Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Page 53

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Page 53
HITAVEITUR Fannar Jónasson stjórnar- formaöur (frá 1983) og Ingv- ar Baldursson hItaveitustjóri (frá 1984) í kyndistööinni viö Hvolsvöll. í stööinni er 1 MW lágspenntur rafskautaketill og svartolíuketill til vara. Tölvubúnaöur sér um tiltek- iö eftirlit og gagnaskrán- ingu. Myndirnar meö grein- inni tók Ottó Eyfjörö. vatnsstaðan á virkjunarsvæðinu betri en oft áður sem fyrst og fremst stafar af aukinni endurhitun vatns í kyndistöðinni. Raunlækkun upphitunarkostnaöar Stöðugur opinber samanburður á orkuverði og upphit- unarkostnaði hitaveitna hefur verið mjög misvísandi og stundum gefið ranga mynd af upphitunarkostnaði not- enda Hitaveitu Rangæinga. Gjaldskráin var meðal þeirra hæstu á landinu fyrstu rekstrarárin en hefur lækkað að raungildi á undanfömum ámm, sjá 2. skýringarmynd. Varmareikningurinn Hitaveitan leitast nú við að tryggja sama vatnshita við bæjarmörk Hellu og Hvolsvallar, nánar tiltekið 74°C. Verður þetta jafnframt viðmiðunarhiti gagnvart gjald- skrá veitunnar. Hjá því verður ekki komist að notendur fái misheitt vatn vegna kælingar í dreifikerfinu. Eftir því sem vatnið kólnar minnkar varminn sem notendur geta nýtt í ofnum sínum. Hver notandi fær leiðréttingarstuðul sem fram kemur á hitaveitureikningi hans og kemur leiðréttingin fram sem sérstakur afsláttur á reikningi. Sérstakt reiknilíkan er notað til útreikninganna. Afslátturinn Nú er liðið eitt ár frá því að Hitaveita Rangæinga hóf að veita afslátt af hitaveitureikningum viðskiptavina sinna vegna mismunandi vatnshita og því komin nokkur reynsla af þessari tilhögun. Ovissa ríkti um hver notkun- in yrði eítir að vatnshita yrði breytt og jafnframt hvemig viðskiptavinir veitunnar brygðust við lækkaðri gjaldskrá. Hér á eftir verða sýndar niðurstöður leiðréttingarinnar samkvæmt ársuppgjöri veitunnar í janúarmánuði 1995. Vatnsnotkunin A 3. og 4. skýringarmynd er sýnd dreifing ársnotkunar á Hellu og á Hvolsvelli árið 1994, eftir að hitajöfnunin á milli bæjanna átti sér stað. Sjá má að dreifingin er orðin mjög svipuð í báðum bæjunum og að flestir viðskipta- vinir veitunnar nota 1,2-1,4 tonn af vatni á ári fyrir hvem m3 (rúmmetra) í hússtærð. Leiörétting á milli notenda I desember 1994 var lesið á alla hitaveitumæla og kæl- ing vatnsins í dreifikerfinu endurreiknuð. Þannig eru leiðréttingarstuðlar aðlagaðir breytingum í notkun á milli ára, fjölgun notenda o.fl. Er fyrirhugað að slíkt endurmat fari fram árlega samfara mælaálestri og ársuppgjöri. Á 5. og 6. skýringarmynd er sýnt yfirlit yfir dreifingu endurreiknaðra leiðréttingarstuðla á Hellu og Hvolsvelli. Sjá má að dreifingin er svipuð í báðum bæjunum og get- ur numið allt að 30% hjá einstökum notendum. Jöfnun hitunarkostnaöar Hjá öllum hitaveitum er vatnsnotkun notenda mis- mikil sem ekki verður skýrð nema sem mismunandi neysluvenjur þeirra. Þó er ljóst að vatnshiti hefur hér mikið að segja. Á 7. og 8. skýringarmynd er sýndur samanburður á raunkostnaði við upphitun húsa í nokkrum götum á Hellu og á Hvolsvelli árið 1994. Úrtakið er valið þannig að húsin séu sem líkust að gerð og stærð og búi við hlut- 1 1 5

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.