Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Blaðsíða 27

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Blaðsíða 27
SOFN Safnahúsið á Egilsstööum. Fyrirhugaö er aö í húsinu veröi héraösskjalasafn, héraösbókasafn og minjasafn. Ljósm. Unnar Stefáns- son. Eftir að Gunnar hvarf á braut úr Héraði var safnið lítt haft til sýningar, a.m.k. þegar frá leið, en hann skildi eft- ir á Klaustri bréf nokkurt sem átti eftir að koma í góðar þarfir. Þetta var raunar gjafabréf skáldsins, þar sem Gunnar ánafnaði ríkinu eigur sínar, þ.e. hús og jörð, og nefndi í þessu bréfi sitthvað sem gjaman mætti vera á staðnum og í húsinu, m.a. tilraunastöð í landbúnaði - og minjasafn. Nú leið og beið þangað til Safnastofnun Austurlands tók til starfa undir forystu Hjörleifs Guttormssonar og síðar Friðjóns Guðröðarsonar en nú um margra ára skeið Halldórs Sigurðssonar. Ekki þótti safnið varðveitast með góðu móti á Klaustri og var því flutt að Egilsstöð- um og ákveðið að byggja yfir það þar, og til að gera því traustari grundvöll og sterkari fjárhagslega var Múla- sýslum og Menningarsamtökum Héraðsbúa boðin aðild að rekstri þess. Vikust bæði sýslumar og samtökin vel undir það. Fyrir forgöngu Safnastofnunar fékkst rikið til að borga fyrir flutning safnsins frá Klaustri með bygg- ingu safnahúss á Egilsstöðum - með sérstakri skírskotun til áðumefnds gjafabréfs. Þessi bygging er nú komin undir þak og verða í henni auk minjasafnsins Héraðs- skjalasafn Austfirðinga og héraðsbókasafnið á Fljóts- dalshéraði. Er því skammt í það að þetta elsta safn á Austurlandi taki til starfa í eigin húsnæði. Sýslunefndir Múlasýslna hafa styrkt safnið frá fyrstu tíð þegar um fjárstyrk hefur verið sótt og em nú meðeig- endur þess og rekstraraðilar frá árinu 1977. Bókasöln Arið 1941 greiðir sýslan smástyrki til hreppsbókasafna í sýslunni, 7-85 kr. í stað. Þá em bókasöfn í öllum öðr- um hreppum en Helgustaðahreppi. Þessu er áfram haldið til ársins 1946 en árið 1947 kemur í ljós að sýslan á bókasafnssjóð. Þá er samþykkt að sýslan veiti ekki leng- ur styrki til bókasafna í hreppum en leggi hins vegar fram tvö þús. kr. til stofnunar sýslubókasafns og er odd- vita falið að sækja um ríkisstyrk á móti. Kosin er þriggja manna nefnd, oddviti og tveir, sem hann velur með sér, til að semja uppkast að reglugerð fyrir sýslubókasafn og leggja það fram á næsta sýslufundi. Árin 1947 og 1948 leggur sýslan tvö þús. kr. í þetta safn hvort ár, en það er ekki fyrr en 1951 að reglugerð fyrir safnið er lögð fram og er hún færð í gerðabók sýslunefndar. í þessari reglu- gerð kemur fram að í safninu skuli verða rit sem veitt geti hagnýta fræðslu um atvinnuvegi í sýslunni, fræði- bækur við hæfi almennings, bækur um ættfræði og sögu 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.