Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Page 11

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Page 11
AFMÆLI þessi væri á engan hátt sögulegur voru þarna afgreidd nauðsynleg mál sem fyrir lágu og því ekki úr vegi að geta þeirra að nokkru. 1. Eftirfarandi menn vom kosnir til að semja fmmvarp til þingskapa bæjarstjómarinnar: Axel V. Tuliní- us bæjarfógeti, Stefán Th. Jónsson og Sigurd Johansen. 2. Faktor Þórarinn Guðmunds- son kosinn bæjargjaldkeri. 3. Kosnir í byggingarnefnd: Bæjarfógeti, Sigurd Johansen, Gísli Jónsson, Otto Wathne, Þórar- inn Guðmundsson. 4. Hafnamefnd: Stefán Th. Jóns- son og Thorvald Imsland. 5. Skattanefnd: Bjami Siggeirs- son og Magnús Einarsson auk bæj- arfógeta. Til vara Armann Bjama- son. 6. Yfirskattanefnd: Emst apótek- ari, Kristján Hallgrímsson og Snorri Wíum. Til vara Láms Tóm- A Seyöisfirði um 1935. Pálshús lengst til vinstri, síöan lifrarbræösla, þá Antoníusarhús. Sildarbræösla i baksýn. Myndina tók Þorsteinn Gíslason sem var símstöövarstjóri á Seyöisfiröi. 7. Nefnd til uppmælingar bæjarlands og lóða: Kristján Hallgrímsson, Gísli Jónsson, Sigurd Johansen og Stefán Th. Jónsson. 8. Nefnd til að semja lögreglusamþykkt fyrir bæinn: Bæjarfógeti, Stefán Th. Jónsson og Bjami Siggeirsson. Fleira var ekki tekið fyrir á þessum fyrsta bæjarstjóm- Saltaö á Bæjarbryggju upp úr 1950. arfundi. Sú skipan bæjarmála sem ákveðin var í lögum frá 1894 hélst óbreytt til 1919 en það ár vom sett ný lög um bæjarmál kaupstaðarins. Helstu breytingar eru þær að bæjarfulltrúum var fjölgað úr 6 í 9. Heimild kemur inn um að kjósa megi sérstakan bæjar- stjóra ef þurfa þykir. Heimild sú var fyrst nýtt 1924 og fyrsti bæjarstjóri kaupstaðarins var Jón Þór Sigtryggsson, lögfræðingur frá Gmndarhóli á Hólsfjöllum, og gegndi hann starfinu frá 1. janúar 1924 til 23. janúar 1930, eða í 6 ár. Fyrsti forseti bæjarstjómar Seyð- isfjarðar var Sigurður Baldvinsson póstmeistari. Bæjarfulltrúamir á þessum 100 ára tímabili hafa alls verið 104, bæjarstjórar 11 og bæjarstjóm hefur haldið 1.471 sérbókaðan fund. Ef þið, ágætu Seyðfirðingar, haldið að skattlagning nú á fast- eignir og eða aðrar eigur ykkar og vinnulaun, til að mæta bæjarþörf- um, sé eitthvað sem aðeins heyri nútíma bæjarstjóm til, þá er nú ekki aldeilis svo. f lögum frá 1895 er gert ráð fyrir tveimur aðaltekjustofnum:

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.