Sveitarstjórnarmál - 01.06.1992, Side 63
ERLEND SAMSKIPTI
Hafnarfjaröarbær tók fimmtiu manna hóp um „börn, vinnu og umhverfi" upp á sína arma. Hér er hlýtt á fyrirlestur íÁlfafelli. Ljósm.
Ingvar Viktorsson.
ina. Skýrslu um könnunina var dreift til skóla, bóka-
safna og vföar, en frumgögnin eru geymd í mennta-
málaráöuneytinu.
Auk undirbúningsnefndar mótaði níu manna fag-
hópur dagskrána í meginatriðum voriö 1990. Því næst
voru skipaðir hópstjórar fyrir 12 þemahópa, sem mót-
uðu nánar dagskrá hvers hóps, völdu fyrirlesara,
skipulögðu vettvangsferðir og stjórnuöu hver sínum
hópi, allt í samstarfi við verkefnisstjóra og undirbún-
ingsnefnd.
Allsherjarfundir og þemahópar
Tveir allsherjarfundir voru haldnir í stóra salnum í
Háskólabíói. Þar fluttu menntamálaráðherra og um-
hverfisráöherra ávörp, flutt voru tvö aðalerindi, annað
um umhverfiskennslu og hitt um þýðingu vatns fyrir
lífríki jarðar. Pallborðsumræöur voru um framhald nor-
ræns samstarfs um umhverfismennt, og norrænu um-
hverfisári var formlega slitið meö athöfn, þar sem for-
seti (slands, Vigdís Finnbogadóttir, kom fram. Hún var
formaður framkvæmdastjórnar norræns umhverfisárs
og jafnframt verndari ráöstefnunnar Miljö 91. Dag-
skráin í Háskólabíói var brotin upp með söngatriðum
70 leikskólabarna, Hamrahlíðarkórsins, karlakórsins
Fóstbræðra og norska trúbadúrsins Lars Hauge, sem
fékk fundarmenn til að taka undir með sér.
Meirihluta tímans voru ráðstefnugestir í 12 þema-
hópum, 50-120 manns í hverjum. Af viðfangsefnum
hópanna kemur fram, hvaða málaflokkum talið var
mikilvægast að gera skil, en þeir voru þessir:
1. Lofthjúpur jarðar og verndun hans
2. Hafið, verndun þess og nýting
3. Ferskt vatn, nýting þess og verndun
4. Náttúra, manngert umhverfi og landnýting í
strjálbýli
5. Manngert umhverfi, náttúra og skipulag í þéttbýli
6. Orkulindir, orkuvinnsla og umhverfisáhrif
7. Umhverfi og heimilishald í nútíma þjóðfélagi
8. Útivist, ferðamál og umhverfismennt
9. Útikennsla, umhverfisfræðsla
10. Umhverfismenntun í list- og verkgreinum
11. Börnin, vinnan og umhverfið
12. Tölvusamskipti og umhverfismennt
Flestir þemahópanna héldu fundi sína í húsakynnum
Háskóla íslands, en einnig voru fundir í Norræna hús-
inu, Safnaðarheimili Nessóknar, í Hafnarfirði og víðar.
Allir hóparnir fóru í vettvangsferðir, sumir innan borg-
armarkanna, en aðrir um Reykjanessvæðið og Suður-
land. í ferðunum kynntist fólk náttúru landsins, ýmsum
stofnunum, sem gegna mikilvægu hlutverki f umhverf-
ismálum, og eru margar þeirra reknar af sveitarfélög-
um. Vettvangsferðirnar voru farnar til að jarðtengja
viðfangsefnin, þ.e. að kynnast manngerðu og einkum
náttúrlegu umhverfi frá ólíkum hliðum og hvernig nýta
megi það til fræðslu. Ferðirnar tókust vel, enda var
mikil vinna lögð í að skipuleggja þær, og frábært veður
spillti ekki fyrir.
Öll erindi og öll kynning á ráðstefnunni var flutt á
dönsku, norsku eða sænsku, enda þótt meirihluti fyr-
irlesara væri íslendingar. Flestir íslendinganna sömdu
189