Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Blaðsíða 46
STJÓRNSÝSLA
ÞRÁÐLAUS SÍMI SEM HÆFIR LÍFSSTÍL ÞEIRRA,
SEM KJÓSA ÞAÐ ÞÆGILEGASTA.
Verð kr.
29.900
x
ístel
stgr. SIÐUMULA 37 SIMI 687570
VIÐURKENNDIR AF FJARSKIPTAEFTIRLITINU
að selja fasteign, áður en hún fer
á uppboð. Markmiðið með þessu
er meðal annars að stuðla að því,
að hærra verð fáist fyrir eignir
heldur en á uppboði.
Dómstólar leysa úr ágreiningi,
sem kemur upp við nauðungarsölu
eða eftir lok hennar.
Sýslumaður er lögbókandi
Sýslumaður er lögbókandi (not-
arius publicus) í umdæmi sínu.
Hægt er að fá opinbera staðfest-
ingu á efni ýmissa skjala fyrir
lögbókanda á skrifstofu sýslu-
manna. Slík opinber staðfesting
jafngildir því, að tveir menn hafi
vottað um þá athöfn eða staðreynd,
sem hún tekur til. Þar má meðal
annars nefna staðfestingu erfða-
skráa. Lögbókandi annast líka af-
sögn víxla, útdrátt happpdrættis-
miða o.fl.
Skráning firma og annarra fé-
laga en hlutafélaga
Sýslumenn annast skráningu
firma, sameignarfélaga, samlags-
félaga og samvinnufélaga eftir 1.
júlí sem áður. Jafnframt gefa
sýslumenn út verzlunarleyfi, sem
ten^jast áðurgreindri starfsemi.
Ymis önnur störf sýslumanna
Hér hafa aðeins verið talin
helztu störf sýslumanna, en ótal-
inn er fjöldi af minni verkefnum,
sem þeir hafa með höndum. Þar
má nefna sáttastörf milli aðila í
einkamálum, atkvæðagreiðslur
utan kjörfundar, margs konar
leyfisveitingar, aðrar en áður eru
taldar, auk ýmissa afskipta þeirra
af sveitarstjórnarmálefnum og
starfa í staðbundnum stjórnum,
nefndum og ráðum á vegum ríkis-
valdsins.
Aukin þjónusta sýslumannsemb-
œtta eftir l.júlí
Flest störf sýslumanna, sem tal-
in eru hér að framan, eru í reynd
svipuð þeim, sem sýslumenn,
bæjarfógetar og borgarfógeti hafa
annazt til þessa. Helzta breytingin
eftir I. júlí felst, sem áður segir, í
því, að sýslumenn eru ekki lengur
dómarar. Á hinn bóginn bættust
við störf þeirra ýmis ný verkefni
og þjónusta, sem áður þurfti að
sækja til Reykjavíkur, en eftir það
má segja, að embætti sýslumanns
sé nokkurs konar miðstöð allrar
stjórnsýslu, sem fer fram í héraði.
Með nýjum verkefnum sýslu-
manna eftir I. júlí, sem meðal
annars hafa flutzt til þeirra frá
ráðuneytum, er reynt að stuðla að
því, að sýslumannsembætti um allt
land veiti almenningi aukna þjón-
ustu, þannig að ekki þurfi að sækja
hana um langan veg. Áðurnefndar
breytingar á mörkum stjórnsýslu-
umdæma eru gerðar í sama mark-
miði.
Höfundur er starfsmaður nefndar um fram-
kvœmd aðskilnaðar.
172