Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Síða 13

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Síða 13
AFMÆLI stemningu á götunum, leiktækjum fyrir börn, tilboðum í verslunum, útitónleikum, tjaldmarkaði og fleiru. Jasshátíð verður 15.-16. ágúst, brúarhlaup Selfoss og lokakeppni Hálandaleikanna verður 6. septem- ber og 11.-12. september Islands- mót Iþróttafélags fatlaðra í boccia. Bókasafnið heldur á árinu sýning- ar, Selfoss - bærinn okkar, þema- verkefni fyrir 9, 10 og 11 ára böm 2. júní til 2. júlí og sýningu með sama nafni 2. júní til 30. ágúst. Kvikmyndavika Marteins Sigur- geirssonar verður í haust. Þá verður og haldin myndlistarsýning leik- skólabama. Sjötíu ára byggðarafmæli Hellu Rangárvallahreppur heldur í ár upp á sjötíu ára afmæli byggðar á Hellu. Jafnframt er þess minnst að 50 ár eru frá Heklugosinu sem hófst 29. mars 1947. í tilefni þessa var hinn 23. mars haldinn fundur með fréttamönnum á tindi Heklu. 29. mars voru haldnar tvær sýningar á leikritinu Orms- tungu og í Oddakirkju vom haldnir HELLA kvöldtónleikar með barokktónlist og íslenskum lögum. A sumardaginn fyrsta var kóraskemmtun í Hellu- bíói, 24. maí bama- og fjölskyldu- dagur í grunnskólanum þar sem m.a. var sýndur afrakstur þemaviku skólans um 70 ára byggð á Hellu. I tilefni afmælisins var meira lagt í hátíðarhöldin 17. júní en venju- lega. Auk hefðbundinna dagskrár- liða var bætt við ýmsum atriðum til fróðleiks og skemmtunar og grill- veisla um kvöldið í skrúðgarðinum. I júlí og fram í ágúst verður í Hellubíói íjölbreytt sýning á fram- leiðsluvörum, handverksmunum, listmunum, ritverkum og Ijósmynd- „100 ár í Nesinu“ í Grundarfirði Eyrarsveit heldur upp á það á ár- inu að fyrir 100 ámm var verslunar- staður færður af Grundarkampi út í Grafarnes þar sem núverandi þétt- býli er. Kristján IX. löggilti verslun- arstað þar með lögum 18. desember 1897. Afmælishátíðin hefur hlotið nafn- ið „100 áríNesinu". Afmælisfánar voru dregnir að húni hinn 17. maí. Síðan var á dag- skrá afmælisársins að afhjúpa hinn 14. júní fallbyssu, sem fannst á Kirkjufellssandi á sl. ári, og að rifja upp sögu hennar. Sama dag átti að sigla á slóðir Eyrbyggja undir leið- sögn Ingibjargar T. Pálsdóttur. A sama degi var fyrirhugað að opna handverkshús í Skerðingsstöð- um í Grundarfirði. Þá var á dagskránni að vígja nýj- an íþróttavöll 17. júní, að halda Jónsmessugolfmót 23. júní og að efna til Jónsmessugöngu á Klakk. um. í tengslum við hana verður sýnd kvikmynd frá Heklugosinu 1947. Hraunverksmiðjan í Gunnars- holti sér um útilistsýningu við Heklurætur. Þema sýningarinnar verður „Skilaboð til jarðarinnar". Lokahátíð verður svo 1. nóvember í haust. I afmælisriti verður tíunduð saga Hellu og saga barna- og unglinga- skóla í Rangárvallahreppi, gert verður barmmerki og borðfáni í til- efni afmælisins. ,,Um miðnæturskeið fljóta óska- steinar á Klakkstjöm og lionssvein- ar leiða sumarsöng," segir í prent- aðri dagskrá afmælisársins. Aðalhátíðin verður dagana 25.-27. júlí. Hún hefst með tónleik- um Kirkjukórs Grundarfjarðar í Samkomuhúsinu. Hinn 26. júlí verður þar krambúðarsýning og samfelld dagskrá verður þann dag með tónlist, myndlist, unglinga- dansleik og konunglegu dansiballi. Hinn 27. júlí verður gengið á Stöðina og síðan í Sandvíkurfjöru og þar verður varðeldur og söngur. 2. ágúst verður gengið frá Blá- feldi yfir Amardalsskarð til Gmnd- arfjarðar. Síðan verður farið í sund og grillað í steypustöðvarkvosinni. 7. september heldur Hulda Guðrún Geirsdóttir einsöngstónleika í Gmndarfjarðarkirkju. Kirkjutónlistarhelgi verður 10.-12. október og loks verður haldið upp á sjálfan afmælisdaginn 18. desember. GKundaKflÖKdiw 1897-1997 aK i Nesmu 75

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.