Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Page 58

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Page 58
FERÐAMÁL Horft til hafs af Valahnúki á Reykjanesi. í fjarska er Kariinn, 51 m hár móbergsdrangur. Viö Vala- hnúksmölina er gjá, þar sem gerö var 30 ferm. sundlaug um eöa eftir 1930. Þar var Grindavíkur- börnum kennt aö synda í ylvolgu vatni. Nokkru austar meö sjónum er Háleyjarberg, en þar I uröinni fannst lík óþekkta sjómannsins, sem hvílir i Fossvogskirkjugaröi. Þaö var voriö eftir Skúlastrandiö. Vestan viö Valahnúk strandaöi 10 þús. lesta olíuskip, Clam, hinn 28. febrúar 1950, og á þessum slóðum strandaöi togarinn Jón Baldvinsson hinn 31. marz 1955. Hér kann fróöur fararstjóri frá mörgu aö segja. Greinarhöfundur tók myndirnar, sem fylgja greininni. Ferðamál á Suðurnesjum Jóhann D. Jónsson, ferðamálafulltrúi Suðumesja Suðurnes hafa verið miðpunktur ferðaþjónustunnar - þó svo að feröaþjónustan hafi ekki verið mið- punktur Suðurnesja. Mikill hugur er nú á Suðurnesjum til breytinga hér á. Mörg eru þau mál, er líta þarf til í því verkefni að auka hlut Suðurnesja- manna í þjónustusölu til þeirra feröamanna, sem nema land fyrst á Suðurnesjum. Áhugavert svæði Mjög góð hótel eru á svæðinu auk annarra gistimöguleika, eins og gistihús og svefnpokagisting. Tjald- svæði er í Grindavík, og í Keflavík/ Njarðvík er sameiginlegt tjaldsvæði. Hjá Garðskagavita er aðstaða ágæt til tjöldunar. Góðar leiðbeiningar eru til um Suðurnes. Þau eru opin og auðveld yfirferðar og hafa að bjóða margbreytilega ferðamöguleika. Landfræðilega eru Suðurnesin ungt og áhugavert svæði. Á því er fjöldi sérkennilegra staða, sem gefa Ijós- myndaranum kjörin tækifæri til mót- unar áhugaverðs myndefnis. Rík saga Sögu og menningu má víða lesa úr náttúrunni. Á Suðurnesjum er rík útgeröar- og verzlunarsaga. Víða eru merkilegar minjar um sjósókn og verzlun fyrri tíma. Sennilega einna merkilegastar, sem til eru á landinu nú. Má þar nefna sem dæmi Sela- tanga og Básenda. Þaö er mat manna, að Reykjanes- hringurinn verði, áður en langt um líður, jafn vinsæll Þingvallahringnum hjá þeim, er ferðast um Suðvestur- land. Áhugi landsbyggðarfólks á 184

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.