Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Síða 36

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Síða 36
SKIPULAGS- OG BYGGINGARMAL KortagerS og landfræðilegt upplýsingakerfi Nokkur orð út af ályktun Alþingis hinn 13. marz 1991 Vilhjálmur Grímsson, verkefnisstjóri Á ráðstefnu fslenzka kortagerð- arfélagsins sl. haust vitnaði einn fundarmanna til fyrirspurnar frá dönskum þingmanni, I. V. Pingel að nafni. Fyrirspurnin mun hafa verið á þá leiö, „om det ikke var pá tide, at Danmark í lighed med de andre civiliserede stater í Europa og Amerika lod foretage en geo- logisk undersögelse af vár jord- bund." Þessi fyrirspurn var borin fram á því herrans ári 1887. Þessi tvö þingmál, sem hér er vitnað til, eiga það sameiginlegt aö lúta að upplýsingaöflun um atriði, sem varða landið í heild. Alþingi ályktaði rúmlega öld síö- ar: „Alþingi ályktar að fela umhverf- isráöherra aö beita sér fyrir sam- starfi stofnana og fyrirtækja, sem annast landmælingar og korta- gerð, um, að gerð veröi stafræn staðfræðikort í mkv. 1:25.000 af öllu landinu á næstu 10 árum og hlutast til um, að gróöurkortagerð af landinu verði lokið á þeim tíma. Jafnframt verði komið á fót sam- ræmdu landfræöilegu upplýsinga- kerfi, sem byggt verði á staðfræði- kortum af landinu og gagna- söfnum þeirra stofnana, sveitarfé- laga og fyrirtækja, sem nota stað- bundin gögn. Áöur en ráöizt veröur í þetta verk, verði unnið að til- raunaverkefni í því skyni að Ijúka forvinnu og komið á nauðsynlegri samvinnu aöila og samið um skiptingu kostnaðar milli þeirra. Miða skal viö, að tilraunaverk- efninu verði lokið fyrir árslok 1992." Þessi ályktun er yfirgripsmikil og merkileg. Þess er varla aö vænta, aö hún skýri sig sjálf fyrir almenn- um lesanda. Til vísbendingar um umfang verkefnisins í heild má t.d. nefna, aö áætlað hefur verið, að fram- kvæmdin í heild gæti kostaö upp undir tvo milljarða króna. Það hefur líka verið áætlað, aö til kortagerðar og mælinga sé árlega varið um 600 til 800 millj. kr. á vegum ríkisins, þar sem hver vinn- ur fyrir sig, án þess að samnýting eöa samvinna komi þar við sögu aö marki. Meö nútíma tækni er á hinn bóginn mjög auövelt að skiptast á upplýsingum t.d. um kort, land- mælingar og önnur gögn, ef áhugi er fyrir því. Tilraunaverkefnið, sem þingsá- lyktunin klykkir út með, að skuli unniö, er einmitt prófsteinn á þennan vilja til samvinnu og hag- ræðingar. Framkvæmdin, sem nú stendur yfir, er á þann veg, að milli 50 og 60 fulltrúar 25 stofnana starfa í 9 verkefnahópum við úr- lausn verkefnisins. Af ýmsum ástæðum mun ekki takast aö Ijúka tilraunaverkefninu á þessu ári, heldur á því næsta. í sumar verður nokkuð unniö að undirbúningi kortageröarinnar, og hefur út af því verið haft samband við sveitarfé- lögin í landinu, verkefnið kynnt og óskaö eftir samvinnu um fram- kvæmd. I kjölfar forvinnu sl. vetur er nú verið að staðsetja mæli- punkta í nýju landsneti, sem á aö bera staðsetningarkerfi til korta- gerðar og annarra mælinga af hvaða tagi sem er og allir eiga að geta notað. En til hvers? kann einhver að spyrja. Er ekki löngu búið að kort- leggja allt landiö? Jú, víst er búið að teikna nokkur kort af landinu. Sú kortagerð er lofsverö og gerð af dugnaöi, en er samt barn síns tíma. Stundum hef- ur verið bent á, að engum detti í hug að nota Ijósmynd af sér frá tveggja ára aldri í ökuskírteinið. Myndin er góð og stendur fyrir sínu, en ekki nothæf í skírteiniö 15 árum seinna. Kortafátækt okkar er skiljanleg, landið stórt og íbúar fáir. Það veröur hins vegar ekki komizt hjá því að eiga viðeigandi kort af landinu. Til þess liggja margar ástæður. Ein er sú, að yfirborö landsins, hvort sem er gróöurþekja þess eða jarövegur, er takmörkuð auðlind. Ef við ætlum að sinna umsýslu um þessa auðlind, er kortlagning hennar með viðhlítandi hætti nauð- syn. Annar möguleiki, sem kemur í kjölfarið, er, að hægt veröur að tengja saman margvísleg skráar- 162

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.