Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Side 59

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Side 59
UMHVERFISMAL Umhverfismál í dreifbýlissveitarfélagi Þórir Jónsson, oddviti Reykholtsdalshrepps Umhverfismál eru orðin einn af mikilvægustu málaflokkum í nú- tímaþjóðfélagi, ekki hvað síst í iðn- væddum þjóðfélögum í hinum vest- ræna heimi. En hvað kemur það okkur við hér á eylandi norður við Dumbshaf, þurfum við að hugsa um slíkt, er ekki allt í lagi á Islandi, er ekki allt hreint hér, silfurtært and- rúmsloft, kristaltærar uppsprettur og ómengaðir fjallalækir á hverju strái? Við sem byggjum þetta land telj- um mörg svo vera og efalaust eru margir erlendir gestir okkar á sama máli. En ég tel að við verðum að halda vöku okkar og gæta þess sem við nú höfum. Jafnframt þurfum við að vinna að því að bæta umhverfi okkar á allan mögulegan hátt því við höfum gengið illa um náttúru landsins. Þessu er fyrst og fremst að kenna hugsunarleysi og hin gömlu fleygu orð „lengi tekur sjórinn við“ eru alls ekki í takt við nútímann. Það er þó þannig að allt sem við lát- um frá okkur fer með einum eða öðrum hætti til sjávar. En sjórinn er og hefur ávallt verið okkar matar- kista og gjaldeyrisforði og svo verð- ur um ókomna tíð ef við Islendingar berum gæfu til að umgangast með sómasamlegum hætti náttúru þessa lands. Margt er það í rekstri sveitarfé- laga sem flokka má undir umhverf- ismál, svo sem almenningsgarðar, opin svæði, skógrækt, sorpeyðing og fráveitur, svo eitthvað sé nefnt. Hér á Vesturlandi hefur sveitarfé- lögunum því miður enn ekki tekist að finna sameiginlega lausn á frá- gangi sorps sem allir geta sætt sig við, þrátt fyrir mikla vinnu sem lögð hefur verið í þann málaflokk, en það er von mín að sameiginleg lausn finnist á þessum vanda Vesturlands sem allra fyrst. Frágangur skólps í Reyk- holtsdalshreppi Það sem mig langar til að fjalla hér um í stuttu máli er frágangur skólps í dreifbýli og hvemig við í Reykholtsdalshreppi höfum unnið að því að koma þessum málum í viðunandi horf. Yfirleitt þegar fjallað er um frá- rennslismál er það bundið við þétt- býlið en lítið er fjallað um dreifbýl- ið. Við sem byggjum dreifbýlið þurfum einnig að gæta að því að frárennslismál séu í eins góðu ásigkomulagi og nokkur kostur er ef við viljum tala um Island sem land hreinleikans og framleiða ómenguð matvæli. Nú er það svo að þegar byggð eru íbúðarhús eða sumarbústaðir í sveit- um landsins fást ekki samþykktar teikningar nema á teikningum komi fram hvar rotþró skal vera og loka- úttekt fæst ekki fyrr en gengið hefur verið frá rotþró á fullnægjandi hátt. En við þurftum að beita okkur fyrir því að leysa fortíðarvandann því við fæst af eldri húsum í hreppnum eru rotþrær og því þurfti að koma í við- unandi horf. Hér í Reykholtsdalshreppi eru á hverju hausti haldnir borgarafundir að frumkvæði sveitarstjórnar um málefni sveitarfélagsins. A þessum fundum hafði í tvígang verið sam- þykkt áskorun til íbúanna um að frá- rennslismálum við bæina yrði kom- ið í viðunandi horf með því að koma fyrir rotþró við hvern bæ. Ekkert gerðist í þessum málum í framhaldi af framangreindum álykt- unum. Það var svo á borgarafundi haustið 1991 að samþykkt var áskorun til sveitarstjórnar að hún beitti sér fyrir átaki til úrbóta í frá- rennslismálum hreppsins og að sveitarsjóður fjármagnaði hluta framkvæmdarinnar ef það mætti verða til þess að árangur næðist í þessu þarfa verkefni. A árinu 1992 hófst undirbúningur að framangreindu átaki. I byrjun fór byggingarfulltrúi hreppsins á alla bæi í hreppnum og gerði úttekt á ástandi frárennslis á hverjum bæ og skilaði skýrslu til sveitarstjómar. Það verður að segj- ast eins og er að ástandið var vægast sagt slæmt. Meira en helmingur heimila í hreppnum var annaðhvort með alls enga eða ófullnægjandi rotþró. í framhaldinu var ákveðið að gera þeim íbúum það tilboð að þeir 1 2 1

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.