Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Side 16
AFMÆLI
Pálmar Guðjónsson, fv. skólastjóri, gengur aö veisluboröi en Þorsteinn Hjart-
arson skólastjóri bi'öur átekta.
Á hreppsfundinum 15. apríl kom fram vilji fyrir því
að byggja húsið „austur á holti“, eins og það er orðað -
og gekk það eftir. Bændumir á Húsatóftum, þeir Eyjólf-
ur Gestsson og Vigfús Þorsteinsson, létu land undir hús-
ið, gáfu 1 ha., og seldu annan á 100 krónur, en landið
var þá óskipt milli jarðanna.
Hafist var handa við bygginguna föstudaginn 2. júní
með því að 20 menn fóm að grafa fyrir skólahúsinu og
leggja veg heim af þjóðvegi. Fyrst var skólahúsið steypt
upp en síðan farið að byggja leikfimisalinn. Unnu við
þetta 20-30 manns óslitið allan júnímánuð, 6 daga vik-
unnar - og var lokið að steypa húsið upp 1. júlí eða á
tæpum mánuði.
Öll steypumöl var sótt á Mumeyri á hestvögnum og
einn daginn var ekið 160 vögnum af möl. Ég
tók þátt í því ævintýri, þá 11 ára gamall sem
kúskur í 2 daga. Man ég langa vagnalest sem
silaðist áfram, hver strákur teymdi á eftir sér
tvo hesta - og var mikið kapp í okkur strák-
unum að dragast ekki aftur úr.
Auðvitað vorum við gangandi en munum
hafa setið í tómu vögnunum til baka og keyrt
klárana áfram.
Á byggingarstaðnum var mikill manngrúi
og ys og þys. Hópur vaskra manna hrærði
steypu á mörgum pöllum, sumir möl en aðrir
vikur. Skólahúsið sjálft var einangrað með
vikri þannig að blöndumar vom settar sam-
hliða í mótin en járnplata höfð á milli og
dregin upp jafnóðum.
Hópur smiða vann við mótauppslátt og við
að taka á móti steypunni sem rétt var að í föt-
um og síðan lyft af pöllum. Það var kapp í
mönnum og áhugi á að drífa húsið upp.
Þegar húsið hafði verið steypt upp fóru
flestir til síns heima til að sinna slætti og öðmm búverk-
um, en smiðir fóm að gera yfir húsið.
Sunnudagurinn 16. júlí var stór dagur í sveitinni og líf
og fjör í gamla skólahúsinu heima á Húsatóftum. Það
vom alþingiskosningar, kvenfélagið hélt upp á 25 ára af-
mæli sitt - og haldið var reisugilli nýja skólahússins.
Það var dmkkið kaffi, sungið og dansað fram á nótt.
Að loknu votviðrasömu sumri sem endaði með úrfelli
og árflóði í september - og hey urðu úti á engjum - og
að loknum haustönnum hófust heimamenn aftur handa
við húsbygginguna. Byggingarmeistarinn, múrarinn og
einhverjir úr sveitinni höfðu unnið við bygginguna allt
sumarið og var henni langt komið. En nú var smíðað,
múrað og málað - og laugardaginn 16. desember var
nýja skólahúsið vígt.
Hátíðina sóttu um 350 manns, heimamenn
og gestir. Það var drukkið kaffi, sungið og
sex ræður voru haldnar. Vitað er um þrjá
ræðumenn, Eirík Jónsson, formann bygging-
arnefndar, Helga Elíasson fræðslumálastjóra
og Egil Thorarensen, forstjóra Kaupfélags
Ámesinga. Og Egill afhenti skólanum klukku
frá kaupfélaginu sem lengi hékk uppi í skóla-
stofunni.
Og húsinu var gefið nafnið Brautarholt.
Það ríkti almenn ánægja með húsið og
gleði yfir glæsilegu skóla- og samkomuhúsi
sem risið var frá grunni. Það var sungið og
dansað fram undir morgun.
Til eru reikningar yfir byggingarkostnað,
allar vinnuskýrslur og fylgiskjöl - og er bygg-
ingarkostnaður í árslok 1935 krónur
46.011,74 samkvæmt skýrslu Eiriks Jónsson-
ar, oddvita og formanns byggingamefndar, til
Séö yfir sallnn í afmællshóflnu.
7 8