Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Síða 5
RÍKISSTJÓRN
Ríkisstjórn Sjálfstæöisflokks og Framsóknarflokks. Á myndinni eru, taliö frá vinstri, Páll Pétursson félagsmálaráöherra, Halldór
Blöndal samgönguráöherra, Friörik Sophusson fjármálaráöherra, Björn Bjarnason menntamálaráöherra, Davíö Oddsson forsætis-
ráöherra, sem einnig fer meö Hagstofu islands, frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra,
Finnur Ingólfsson, iönaöar- og viöskiptaráöherra, Guömundur Bjarnason, landbúnaöarráöherra og umhverfisráöherra, Ingibjörg
Pálmadóttir heilbrigöis- og tryggingamálaráöherra og Porsteinn Pálsson, dóms- og kirkjumálaráöherra og sjávarútvegsráöherra.
Einnig er á myndinni Ólafur Davíösson ríkisráösritari. Ljósm. Gunnar G. Vigfússon.
Ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks
Ný ríkisstjóm Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks
hefur leyst af hólmi samstjóm Sjálfstæðisflokksins og
Alþýðuflokksins sem starfað hafði frá árinu 1991.
I ríkisstjóminni eru tíu ráðherrar eins og í upphafi
kjörtímabils síðustu stjómar, fimm frá hvomm flokki.
Skipting starfa ráðherra er þannig:
Davíð Oddsson fer með forsætisráðuneytið og Hag-
stofu Islands, Halldór Ásgrímsson fer með utanríkis-
ráðuneytið, Bjöm Bjamason fer með menntamálaráðu-
neytið, Finnur Ingólfsson fer með iðnaðarráðuneytið og
viðskiptaráðuneytið, Friðrik Sophusson fer með fjár-
málaráðuneytið, Guðmundur Bjamason fer með land-
búnaðarráðuneytið og umhverfisráðuneytið, Halldór
Blöndal fer með samgönguráðuneytið, Ingibjörg Pálma-
dóttir fer með heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið,
Páll Pétursson fer með félagsmálaráðuneytið og Þor-
steinn Pálsson fer með dóms- og kirkjumálaráðuneytið
og sjávarútvegsráðuneytið.
Ný framfarasókn
„Með myndun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks hefst ný framfarasókn þjóðarinnar,"
segir í upphafi stefnuyfirlýsingar hinnar nýju stjómar.
„Undirstöður velferðar verða treystar og sköpuð skilyrði
67