Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Qupperneq 31

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Qupperneq 31
SOFN armann Eiðahrepps. Þriðji maðurinn kom frá Norður- Múlasýslu og var það Helgi Gíslason, sýslunefndarmað- ur Fellahrepps. Tveir menn voru frá suðursýslunni vegna þess að hún kostar safnið að 2/3 hlutum en norðansýslan átti þriðj- ungsaðild og kaus einn mann í stjómina í samræmi við það. Aður höfðu sýslumar jafnan átt helmingsaðild að sameiginlegum málum og stofnunum, t.d. Eiðaskóla, en í þetta sinn var skipt hlutum út frá mannfjölda í hvorri sýslu um sig. Safnstjóm skyldi sjálf kjósa formann, ráða safnvörð, taka við bókagjöfinni og ganga frá skilyrðum hennar vegna, annast viðhald og rekstur safnhússins og safns- ins, ráða mann til að safna skjölum, hafa samband við þjóðskjalavörð, eftir því sem við ætti, og standa skil á reikningum safnsins, semja starfsskýrslu og gera fjár- hagsáætlun. Formaður var kosinn Jón Kristjánsson og til skjala- söfnunar ráðinn Eiríkur Eiríksson, Dagverðargerði, sem fór um allmargar sveitir og varð vel ágengt. Safnvörður var ráðinn Armann Halldórsson, frá 1976. Safnið var formlega stofnað 17. apríl 1976 á áttræðis- afmæli Halldórs Ásgrímssonar að viðstöddum m.a. menntamálaráðherra, Vilhjálmi Hjálmarssyni, sonum þeirra Halldórs Ásgrímssonar og Önnu Guðnýjar Guð- mundsdóttur, fulltrúum sýslnanna o.fl. Bókasafnið var þá komið í hillur óflokkað. Bókasafnið var metið á 8 millj. króna samkvæmt bókaverði 1976 og hefur árlegt framlag fylgt bókaverði síðan, útreiknuðu frá vísitölu bóka árlega. I sérstaka bókasafnsstjórn voru kosnir Jón Kristjánsson, Helgi Gíslason og fulltrúi gefenda er Ámi Halldórsson, lög- fræðingur á Egilsstöðum. Ámi er sonur gefenda, Hall- dórs og Önnu Guðnýjar. Hann tók við safninu eftir dag Halldórs, varðveitti um stund og flutti það austur. I bókasafninu em einkum söguleg rit um Islandssögu og byggðarsögu Austurlands sérstaklega (um hið síðar- nefnda um 100 bækur að öllu eða miklu leyti). Þar em íslensk tímarit flest, heildarútgáfur margra rithöfunda og skálda, fomsögur, þjóðsögur og ljóðasöfn eldri skálda, ævisögur, byggðarrit, sögur stofnana og félaga - og við hefur bæst fleira af þessu tagi, hagskýrslur, Alþingis- og Stjómartíðindi, bókmenntafræðirit, dagblöð og viku- blöð, gömul og ný, íslensk og sérstaklega austfirsk, al- fræðibækur og ættfræðirit. Að gjöf hefur safnið fengið m.a. Alþingistíðindi frá upphafi frá Sigurði Blöndal og fleirum, Stjómartíðindi úr búi Guttorms Pálssonar frá Hallormsstað. Bókakaup em að mestu miðuð við heim- ildagildi í sögu en fleira flýtur með. Sigurður Óskar Pálsson tók við starfi safnvarðar 1984 og í stjórn 1988 voru kjörnir Kristinn Kristjánsson, skólastjóri á Eiðum, sýslunefndarmaður frá 1982, í stað Ragnars H. Magnússonar, og séra Þorleifur Kristmunds- son, sýslunefndarmaður Fáskrúðsfjarðarhrepps, í stað Jóns Kristjánssonar, frá 1987. Kristinn hefur verið for- maðurfrá 1985. Samþykkt var í sýslunefndum 1986 að safnið yrði þátttakandi í byggingu safnahúss á Egilsstöðum, sem nú er í smíðum, eins og áður segir. Árið 1987 benti Jón Kristjánsson á það á sýslufundi að taka yrði málefni safnsins til sérstakrar umfjöllunar, áður en sýslunefndir yrðu lagðar niður á árinu 1989. I umræðum á síðasta sýslunefndarfundinum 1988 bar Vilhjálmur Hjálmarsson fram eftirfarandi tillögu: „Sýslunefnd Suður-Miilasýslu vœntir þess að héraðs- nefnd í Mídaþingi veiti öflugt hrautargengi þeim menn- ingarmálum sem Múlasýslur hafa haft með höndum und- anfarin ár. Samþykkt samhljóða." Eftirmáli Þegar sýslunefndimar voru lagðar niður tók héraðs- nefnd Múlasýslna við skjalasafninu. Nokkru fyrr var bygging safnahúss fyrirhuguð og hún skyldi hýsa auk skjalasafnsins Minjasafn Austurlands og Bókasafn Hér- aðsbúa (héraðsbókasafn). Til þess að létta byggingarkostnað var hús héraðs- skjalasafnsins selt árið 1988 og leigt aftur safninu. Nýtt hús er nú í smíðum og fullgerður sá hluti þess sem hýsa mun áðumefnd söfn í byrjun. Síðan, þegar um þau þrengist, verður væntanlega haldið áfram bygging- unni. Sigurður Óskar Pálsson gegnir enn í ársbyrjun 1995 stöðu safnvarðar. Stjóm safnsins var óbreytt til 1989 en þá voru kosin í stjóm Kristinn Kristjánsson (endurkosinn formaður), Amdís Þorvaldsdóttir og Hrafnkell A. Jóns- son. Árið 1992 var stofnað byggðasamlag um safnið og greiða nú sveitarfélög á svæðinu rekstur þess milliliða- laust og eru öll aðilar að safninu. I núverandi stjóm þess sitja: Finnur N. Karlsson, hreppsnefndarmaður í Valla- hreppi, sem er formaður, Ambjörg Sveinsdóttir, formað- ur bæjarráðs á Seyðisfirði, féhirðir, Smári Geirsson, for- seti bæjarstjómar Neskaupstaðar, varaformaður, og þeir Ólafur Ragnarsson, sveitarstjóri á Djúpavogi, og Geir Hólm, safnvörður Sjóminjasafns Austurlands á Eskifirði, meðstjómendur. 93
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.