Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Síða 12

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Síða 12
HÖFN 100 ÁRA Höfn 100 ára A þessu ári er þess minnst að eitt hundrað ár eru liðin frá upphafi byggðar á Höfn í Homafirði. Arið 1897 var verslun Ottós Tuliníusar flutt frá Papósi í Lóni til Hafnar og markar það upphafið að byggðinni. Afmælishaldið á Höfn hófst um sl. áramót, m.a. með veglegri áramóta- brennu og flugeldasýningu á gamlárskvöld og hátíðarmessu í Hafnarkirkju á nýársdag. Hinn 22. mars var hátíðarfundur í bæjarstjórn Hornafjarðarbæjar sem m.a. samþykkti tillöguna Ungt fólk í öndvegi - átak til aldamóta. Aldarafmælisins verður minnst á ýmsan hátt allt árið og eitthvað verður í boði fyrir alla, tónleikar, sýningar, ráðstefnur, íþróttaviðburð- AFMÆLI ir og skemmtanir; dagskrá í hverjum mánuði. Þannig efndi atvinnumála- nefnd bæjarins til spástefnu í Mána- garði 10. maí þar sem sérfræðingar á ýmsum sviðum fluttu í fyrirlestr- um hugleiðingar um framtíðina. Aðalhátíðarhöldin fara fram dag- ana 4.-6. júlí á sama tíma og humarhátíð hefur verið haldin á Höfn undanfarin ár. Forsetahjónin heimsækja staðinn, vinabæjamót norrænna vinabæja Hornafjarðar verður haldið og fjölbreytt dagskrá verður frá morgni til kvölds. Gefin er út vönduð dagskrá fyrir tvo mánuði í senn. Þeir sem óska eftir að fá hana senda geta hringt á Sýslusafn Austur-Skaftafellssýslu í síma 478-1850 (Eiríkur) eða á bæj- arskrifstofur Hornafjarðar í síma 478-1500 (Haukur). Gísli Sverrir Ámason, forseti bæj- arstjómar Homafjarðar, er formaður afmælisnefndar bæjarins. Selfoss 50 ára Hinn 1. janúar 1947 sl. öðluðust gildi lög nr. 52/1946 um samein- ingu Selfossbyggðar í eitt hreppsfé- lag. Til hins nýja sveitarfélags, Sel- fosshrepps, voru lagðir hlutar úr Sandvíkurhreppi, Hraungerðis- hreppi og Ölfushreppi. Hluti Sand- víkurhrepps var með sömu lögum lagður til Eyrarbakkahrepps. Fimmtíu ára afmælis sveitarfé- lagsins er því minnst í ár með marg- víslegum hátíðarhöldum. Þau hófust með því að ljós vom tendmð á Ölf- usárbrú 23. apríl. Daginn eftir var skrúðganga frá Sandvíkurskóla, skátamessa og skátaskemmtun. Árvaka Selfoss, menningarvaka, var haldin 25.-31. maí. Félagar úr Myndlistarfélagi Ámessýslu héldu sýningu, kvikmynd um Selfoss var sýnd og Skólalúðrasveit Suðurlands hélt tónleika. Þá voru Björgvinstón- leikar í Selfosskirkju, þar sem fram komu Karlakór Selfoss og Skag- firska söngsveitin. Samkór Selfoss, Jórukórinn og Kór eldri borgara 7 4 héldu söngskemmtanir og Leikfélag Selfoss efndi til ljóðakvölds í leik- húsinu við Sigtún. Kvöldvaka með ýmsum atriðum var í Hótel Selfossi 29. maí, haldinn var unglingadans- leikur 30. maí og hjólreiðadagur fjölskyldunnar 31. maí. Hinn 4. júní var skógræktardagur og 17. júní var vígt nýtt útisvæði við Sundhöll Selfoss. Jónsmessuhátíð var 20. og 21. júní á vegum félags á Selfossi, sem heitir Sumar á Sel- fossi. Harmóníkudansleikur var í Tryggvaskála, öllum bæjarbúum var boðið í morgunkaffi í samkomu- tjaldinu í Tryggvagarði, auk þess sem leiktæki fyrir böm vora um all- an miðbæinn og tilboð í verslunum. Sömu daga var á Selfossi haldið landsmót lúðrasveita og íþróttahátíð Héraðssambandsins Skarphéðins og 27. júní Aldursflokkamót íslands í sundi. Sérstök hátíðarvika verður 5.-13. júlí með ýmsum atburðum alla dag- ana, og verður fyrri helgin, 5.-6. júlí, tileinkuð börnum og ungling- um. Bæjarstjórnin heldur hátíðar- fund, forseti Islands kemur í heim- sókn 12. júlí og haldin grillveisla og 13. júlí verður hátíðarmessa í Sel- fosskirkju. I byrjun vikunnar verður opnuð afmælissýning Listasafns Ár- nesinga og dagana 14.-18. júlí verð- ur verkefni í unglingavinnunni sem nefnist Unglingurinn og umhverfið. I lok vikunnar, 18.-20. júlí, verð- ur dagskrá með yfirskriftinni Sumar á Selfossi. Mótast hún af kameval-

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.