Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Blaðsíða 12

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Blaðsíða 12
AFMÆLI Fjaröarárbrú (Hvítabrú). Otto Wathne beitti sér fyrir byggingu brúarinnar um 1893. Myndirnar meö greininni sem ekki eru öörum merktar eru frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur - úr myndasafni Einars Vilhjálmssonar. Lóðargjald: Einn til tveir aurar af hverri ferhymings- alin í grunnum undir fbúðarhúsum og geymsluhúsum og 1/10 til 1/5 eyris af hverri feralin í óbyggðum útmæld- um lóðum í kaupstaðnum. Aukaútsvar skal jafna niður eftir efnum og ástæðum til þess að mæta því sem á vantar til þess að standa straum af bæjarþörfum. Með stofnun kaupstaðarins 1895 var brotið blað í sögu Seyðisfjarðar. Kaupstaðarréttindin vom viðurkenn- ing yfirvalda á gildi staðarins hvað varðaði atvinnusköp- un, verslun og þjónustu, og fljótt kom í ljós að hið nýja bæjarfélag var framfarasinnað og stórhuga. A þeim 100 ámm sem síðan em liðin hefur gengið á ýmsu í atvinnu- málum bæjarins og byggðarinnar. í bæjarlífinu hefur gætt flóðs og fjöm, íbúatalan verið sveiflukennd og vel- gengnin oft orðið fyrir stómm áföllum. Þrátt fyrir það hefur bærinn alltaf haldið reisn sinni. Við upphaf sitt var Seyðisfjarðarkaupstaður allstór bær miðað við aðra þéttbýlisstaði á landinu. Að vísu var hann þó fámennastur hinna fjögurra íslensku kaupstaða, en þó sjöttungur af stærð Reykjavíkur og stóð höfuð- borginni framar á margan hátt og þá ekki síst í stórhuga atvinnusköpun. En í dag er Seyðisfjörður fámennastur íslenskra kaupstaða í einu minnsta lýðveldi heims. Fáir bæir eiga sér litríkari sögu en Seyðisfjörður, sem Bjólfur og Strandatindur standa vörð um sinn til hvorrar handar. Sérkennilegt og stórbrotið umhverfi gefur bæn- um svip og einkenni. Fáir bæir eiga að tiltölu annað eins safn gamalla húsa sem merkileg saga er tengd. Og þó að tilveran hafi oft snúist um afla- brögð, hefur lífið aldrei orðið ein- tómur fiskur. Menningarlíf sem á fáa sína líka hefur alltaf verið snar þáttur í lífi og sögu Seyðisfjarðar. Eg mun láta öðrum það eftir að rifja frekar upp afrek frumherjanna sem ruddu brautina fyrir okkur með þeim myndarskap sem verkin sanna. Einnig allra þeirra annarra sem á eftir komu fram á þennan dag og haldið hafa uppi merki þeir- ra. Árin hundrað, sem að baki eru, koma ekki aftur en þau geyma sögu sem nú á afmælisárinu verður dreg- in fram í dagsljósið og sett í ein- hvem þann búning sem hentar nú- tímanum. I bænum okkar er fjöldi fólks, ungir og aldnir, einir og í hóp, nú þegar kominn á fulla ferð með að vinna úr þessu efni og móta nýtt, með það að markmiði að finna því stað og stund á afmælisárinu. Stefnt er að því að dreifa „uppákomum“ þessum eins og frekast er kostur yfir árið. Hápunkturinn verður svo þriggja daga ajmœlishátíð af- mœlisharninu til heiðurs 30. júní - 2. júlí nœsta sumar. Þar verður ýmislegt á boðstólum, s.s. vígsla nýja mið- bœjartorgsins og listaverks sem tengist því, frumflutn- ingur á afmœlislagi og Ijóði, myndlistar-, Ijósmynda- og tœkniminjasýning, íþróttakeppni, söngur, leikir, glens og gaman auk dansleikja fyrir alla aldurshópa öll kvöld. Nú, að lokinni hátíðarmessu, mun verða útvarpað dag- skrá til bæjarbúa með margs konar efni, nýju og göntlu, til kl. 20.00, en þá mun hefjast glæsileg flugeldasýning til heiðurs afmælisbaminu. Góðir Seyðfirðingar, innilega til hamingju með dag- inn, megi heill og hamingja fylgja bænum okkar og bömum hans um ókomin ár. Guð blessi ykkur öll. SEYÐISFJÖRÐUR lOOára 1895-1995 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.