Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Qupperneq 56

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Qupperneq 56
UMHVERFISMAL Sorpstöð Rangárvallasýslu bs. Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, sveitarstjóri Rangárvallahrepps ogformaður stjórnar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu hs. Síðla árs 1990 komu saman sveit- arstjórnarmenn frá Rangárvalla- hreppi og Hvolhreppi í Rangárvalla- sýslu og ræddu nauðsyn þess að koma sorpförgunarmálum þessara sveitarfélaga í betra horf en þá var. Ahugi var fyrir því hjá sveitarstjóm- unum að hafa samvinnu um úrlausn í málaflokknum. Valin var sameiginleg undimefnd frá báðum hreppunum til þess að leita að heppilegu landi fyrir mót- töku, flokkun og urðun. Fulltrúar Hvolhrepps töldu að lítið eða ekkert land fyndist innan marka þess sveit- arfélags fyrir þessa starfsemi og varð úr eftir samráð við fagmenn á þessu sviði að velja starfseminni stað í landi jarðarinnar Strandar á Rangárvöllum sem er í eigu Rangár- vallahrepps. Þegar hér var komið sögu í byrjun árs 1991 var ákveðið að stækka hópinn og var aðildarsveitarfélögum héraðsnefndar Rangárvallasýslu (þá 11) boðið að taka þátt í stofnun byggðasamlags um sorphirðu og sorpförgun fyrir alla sýsluna. Á veg- um héraðsnefndarinnar var myndað- ur vinnuhópur sem fékk það hlut- verk að sækja um starfsleyfi að Strönd og undirbúa að öðru leyti stofnun byggðasamlags um málefn- ið. í ágúst 1991 var gefið út starfs- leyfi fyrir móttöku, flokkun og tak- markaða urðun á sorpi að Strönd. Byggöasamlag stofnaö Eftir að starfsleyfið var fengið var settur kraftur í að koma á byggða- samlagi um þetta verkefni. Farið var mjög vandlega yfir alla möguleika í þessu verkefni af hálfu vinnuhópa sem héraðsnefndin myndaði. Svo fór að undirbúningur og umræða dróst nokkuð á langinn og það var ekki fyrr en árið 1993 sem tókst að ná samstöðu sjö sveitarfélaga af tíu, sem þá voru orðin í sýslunni, um stofnun byggðasamlagsins. Helsti þrándur í götu í undirbúningi að starfseminni var mikill kostnaðar- auki frá því sem áður var. Byggðasamlagið Sorpstöð Rang- árvallasýslu bs. var stofnað þann 27. maí 1993 að Gunnarshólma í Aust- ur-Landeyjahreppi. Það er í eigu sjö sveitarfélaga. Þau eru Austur- Land- eyjahreppur, Vestur-Landeyja- hreppur, Hvolhreppur, Rangárvalla- hreppur, Djúpárhreppur, Holta- og Landsveit og Ásahreppur. Sorpstöð Rangárvallasýslu bs. á aðild að Sorpstöð Suðurlands sem rekur urðunarstöð að Kirkjuferjuhjálegu í Ölfushreppi Starfssvæöiö aö Strönd Bygging starfssvæðisins að Strönd í Rangárvallahreppi var boð- in út síðla árs 1993 og hófust fram- kvæmdir í ársbyrjun 1994. Skipu- lagsstofan Heiði í Rangárvalla- hreppi gerði aðal- og deiliskipulag yfir svæðið og verkfræðistofan Hönnun hf. hannaði urðunargryfjur, frárennslis- og hreinsikerfi og vann aðra verkfræðivinnu við fram- kvæmdina og annaðist eftirlit með verktökum. Sorphirða og rekstur starfssvæðis- ins að Strönd var sömuleiðis boðinn út í árslok 1993. Mörg fyrirtæki buðu í verkefnið, bæði af Suður- landi og höfuðborgarsvæðinu. Lægstbjóðandi var Gámastöðin hf. í Reykjavík og var gerður samningur til fimm ára við það fyrirtæki um reksturinn. Gámastöðin hf. hóf starfsemi sína í sýslunni 1. mars 1994. Rekstur starfssvæðisins að Strönd hófst 25. maí 1994 eftir formlega opnunarathöfn. Að Strönd er alhliða móttöku- og flokkunarstöð fyrir hvers konar úr- gang auk takmarkaðrar urðunar á vissum tegundum úrgangs svo sem sláturúrgangs. Á starfssvæðinu í Rangárvalla- sýslu eru u.þ.b. 35 gámavellir og þar af nokkrir „aðalgámavellir“ sem svo eru nefndir. Á minni gámavöll- um er venjulega einn gámur sem einkum er ætlaður fyrir heimilis- sorp. Losað er úr þeim gámum hjá Sorpstöð Suðurlands. Á stærri gámavöllum er reiknað með að verði fleiri gámar og að notendur flokki í þá sorp þannig að sumt verði hæft til meðferðar á starfs- svæði SR að Strönd og annað fari til Sorpstöðvar Suðurlands. 1 1 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.