Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Side 52

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Side 52
HITAVEITUR Réttlátara sölukerfi Hitaveitu Rangæinga! Ingvar Baldursson hitaveitustjóri Forsaga Hitaveita Rangæinga var stofnuð 13. nóvember 1981 af Rangárvallahreppi, Hvolhreppi og Holtahreppi. Veit- an var tekin í notkun haustið 1982 og var vatnið tekið úr borholu við Laugaland í Holtum. Veitan þjónar íbúum Hellu, Hvolsvallar og nokkrum hluta Holta- og Landsveitar. Fjöldi húsveitna er um 520. í byrjun árs 1994 samþykkti stjóm Hitaveitu Rangæ- inga að breyta sölukerfi hitaveitunnar. Tilgangurinn var að jafna hitunarkostnað viðskiptamanna þannig að hver um sig greiddi í sem réttustu hlutfalli við þá orku sem hann fær afhenta úr vatninu. Stjómendum veitunnar var löngu ljóst að mikill ójöfn- uður ríkti milli einstakra viðskiptavina vegna þess að þeir fengu misjafnlega heitt vatn en greiddu sama verð fyrir hvert tonn. Þetta vandamál er raunar þekkt meðal nær allra veitna landsins. Fram að þessu hafa hins vegar ekki verið til nægilega góðar aðferðir til að bæta við- skiptavinum upp varmatapið í dreifikerfinu. Eftir að Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar og RARIK fyrir hitaveituna á Siglufirði tóku upp leiðréttingu vegna vatnshita var ákveðið að taka upp sama kerfi hjá Hita- veitu Rangæinga. Kerfið er hannað hjá WVS-verkfræði- þjónustunni. Bætt staða Fyrstu rekstrarár veitunnar einkenndust af ýmsum fjár- hagslegum og tæknilegum erfiðleikum. Komu þar til nokkrir samverkandi þættir sem gerðu það að verkum að taka varð afdrifaríkar ákvarðanir og oft óvinsælar ef tryggja átti farsæla framtíð veitunnar. Með samstöðu, markvissum ákvörðunum og stuðningi stjómvalda hefur fjárhagsstaða veitunnar batnað veru- lega, sjá 1. skýringarmynd. Nú er svo komið að rekstraröryggi veitunnar hefur stórbatnað og hún stendur tæknilega vel að vígi. Þá er Kyndlstöð Hitaveitu Rangæ- inga á Hvolsvelli sem reist var sumariö 1988. Þangaö er vatniö leitt frá Lauga- landi. Dæling er alsjálfvirk og hraöastýring sér um aö stjórna dælingu á hag- kvæmasta máta. Talsverð kæling veröur á vatninu á leiöinni frá Laugalandi aö Hvolsvelli og er þaö hitaö upp í 74'C áöur en þaö er leitt inn á Hvolsvöll. 1 1 4

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.