Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Síða 22

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Síða 22
SKIPULAGS- OG BYGGINGARMÁL Helztu breytingar á stofn- og tengibrautum til ársins 2010. hverfin verður byggður í Borgarholti II. Flestar breytingar á landnotkun innan núverandi byggðar eru óverulegar. Stofnbmutakerfi: Til að þjóna þessum nýju byggðasvæðum þarf að gera tvær nýjar stofnbrautir, Osabraut yfir Elliðaárósa og Sundabraut (hábrú eða í göngum) yfir Kleppsvík. Aðrar breytingar á aðal- gatnakerfum, sem unnið verður að á næstu árum, eru þessar: Á árinu 1992 verður hafizt handa við gerð Geirs- götu á hafnarbakkanum í gömlu höfninni, og verður því verki lokið 1993. Á árinu 1993 er áformað að gera austurhluta Ósabrautar, en ekki er ákveðið, hvort vesturhlutinn, þ.e. brú yfir Elliðaárósa, verður gerður þar næst á eftir eða hvort breikkun Vestur- landsvegar austur að Höfðabakka með umferðarbrú á gatnamótum þar verður gerð á undan. Að því til- skildu, að ekki hægi enn meir en þegar er orðið á uppbyggingu nýbyggingahverfanna í austurborg- inni, þarf að ljúka báðum þessum verkefnum ásamt breikkun Miklubrautar innan fimm ára. Áætlað er að ljúka tengingu Suðurlandsvegar við Vesturlandsveg í Smálöndum og framlengingu Breiðholtsbrautar austur að Rauðavatni á næstu þremur árum. Þá er gert ráð fyrir að leggja Hlíðarfót og Fossvogsbraut í göngum fyrir aldamót og hefja lagningu nýrrar stofnbrautar yfir Kleppsvík út í Geldinganes. Miðbœrinn — Miðhverfi: Áfram verður haldið uppbyggingu samkvæmt deiliskipulagi miðbæjarins frá 1986. Hinn 15. maí 1990 samþykkti borgarráð að leggja hitalagnir í götur og gangstéttir í miðbænum samhliða endurnýjun á öðrum lögnum í borgarhlut- anum. Stefnt er að verklokum árið 1994. Ráðhús borgarinnar, sem risið er við Tjömina, var vígt 14. apríl sl. Haustið 1991 samþykkti borgarráð að efna til lokaðrar samkeppni um útfærslu og skipulag Ingólfstorgs og breytingu á Geysishúsunum í upp- lýsingamiðstöð borgarinnar með hliðsjón af stað- festu skipulagi miðbæjarins. Sú samkeppni stendur nú yfir. Þá eru uppi hugmyndir um miðbæjarþjón- ustu í húsaröðinni milli Tryggvagötu og Geirsgötu og gleryfirbyggingar t.d. við Austurstræti og Vall- arstræti. Áfram verður haldið fegrun Laugavegar og tilraun gerð með léttar yfirbyggingar yfir gangstéttir meðfram götunni. Næstu bílageymsluhús verða byggð við Hverfís- götu og Tryggvagötu. I Kringlunni eru ekki allar lóðir fullbyggðar miðað við deiliskipulag. Upp- bygging nýs miðhverfís við Vesturlandsveg, neðan Hamrahlíðar, gæti hafizt í lok skipulagstímabilsins, 148

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.