Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Qupperneq 4

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Qupperneq 4
FORUSTUGREIN Endurskoðun húsaleigubótakerfisins og félagslega íbúðakerfisins Nú stendur yfir endurskoðun húsaleigubótakerfisins og félagslega íbúðakerfisins í nefndum sem félagsmála- ráðherra hefur falið það verkefni. Sveitarfélögin gegna þýðingarmiklu hlutverki varðandi framkvæmd þessara mála samhliða því að ábyrgð þeirra og fjárhagslegar skyldur eru miklar. Á vettvangi sambandsins hefur að undanfömu mikil vinna verið lögð í úttekt og gerð til- lagna um breytingar á húsaleigubótakerfinu og á félags- lega rbúðakerfinu með það að markmiði að sníða af kerfunum alvarlega ágalla og laga þau að breyttum að- stæðum. Fyrirkomulag á greiðslu húsaleigubóta og fram- kvæmd félagslega íbúðakerfisins þarf að vera með þeim hætti að kostir þeirra nýtist tekjulágum fjölskyldum um land allt. Óbreytt fyrirkomulag þessara mála leiðir til þess að það gerist ekki. Mörg sveitarfélög hafa ekki treyst sér til að taka upp greiðslu húsaleigubóta vegna ýmissa annmarka á núverandi kerfi og kaup félagslegra íbúða eru víða um land ekki fýsilegur kostur fyrir lág- launafólk vegna þess að félagslegu íbúðimar eru dýrari en íbúðir á almennum markaði. Afleiðingamar eru þær að í mörgum sveitarfélögum eiga tekjulágar fjölskyldur ekki rétt á húsaleigubótum og vegna kaupskyldunnar og mikilla innlausna óseljanlegra félagslegra íbúða em fjár- hagslegar skuldbindingar sveitarfélaganna orðnar óviðráðanlegar. Forsenda þess að öll sveitarfélög taki upp greiðslu húsaleigubóta er að samkomulag náist milli ríkis og sveitarfélaga um grundvallaruppstokkun á kerfinu og fjárhagshlið þess. • Ríkissjóður leggi fjármuni til húsaleigubóta, sem sam- svari því að öll sveitarfélög hafi greitt húsaleigubætur. • Húsaleigubætur verði skattfrjálsar eins og annars staðar á Norðurlöndunum og vaxtabætur og annar opin- ber stuðningur við öflun húsnæðis hér á landi. • Húsaleigubætur nái til alls leiguhúsnæðis óháð eign- arformi þess, m.a. til leiguhúsnæðis ríkis og sveitar- félaga. Mikilvægt er að félagslega íbúðakerfið verði gert sveigjanlegra en núgildandi kerfi og að það geti tekið mið af misjöfnum aðstæðum í sveitarfélögunum auk þess sem á því þarf að gera fjölmargar umbætur. • Sveitarfélögin þurfa að geta valið um að halda áfram í endurskoðuðu félagsíbúðakerfi eða taka upp félagsleg lán til einstaklinga til kaupa íbúða á frjálsum markaði. • Sveitarfélögum verði heimilt að selja félagslegar eignaríbúðir á markaðsverði eða breyta þeim í félagsleg- ar leiguíbúðir. • Lækkun íbúðaverðs skiptist hlutfallslega milli sveitar- félags og Byggingarsjóðs verkamanna. • Við endursölu félagslegra íbúða falli kaupskylda sveit- arfélaganna niður. • Vextir í félagslega íbúðakerfinu verði breytilegir eftir tekjum lántakenda. • Lánaumsýsla félagslegra íbúðalána verði færð frá Húsnæðisstofnun ríkisins til banka, sparisjóða og ann- arra fjármálastofnana. • Rétta þarf hlut Byggingarsjóðs verkamanna til að hann geti gegnt hlutverki sínu en fjárhagslega er sjóðurinn að þrotum kominn. Samræma þarf endurskoðun húsaleigubótakerfisins og félagslega íbúðakerfisins en bæði þessi stuðningskerfi þjóna því sama markmiði að auðvelda tekjulágu fólki að standa undir húsnæðiskostnaði. Skilvirkt húsaleigubóta- kerfi dregur jafnframt verulega úr þörl' á byggingu fé- lagslegra íbúða. Sú vinna sem sambandið hefur lagt af mörkum við at- hugun þessara mála ætti að nýtast vel í endurskoðunar- vinnunni. Mikilvægt er að til þess verks verði gengið með opnum huga og af víðsýni. Það er sameiginlegt hagsmunamál ríkis, sveitarfélaga og skjólstæðinga þess- ara stuðningskerfa að þeim sé breytt í Ijósi fenginnar reynslu og breyttra aðstæðna. Þórður Skíilason 66
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.