Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Síða 63
ÝMISLEGT
Skólafólk á varðskipunum
Á sl. vori óskaði Landhelgisgæsl-
an eftir samstarfi við sambandið um
skipulag kynnis- og fræðsluferða
fyrir unglinga með varðskipum sl.
sumar. Sambandið varð við þessum
tilmælum og var farin sú leið að
velja skóla úr hinum ýmsu sveitar-
félögum sem víðast um land og gefa
þeim kost á að senda einn eða tvo
nemendur úr 10. bekk grunnskóla,
þ.e. á aldrinum 15-17 ára, í ferðim-
ar. Samtals tóku 43 unglingar frá 23
sveitarfélögum þátt í níu ferðum,
mest sex nemar í hverri ferð. Þeir
skiptust þannig milli skipa að 21 var
um borð í Tý, 14 um borð í Ægi og
8 um borð í Oðni.
Sambandið hafði milligöngu milli
Landhelgisgæslunnar og hinna
ýmsu skóla við val á unglingum og
var reynt að sjá um að þeir kæmu
frá sem flestum stöðum. Sveitar-
félögin styrkja unglingana til ferð-
arinnar.
Starfsþjálfun
Þegar nemamir komu um borð í
varðskipin var byrjað á að fara með
þá í svokallaða nýliðafræðslu, þan-
nig að þeim yrði kunnugt um hvem-
ig standa ætti að neyðar- og örygg-
isatriðum um borð. Nemunum var
skipt niður á vaktir, þrír gengu sjó-
vaktir, einn var á dagvakt á þilfari,
einn vann í eldhúsi og einn var á
vakt í vélarrúmi. Hver hópur gekk
sína vakt í þrjá sólarhringa. Á hverri
vakt nutu nemarnir stöðugrar til-
sagnar þeirra sem stjómuðu störfum
hverju sinni, svo sem stýrimanna,
vélstjóra, bryta og bátsmanns. Á
vakt á stjómpalli lærðu nemamir að
stýra, þeir lærðu á kompás, varð-
stöðu og að fylgjast með veðri og
neyðarbylgjunum og fræddust um
ýmis atriði varðandi siglinguna. Á
dagvakt unnu nemamir við ýmiss
konar viðhald á skipinu og tækjum
þess. Á vélavaktinni fylgdust þeir
með störfum vélstjóra og tóku þátt í
hreingemingum. Á eldhúsvaktinni
unnu þeir við framreiðslu, hrein-
gemingar og lærðu að skræla kart-
öflur í eldhúsi, svo vitnað sé í bréf
Hafsteins Hafsteinssonar, forstjóra
Landhelgisgæslunnar, þar sem hann
þakkar sambandinu samstarfið á
síðasta sumri og býður upp á áfram-
haldandi samvinnu, „auk þess sem
þeir kynntust almennt sjómennsku
og aganum um borð“, bætir hann
við í bréfi sínu. Skólafólkið kynntist
með öðrum orðum öllum þeim
störfum sem máli skiptir um borð í
varðskipunum meðan á dvöl þeirra
stóð, einnig sjóvinnu, þ.e. að hnýta
hnúta og splæsa, brunavörnum,
skyndihjálp og fleira.
Holl uppeldisáhrif
„Ætla má að dvöl þessi hafi haft
holl uppeldisáhrif á þá og örvað
áhuga þeirra á sjómennsku,“ segir í
greinargerð Landhelgisgæslunnar
um reynsluna frá síðasta sumri.
„Nemamir féllu vel að umhverfínu
um borð og fór vel á með þeim og
skipverjum. Þeir voru áhugasamir
um störf sín og féllu strax vel að
allri reglu og háttum við skipsaga
og buðu af sér góðan þokka. Ekki
var annað að heyra en varðskips-
menn hefðu haft bæði gaman og
gott af veru nemanna um borð.
Þessar ungu sálir lífguðu talsvert
upp á lífið um borð og þótti viðvera
þeirra ágætis tilbreyting frá hinu
hefðbundna varðskipslífi. „Mér
skilst að varðskipsmenn sjálfir hafi
líka lært margt af því að takast á við
uppfræðslustarfið," sagði Jón
Magnússon, lögmaður Landhelgis-
gæslunnar, í samtali við Sveitar-
stjómarmál. Jón tók á móti hverjum
nýjum hópi sem kom um borð,
sýndi þeim kvikmynd og sagði
þeim frá starfi Landhelgisgæslunn-
ar. „Reynslan hefur orðið sú sem
Sigurður Bjamason frá Vigur hafði
gert sér vonir um er hann fyrir fjöl-
mörgum árum fékk samþykkta á
Alþingi tillögu um hliðstæða tilhög-
un og nú hefur komist á - en tillaga
Sigurðar á sínum tíma var aldrei
framkvæmd," bætti Jón við.
Af hálfu skrifstofu sambandsins
annast Guðrún S. Hilmisdóttir verk-
fræðingur samskipti milli skólanna
og Landhelgisgæslunnar um verk-
efni þetta. 1 sumar er að hennar sögn
fyrirhugað að velja önnur sveitar-
félög til að tilnefna þátttakendur en
þau sem valin vom sl. sumar.
Fjórir piltar og tvær stúlkur á gúmbáti um borö íTý. Ljósm. Landhelgisgæslan.
1 25