Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Page 18
AFMÆLI
náðist sá árangur að Skarphéðinsskjöldurinn hékk árum
saman á salveggnum í Brautarholti.
Dansskemmtanir voru haldnar og leikrit sýnd. Þorra-
blót og hjónaböll urðu árlegur viðburður.
Brautarholt varð vinsæll skemmtistaður - og miðaldra
menn og eldri lifna við þegar minnst er á böllin í Braut-
arholti. En réttarböllin þóttu sukksöm, og út af skemmt-
anahaldinu risu deilur sem ekki verða raktar hér.
Öll aðstaða í húsinu og rekstur þess stórbatnaði þegar
heita vatnið fékkst með jarðborun árið 1950 - og má
líkja því við happdrættisvinning. Þá opnaði heita vatnið
nýja möguleika á Brautarholtssvæðinu sem leiddu síðan
til sundlaugarbyggingarinnar og uppbyggingar þar.
Kalda vatnið frá vatnsveitu úr Vörðufelli 1962 bætti
enn haginn, enda vandræði með vatn áður.
Nýjar stoöir reistar til styrktar skóla-
starfi
Þótt Brautarholtsskóli þætti gott og glæsilegt hús á
sinni tíð komu fljótt í ljós ágallar. T.d. var þar aðeins eitt
salemi. Ur því var bætt árið 1955 og þeim fjölgað upp í
þrjú - en sameiginlega fyrir bæði kynin. Þar var því oft
þröngt á þingi á samkomum.
A þessum tíma voru glæsileg félagsheimili að rísa í
nágrannasveitum og gengi Brautarholts fór að falla sem
skemmtistaðar. Börn voru mörg í skólanum og þröngt
um þau.
Upp úr 1960 urðu mikil fundarhöld í sveitinni um
skóla- og félagsmál. Hreppurinn hafði safnað nokkru fé
og framfarahugur var í mönnum. Árið 1962 boðaði
hreppsnefnd til hreppsfundar um byggingu félagsheimil-
is. Málið fékk ekki stuðning, en samþykkt var að leggja
fé í sérstakan framkvæmdasjóð.
Það er eftirtektarvert nú á dögum umræðna um sam-
einingu sveitarfélaga að á árunum 1964/1965 beittu
Skeiðamenn sér fyrir viðræðum við nágrannasveitarfé-
lögin um að sameina Skeiða-, Hraungerðis- og Gnúp-
verjahreppa um unglingafræðslu - og jafnvel alla bama-
fræðslu í Brautarholti og byggja þar upp öflugan skóla.
Eftir nokkrar viðræður höfnuðu nágrannasveitarfélög-
in þessari hugmynd. Skólamir væru fræðslu- og menn-
ingarstofnanir sem þau vildu ekki missa.
Hreppsnefnd og skólanefnd fóm nú að athuga mögu-
leika á því að byggja við húsið til að bæta aðstöðu til
skóla- og skemmtanahalds og verða við auknum kröfum
sem húsið uppfyllti ekki lengur, enda orðið þrjátíu ára
gamalt.
Vom margar leiðir ræddar og niðurstaðan varð að fá
arkitektana Skarphéðin Jóhannsson og Guðmund Kr.
Guðmundsson til að gera uppdrætti. Lögðu þeir fram
teikningar þar sem gert er ráð fyrir viðbyggingu í suð-
vesturhom hússins og austan við salinn, alls 176 m: á
tveimur hæðum.
Fjárveiting fékkst úr ríkissjóði og almennur hrepps-
fundur samþykkti 6. nóvember 1966 að hefjast handa
með byggingar á gmndvelli tillagna arkitektanna þegar
leyfi menntamálaráðuneytisins fengist.
En nú tóku málin nýja stefnu, svo að viðbygging við
Brautarholt dróst í 18 ár.
Skólaskyldan var lækkuð í 7 ára aldur veturinn
1966/1967 og unglingadeild var komið á í Brautarholti
með Gnúpverjum.
En þá vantaði kennaraíbúð og vom heimamenn sam-
mála um að það væri forgangsverkefni. Samþykki skóla-
yfirvalda og fé fékkst til að flytja inn tilbúið hús frá Dan-
mörku. Var það sett niður haustið 1967 og er nú bústað-
ur skólastjóra.
I annan stað voru skiptar skoðanir um þær tillögur sem
fyrir lágu um viðbyggingu við húsið - og málið þannig í
sjálfheldu.
Menn voru sammála um að styrkja stöðu skólans og
hreppurinn átti orðið allmikið fé í framkvæmdasjóði.
Því var ákveðið að byggja skólasundlaug og fékkst til
þess samþykki skólayfirvalda og fé úr ríkissjóði.
Ungmennafélagið lagði einnig fé til byggingarinnar.
Skeiðalaug var svo byggð á 4 árum eða frá
1972-1975, og þá tekin í notkun, en endanlega lokið árið
1984 þegar baðstofan var innréttuð.
Sundlaugarbyggingin styrkti skólastarfið og opnaði
hreppsbúum, yngri og eldri, nýja möguleika í sundiðkun
og hollum lífsvenjum.
Fjárhagslega kom hreppurinn vel frá þessari byggingu
- þótt sundlaugin reyndist dýr. Allvel gekk að fá ríkis-
framlag og lán þau sem tekin voru rýmuðu ört í verð-
bólgu þess tíma.
En nú fóm menn að horfa til fyrri átta um viðbyggingu
við Brautarholt.
Endurbygging Brautarholts
Árið 1981, hinn 5. febrúar, var haldinn sameiginlegur
fundur hreppsnefndar, skólanefndar, skólastjóra og
stjóma ungmennafélags, kvenfélags og lestrarfélags og
þar samþykkt einróma tillaga um „að næsta stórverkefni
hreppsins verði bygging við skólann til að fá fram góða
skólabyggingu, bætta aðstöðu til félagslífs og pláss fyrir
starfsemi hreppsins og félagssamtaka sveitarinnar fyrst
um sinn, enda verði stefnt að félagsheimilisbyggingu
síðar.“
Jafnframt var kosin 7 manna undirbúningsnefnd frá
þessum aðilum en síðan fjölgað í 9. Nefndin starfaði í 3
ár, hélt 11 fundi og kvaddi á sinn fund húsameistara rík-
isins, arkitekt, forstöðumann byggingardeildar mennta-
málaráðuneytisins, byggingarfróða menn til að taka út
húsið og ýmsa fleiri. Jafnframt lét nefndin vinna áfram
að teikningum og gera kostnaðaráætlanir um hina ýmsu
valkosti.
Þá var sótt um fjárveitingu úr ríkissjóði. Ekki var ein-
hugur í nefndinni og vildu tveir nefndarmenn frekar
byggja nýjan skóla en byggja við þann gamla.
Á síðasta fundi nefndarinnar 14. nóvember 1983 var
80