Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Síða 39
MÁLEFNI ALDRAÐRA
í leikfimisal Glmlls. Á myndlnnl eru, taliö frá vinstri, Kristín Kristvarösdóttir, Svala Eyj-
ólfsdóttir og Aagot Vilhjálmsson. Greinarhöfundur tók myndirnar nema myndina af
Gimli.
hér er m.a. til þess að koma þeim á
framfæri þess opinbera og vera laus
við áhyggjur af umönnun viðkom-
andi einstaklings í heimahúsum.
Þegar aldrað fólk sér fram á að
það muni þurfa meiri þjónustu en
unnt er að veita í heimahúsum fer
það að reyna að komast inn á um-
önnunarstofnun. Þegar möguleikar á
því eru í sjónmáli gerir það ráðstaf-
anir til þess að eignir þess og verð-
mæti renni smám saman til erfingja.
Síðan á ríkið eða sveitarfélagið að
sjá um framfærslu þess.
Oörugg heimilisaðstoð og heima-
hjúkrun ýta undir þessa þróun.
Gamalt fólk lifir lengur en áður
og þarfnast umönnunar fremur en
lækningar. Það vekur athygli þeirra
sem koma inn á Hrafnistumar hjá
DAS að þar hittir maður fyrir full-
frískt fólk sem fer allra sinna ferða
um bæinn og sumir aka sínum eigin
bílum.
Það rennir stoðum undir þá skoð-
un að forráðamenn öldrunarstofnana
færist undan því að taka þunga og
kostnaðarsama einstaklinga inn, en
taki fremur inn hressara fólk til þess
að létta ímynd og andrúmsloft
stofnunarinnar.
Vistunarmatið hefur þó leitt til
þess að færra frískt fólk fær inni á
þessum stofnunum en áður.
Margir aldraðir einstaklingar í
Reykjavík búa nú „heima“ við
þröngan kost og ófullnægjandi að-
stæður, aðrir eru inni á lúxusstofn-
unum þar sem skattgreiðendur reiða
fram um sjö þúsund krónur á dag
fyrir umönnun hvers vistmanns.
Þegar hið opinbera stendur ekki
undir því að gera öllum jafn hátt
undir höfði í öldrunarþjónustunni
þarf að taka alla þætti hennar til
endurskoðunar og finna nýjar fjár-
mögnunarleiðir. Það verður ekki við
það unað að fólk sem fellur undir
vistunarmatið og er í brýnni þörf
fyrir pláss komist ekki að.
III. Öldrunarlækninga-
deildir
I byrjun árs 1995 er aldur Reyk-
víkinga sem hér segir:
70 ára og eldri 9.590
80 - - - 3.288
90 - - - 500
Öldrunarlækningadeildir í
Reykjavíkurhéraði eru með 54 rúm
á Borgarspítala og 54 á Landspítala
eða samtals 108 rými.
Dvalar- og hjúkrunarrými eru
samtals 709.
Tillögur starfshópsins aó
forgangsröóun
Tillögur starfshópsins að for-
gangsröðun eru m.a. að efla heima-
þjónustuna með kvöld-, helgar- og
næturvöktum, starfsréttindanámi,
fjölga stoðbýlum, styrkja heima-
þjónustuhverfm og auka hjúkrunar-
rými.
Hvað snertir fyrirhugaðar hjúkr-
unaríbúðir við Eir, þar sem ætlast er
til þess að frískur aldraður einstakl-
ingur annist þurfandi maka sinn
með aðstoð hjúkrunarfólks frá Eir,
er það að segja að reynslan hefur
sýnt að við þær aðstæður eru innan
skamms komnir tveir sjúklingar í
stað eins.
í lok skýrslunnar er tekið fram að
starfshópurinn hafi fyrst og fremst
talið það hlutverk sitt að leggja fram
tillögur byggðar á faglegu mati um
hvað brýnast sé að gera í málefnum
aldraðra Reykvíkinga. Framhaldið
ráðist síðan af ákvörðunum pólitískt
kjörinna fulltrúa sem ákveði hve
mikið fjármagn fari til þessa mála-
flokks.
Eins og ástandið er nú í atvinnu-
og efnahagsmálum okkar, er það
ekki líklegt að pólitískt kjömir full-
trúar, hvaða stjómmálaflokks sem
er, töfri fram aukið fjármagn til
öldrunarþjónustunnar.
Tillögur greinarhöfundar
um forgangsrööun í
öldrunarþjónustu
Tillögur greinarhöfundar að for-
gangsröðun í öldrunarþjónustu eru
þessar:
1) Að gera könnun á þjónustuþörf
70 ára og eldri - úrtak: þeir sem búa
heima, eru í þjónustuibúðum, á dag-
heimilum, vistrýmum og hjúkmnar-
rýmum.
Byggja á niðurstöðum úr þeirri
könnun og virða óskir aldraðra
sjálfra um tilhögun öldmnarþjónust-
unnar.
2) Til þess að mæta auknu um-
fangi öldrunarþjónustunnar á kom-
andi ámm þarf að hækka þjónustu-
gjöldin á þeim sem em færir um að
1 O 1