Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Page 6

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Page 6
AFMÆLI Sauöárkrókur. Ljósm. Pétur Ingi Björnsson. Sauðárkrókur vaxandi bær Steinunn Hjartardóttir, forseti bæjarstjórnar Sauðárkróks Um þessar mundir er fagnað afmælisári á Sauðárkróki. Sauðkrækingar hafa ærna ástæðu til að halda upp á afmæli því árin 1996 og 1997 marka mörg tímamót í sögu bæjarins. Árið 1871 reisti fyrsti íbúinn, Ámi Ámason klénsmiður, hús sitt á Sauðárkróki og eru því 125 ár frá fyrstu föstu búsetu þar, en 14 ámm áður, árið 1857, fékk Sauðárkrókur verslunar- leyfi og því eru liðin 140 ár frá því að Friðrik sjöundi Danakonungur löggilti Sauðárkrók sem verslun- arstað. Árið 1997 eru 90 ár frá því að Sauðárkrókur varð sérstakt sveitarfélag og einnig eru 50 ár frá því að Sauð- árkrókur fékk kaupstaðarréttindi. Sauðárkrókur hefur vaxið stöðugt frá upphafi byggð- ar, en mest frá því að bærinn fékk kaupstaðarréttindi. Árið 1947 vom íbúar Sauðárkróks tæplega 990 en em nú í kringum 2800. Má segja að Sauðárkrókur sé einn fárra staða á landsbyggðinni þar sem stöðug fólksfjölgun hefur verið untfram lands- meðaltal. Bæjarstjórn Sauðárkróks ákvað að skipa sérstaka afmælisnefnd til að sjá urn hátíðahöld í tilefni afmælanna og hófst dagskrá hátíða- haldanna 20. júlí 1996 og er áætlað að þau standi til 20. júlí á þessu ári. Atvinnulíf Atvinnulíf á Sauðárkróki er fjölbreytt og bærinn er þjónustukjami fyrir sveitarfélögin í Skagafirði. Verslun hefur verið mikil frá upphafi, en störfum við verslun hef- ur þó fækkað mikið á síðustu ámm og eru það aðallega breyttir verslunarhættir sem valda því. Stærsta verslunin er Skagfirðingabúð, vöruhús Kaupfélags Skagfirðinga, 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.