Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Qupperneq 9
AFMÆLI
voru þrír bæir með kaupstaðarrétt-
indi, Reykjavík, ísafjörður og Ak-
ureyri.
Ekki er að finna í heimildum að
bæjarbúar hafi sérstaklega fagnað
þessum degi fyrir 100 árum, en
ekki er ólíklegt að á heimilum
heldri borgara hafi tappi verið tek-
inn úr flösku, lagið tekið og skálað
fyrir nýju ári og framtíð hins nýja
kaupstaðar. Þá ber að hafa í huga
að lögin um kaupstaðarréttindi
voru frá því um vorið og kosningar
til hinnar nýju bæjarstjórnar fóru
fram strax á öðrum degi, eða 2. jan-
úar. Rétt til að kjósa höfðu allir
karlmenn 25 ára og eldri sem voru
heimilisfastir í kaupstaðnum og fjár
síns ráðandi. Kjörgengir voru allir
sem kosningarrétt höfðu.
í Seyðisfjarðarhreppi hinum
foma voru fjórir aðalþéttbýliskjam-
ar, Þórarins- og Hánefsstaðaeyrar,
Vestdalseyri, Búðareyri og Fjarðar-
alda.
Sveifla var mikil í fjölda íbúa,
líkt og flóð og fjara, og þar réðu m.a. gæftir til sjávar
miklu um þróunina.
í árslok 1883 em íbúar fjarðarins alls 790 á 154 heim-
ilum og er Fjarðaraldan fjölmennust.
Eftir flóðið mikla á Fjarðaröldu 18. febrúar 1885
fækkaði t.d. íbúum þar allmikið en Vestdalseyri tekur þá
Þorvaldur Jóhannsson bæjarstjóri eftir aö hann hafði flutt ávarp sitt í Seyöisfjarðarkirkju.
Stúlkan á myndinni er Sigrun Jóhannsdóttir sem færöi bænum blóm í tilefni afmælisins
frá hjónunum Karólínu Þorsteinsdóttur og Garöari Eymundssyni. Myndina tók Þétur
Kristjánsson svo og myndina á bls. 70.
forystuna hvað fjölda íbúa varðar. Árið 1895 eru íbúar
alls fjarðarins 840, en upp úr aldamótum eru þeir orðnir
1146.
Vaxandi útgerð, verslun og alls konar umsvif breyttu
Seyðisfirði úr fámennri og afskekktri byggð í eitt mesta
uppgangspláss landsins. Um leið skapaðist þama hálf-
gert Klondike-ástand.
Menn komu og fóru. Þegar vel
áraði til sjávarins flykktist fólkið að
úr öllum áttum, en ef atvinna og
afli drógust saman rásaði það í
burtu í leit að grænni högum annars
staðar. Hvað sem sveiflunum leið
var hér þó mikið að gerast og
merkileg saga að ritast.
Nokkuð virðist hafa borið á met-
ingi og jafnvel togstreitu milli fyrir-
manna þéttbýliskjamanna og kann
það að hafa ráðið einhverju um að
snemma var farið að huga að skipt-
ingu sveitarfélagsins.
Árið 1891 var sent bænarskjal til
Alþingis um skiptinguna. Málinu
var vísað frá vegna formgalla, þar
sem láðst hafði að leita samþykkis
sýslunefndar. Síðan er málið tekið
fyrir á Alþingi 1893 og staðfest
skipting Seyðisfjarðarhrepps hins
foma. Ytri hluti hrepps heldur þá
Seyöisfjöröur um 1935. Wathneshús fremst á myndinni.