19
SKIPULAGS- OG BYGGINGARMAL
Aöalskipulag Reykjavíkur 1990-2010: staðfest greinargerð, sem er á bakhlið landnotkunarkortsins, sem sýnt er á blaösíðunni til
vinstri.
• Landnotkunarkort í mælikvarða 1:10.000 - sýn-
ingarkort.
• Talnagrunnur og nýjar áætlanir í sérhefti.
• Upplýsingarit með ítarlegri texta og fleiri skýr-
ingarmyndum en í staðfestri greinargerð, m.a.:
- kort, sem sýnir stöðu deiliskipulags á nýbygg-
ingasvæðum,
- kort af höfuðborgarsvæðinu, sem sýnir gildandi
aðalskipulagsáætlanir sveitarfélaganna og eignar-
lönd Reykjavíkur. Kortið nær austur fyrir Þing-
vallavatn,
- kort af Hengilssvæðinu, framtíðarútivistarsvæði
höfuðborgarbúa, sem sýnir m.a. drög að stígakerfi
á svæðinu.
Kynning á A.R. 1990-2010
Það nýmæli var tekið upp við gerð A.R. 1990-
2010 að auglýsa eftir ábendingum við aðalskipu-
lagstillöguna á frumstigi skipulagsvinnunnar. Það
var gert í nóvember 1990, og bárust ýmsar ábend-
ingar, sem reynt var að taka tillit til, ef þær sam-
ræmdust markmiðum skipulagsins.
Eftir umfjöllun í borgarkerfinu vorið 1991 var
aðalskipulagið auglýst með formlegum hætti um
miðjan júní. Sýning á aðalskipulagstillögunum var
í húsakynnum Borgarskipulags fram í miðjan ágúst,
og komu tæplega 300 manns að skoða sýninguna. Þá
voru haldnir tveir kynningarfundir fyrir almenning
í upphafi og lok kynningartímans, og komu um 30
manns á hvom fund. 12 athugasemdabréf bárust, og
fjallaði meirihluti þeirra um gatnakerfið og umferð-
armál. Þar sem því var við komið, var reynt að taka
tillit til athugasemdanna, t.d. verður Hallsvegur
norðan Grafarvogshverfa færður fjær byggð í
Húsahverfi og bætt við tengingu inn í Vatnsenda-
land að beiðni bæjarstjóra Kópavogs.
Aðalskipulagstillagan var samþykkt í borgarstjóm
Reykjavíkur 17. október 1991 og í skipulagsstjórn
ríkisins 4. desember. Umhverfisráðherra staðfesti
skipulagið 20. febrúar 1992, eins og áður sagði.
Hinn formlegi kynningar- og stjórnkerfisferill aðal-
skipulagsins til staðfestingar tók tæpt ár, þ.e. frá
apríl 1991 til febrúarloka 1992. Aðalskipulagstil-
lagan var þó í raun í stöðugri kynningu í nefndum
borgarinnar frá upphafi vinnunnar í janúar 1990, eða
í rúm tvö ár.
145