Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Qupperneq 32
SOFN
Minjasafn Austurlands
Guðrún Kristinsdóttir minjavörður
Þegar sýslunefndir voru lagðar
niður í Múlasýslum og stofnuð hér-
aðsnefnd var aðildin að rekstri
Minjasafns Austurlands endurskoð-
uð. Það var álit héraðsnefndar-
manna að eðlilegra væri að aðrir
stæðu fyrir safninu. Þá var leitað til
allra sveitarfélaga á svæði héraðs-
nefndarinnar og hvatt til samstarfs
um rekstur safnsins. Niðurstaðan
varð sú að 11 sveitarfélög á Héraði
og Borgarfirði ákváðu að ganga í
byggðasamlag um safnið og tilnefn-
ir hvert sveitarfélag mann í fulltrúa-
ráð. Ur fulltrúaráðinu verður kosin
stjórn Minjasafnsins og mun hún
taka við af núverandi stjóm um leið
og byggðasamlagið tekur við rekstri
safnsins af hinum upphaflegu bak-
hjörlum. Sveitarfélögin greiða til
byggðasamlagsins eftir skatttekjum
þannig að þau tekjuhærri greiða
hlutfallslega meira.
Stofndagur byggðasamlagsins
hefur nú verið ákveðinn í apríl
1995. Þangað til er formaður stjóm-
ar safnsins Gunnar Gunnarsson á
Litla-Bakka íTunguhreppi.
Stefnt er að því að ráða forstöðu-
mann að safninu á næstunni og er
það í raun fyrsti starfsmaður þess á
50 ára ferli. Meðal annarra verka
forslöðumanns verður að skipu-
leggja sýningar í nýja safnahúsinu,
sem er líka fyrsta húsnæði safnsins
sem svo getur heitið.
I þessum fyrsta áfanga húsbygg-
ingarinnar fær Minjasafnið stóran
sýningarsal og fullkomna geymslu.
Þar með opnast nýir möguleikar
eins og skipuleg móttaka skólabama
af öllu safnsvæðinu og breytilegar
sýningar af mismunandi tilefnum,
svo nefnt sé eitthvað af því sem
snýr að safngestum. Varðveisluskil-
yrði í safninu batna mjög og verður
hægt að geyma dýrmæta safngripi á
öruggan hátt. I næsta byggingará-
fanga em skrifstofur og sýningarað-
staða sem eykur enn á möguleikana.
Til greina kæmi að opna þar lista-
deild við Minjasafnið. Sem stendur
er þó ekki útlit fyrir að ráðist verði í
þann áfanga. Að sjálfsögðu er stefnt
að miklu og góðu samstarfi hjá
söfnunum þrem í húsinu og að þau
verði forystusöfn hvert á sínu sviði.
Minjasafnið tekur við húsnæði
sínu á fyrri hluta árs 1995 og standa
vonir til að hægt verði að opna hluta
sýningarsalar næsta sumar.
Guðrún Kristinsdóttir fornleifafrœðing-
ur, fœdd 15. janúar 1956, hefur verið for-
stöðumaður Safnastofnunar Austurlands
frá árinu 1984.
LAUNAMÁL
Aðalfundur Launanefndar sveitarfélaga 1994
Aðalfundur Launanefndar sveitar-
félaga var haldinn 14. október sl.
Björn Jósef Amviðarson, bæjar-
fulltrúi á Akureyri, formaður nefnd-
arinnar, flutti skýrslu fráfarandi
stjórnar. Hann skýrði frá því að
nefndin hefði umboð frá 52 sveitar-
félögum til þess að semja við 23
bæjarstarfsmannafélög. Einnig sem-
ur nefndin við Félag leikskólakenn-
ara, Félag íslenskra hljómlistar-
manna, Landssamband slökkviliðs-
manna og nokkur ASI-félög.
Karl Bjömsson, bæjarstjóri á Sel-
fossi, skýrði frá viðræðum nefndár-
innar við Félag leikskólakennara
um ábataskiptakerfi svipað og
Reykjavíkurborg hefur samið um.
Einnig fjallaði Karl um samræmt
starfsmat á Suðurlandi þar sem hug-
myndin er að steypa fjórum starfs-
matsnefndum saman í eina.
Umræður fóru síðan fram um
þessi mál.
I stjórn Launanefndar sveitarfé-
laga til tveggja ára vom kjörin sem
aðalmenn: Bjöm Jósef Amviðarson,
bæjarfulltrúi á Akureyri, sem er for-
maður, Karl Bjömsson, bæjarstjóri á
Selfossi, varal'ormaður, Björn Þor-
steinsson, framkvæmdastjóri lista-
og menningarsviðs í Kópavogi,
Ásta Sigfúsdóttir, bæjarfulltrúi á
Egilsstöðum, og Ingimundur Sigur-
pálsson, bæjarstjóri í Garðabæ.
Sem varamenn vom kosin Gunn-
ar Rafn Sigurbjömsson, bæjarritari í
Hafnarfirði, Þórir Sveinsson, fjár-
málastjóri á ísafirði, Karl Jörunds-
son, starfsmannastjóri á Akureyri,
Ólafur Hilmar Sverrisson, bæjar-
stjóri í Stykkishólmi, og Jóhanna
Reynisdóttir, sveitarstjóri Vatns-
leysustrandarhrepps.
Lúðvík Hjalti Jónsson, viðskipta-
fræðingur á skrifstofu sambandsins,
er starfsmaður launanefndarinnar.
94