Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Síða 45

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Síða 45
ATVINNUMÁL festu þá eiga aðilar vinnumarkaðar- ins að geta komið á einn stað til að fá upplýsingar, ráðgjöf og þjónustu varðandi atvinnumál. Það er því nauðsynlegt að skapa samstöðu um þessa nýju skrifstofu og auka þannig möguleikana að vel til takist. Skrifstofa þessi framkallar ekki ein nein kraftaverk en ljóst er að miklar væntingar eru til hennar og margir vildu sjá árangur í gær. Nú þegar eru verkefnin orðin um 50 talsins sem borist hafa skrifstofunni á einn eða annan hátt. Sýnir það okkur þörfina fyrir einn stað þar sem aðilar geta fengið ráðgjöf og eða aðra þjónustu. En við verðum að láta staðreyndir tala. I slíkum málum sem atvinnu- uppbygging og nýsköpun er þarf að ganga eitt skref í einu og reyna að tryggja sem best framhaldið. Það er sagt að góðir hlutir gerist á löngum tíma og verðum við að minnast þess í þeim verkefnum er við vinnum að hverju sinni. Ef hugað er að fortíðinni, en hana verðum við sífellt að skoða til þess að geta lært af mistökum sem gerð hafa verið og þeim framförum sem vel hefur tekist til með, þá ein- kenndist hún ef til vill meira af ýmsum einyrkjabúskap þar sem markmiðin voru góð en starfs- og valdsvið voru ekki skilgreind nógu vel. Boðleiðir til sveitarfélaganna voru ekki nógu vel skilgreindar, þannig að áherslur sem sveitar- stjómarmenn settu sér komust ekki nægilega vel til skila í þeim mark- miðum sem þeir voru að vinna að fyrir sveitarfélagið í atvinnumálum. Eitt fyrsta verkefni markaðs- og atvinnumálanefndar Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna var að senda tillögur til bæjarstjómar um starfs- svið nefndarinnar, en bæjarstjórn óskaði þess sama af öllum nefndum á vegum sveitarfélagsins. Þar vom sett fram skýr starfssvið og skipurit yfir hvaða verkefnum skrifstofan ætti að vinna að fyrir hið nýja sveit- arfélag. Þær tillögur vom samþykkt- ar með smávægilegum breytingum. Með þeirri samkeppni sem orðin er um bæði innlenda sem erlenda fjárfesta þá verður að skapa þannig aðstöðu í sveitarfélaginu að þeir geti leitað á einn stað og fengið þær upplýsingar sem þeir þurfa og/eða ef upplýsingamar em ekki til þá sé hægt frá einum stað að afla þeirra. Skapa þarf aðstöðu þar sem hægt er að sækja á markaðinn, kynna sveit- arfélagið og það sem þar er að bjóða og fá hingað aðila til að fjárfesta, bæði innlenda sem erlenda, í at- vinnulífinu. Markmiöió Við eigum ekki að bíða eftir verk- efnunum heldur sækja þau þar sem þess er kostur og vera sífellt vak- andi eftir tækifærum sem nýta mætti. Fjölga þarf minni og meðal- i stórum fyrirtækjum á svæðinu sem stuðlar að fjölgun atvinnutækifæra. Tryggja verður gmnn traustra fyrir- tækja sem eru í rekstri á svæðinu. Örva þarf nýsköpun og þróun af öllu tagi með fmmkvæði hins nýja sveitarfélags í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins. Til þess að nálg- ast þetta markmið þarf að nýta framúrskarandi aðstöðu svæðisins. Þar má nefna mikið landrými, frá- bærar samgönguleiðir til markaða innan lands sem utan, mikla varma- orku, blómlegt menningarlíf, vel menntað vinnuafl, mikla möguleika í ferðaþjónustu, nálægð við fiski- miðin og þekkingu í sjávarútvegi. Með þessi markmið í huga er hægt að tryggja frekar hér á svæð- inu atvinnu til framtíðar fyrir alla þá sem eru í atvinnuleit. Öryggi fjöl- skyldunnar er í húfi þegar atvinna er annars vegar. Þess vegna þarf að beita sér fyrir því að vinna skipu- lega að því að ná þessum markmið- um og reyna að tryggja hagsmuni allra bæjarbúa til framtíðar. Forskot og framúrskarandi að- stæður hafa ávallt í sögunni verið þessu svæði til framdráttar. Má þar nefna til dæmis að á þessu svæði var einn af aðalverslunarstöðum landsins við upphaf verslunar á Is- landi, sjávarútvegur hefur verið stundaður hér frá aldaöðli, við stað- arval millilandaflugvallar varð þetta svæði fyrir valinu vegna bestu skil- yrða og loks er hér eitt best setta og tæknivæddasta varmaorkuver á Is- landi, þótt víðar væri leitað. Ef okk- ur tekst að halda þessu forskoti með því að nýta þessar aðstæður þá er meiri möguleiki að tryggja þar með atvinnu. Friðjón Einarsson framkvæmdastjóri Markaðs- og atvinnu- málaskrifstofu Keflavík- ur-Njarðvíkur-Hafna —^ Friðjón Ein- arsson hefur p verið ráðinn framkvæmda- [l JjÍJ stjóri Markaðs- og atvinnumála- skrifstofu Kefla- ^víkur-Njarðvík- ur-Hafna. Hann er fæddur 1. nóvember 1956 á ísafirði og eru foreldrar hans Herdís E. Jónsdóttir húsfreyja og Einar B. Ingvarsson, fyrrv. úti- bússtjóri Landsbanka íslands á ísa- firði og aðstoðarmaður sjávarút- vegsráðherra. Friðjón lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjömina árið 1976, kennarapróft frá Kennarahá- skóla Islands 1982 og master-gráðu í Human resource management frá Salve Regina University árið 1994. Hann var skíðakennari og þjálf- ari í Noregi árin 1976 til 1980, kennari og forstöðumaður félags- miðstöðvar í Garðabæ 1982-1985, vaktstjóri hjá Arnarflugi hf. í Reykjavík 1985-1987 og stöðvar- stjóri fyrir Grönlandsfly í Keflavík 1987-1992. Eiginkona Friðjóns er Sólveig Guðmundsdóttir námsmaður og eiga þau tvær dætur og tvær fóstur- dætur. 1 07

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.