Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Qupperneq 28

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Qupperneq 28
FÉLAGSMÁL Eðlilegt virðist að haga vinnu nefndarinnar þannig að þegar hún hefur lokið gagna- og upplýsingaöflun taki hún saman tillögur um framtíðarfyrirkomulag húsa- leigubótakerfisins. Nefndin fái síðan aðstoð lögfræðings til að semja lagafrumvarp á grundvelli tillagnanna.“ Verkefni nefndarinnar frá upphaflegu skipunarbréfi dags. 17. maí 1996 hefur því breyst á þann veg að stjórnvöld ganga út frá því að ríkið hætti greiðsluþátt- töku vegna húsaleigubóta sem gert er ráð fyrir að flytjist alfarið til sveitarfélaganna frá 1. janúar 1998, sbr. fram- angreint minnisblað félagsmálaráðherra. Greining á heildarstuöningi hins opin- bera viö öflun íbúðarhúsnæóis Stærsta verkefni nefndarinnar hefur verið að greina heildarstuðning þann sem hið opinbera veitir við öflun íbúðarhúsnæðis. Sá stuðningur skiptist í megindráttum í fjóra flokka: • Húsaleigubætur • Vaxtabætur • Niðurgreiðslu leigu í íbúðum í eigu ríkis og sveitar- félaga • Niðurgreiðslu lána í félagslega kerfmu í vinnu nefndarinnar hefur komið í ljós að ekki var auðvelt að nálgast upplýsingar um þessa þætti nema húsaleigubæturnar og vaxtabætumar. Nefndin sótti í smiðju til Þjóðhagsstofnunar, reiknimeistara Sambands ísl. sveitarfélaga og Húsnæðisstofnunar ríkisins. Þá féll starf nefndarinnar vel að úttekt Þórarins Magn- ússonar verkfræðings fyrir Reykjavíkurborg á rekstrar- fyrirkomulagi leiguhúsnæðis borgarinnar þar sem m.a. var lagt mat á niðurgreiðslu leigu í þessum íbúðum. Fram til þessa höfðu menn ekki haft nægilega vimeskju um hver sú niðurgreiðsla væri í raun. A sama hátt hefur nú verið lagt mat á niðurgreiðslu lána (vaxta) í félags- lega íbúðakerfinu. Stuðningur hins opinbera hefur því að miklu leyti ver- ið dulinn og í ljós kemur að þegar verið er að ræða um fjármagn eru húsaleigubætumar einungis mjög lítið brot eða 4% af heildarfjármagninu, vaxtabætur em 64%, nið- urgreiðsla leigu 10% og niðurgreiðsla lána 22%. Sjá 1. mynd. Nú liggur fyrir nær fullmótuð greining á stöðunni og mat á áhrifum hugsanlegra breytinga á húsaleigubóta- kerfinu í samræmi við fyrirætlanir nefndarinnar. Þessi greining ásamt þeirri reynslu og þekkingu sem skapast hefur við framkvæmd húsaleigubótakerfisins frá árinu 1995 gefur tilefni til að setja fram þá valkosti sem fyrir hendi eru hvað varðar stuðning hins opinbera við leigj- endur hér á landi. Framsetning þessara valkosta er nauð- synleg þrátt fyrir þær ákvarðanir sem fyrir liggja um framtíð húsaleigubótakerfisins að mati fulltrúa sveitarfé- 1. mynd. Stuðningur hins opinbera við öflun íbúðarhúsnæðis Form stuönings áriö 1996 Fjárhæöir i millj. kr. Hlutfall afheild Húsaleigubætur 214 4% Vaxtabætur 3.300 64% Leiguíbúðir í eigu hins opinbera 500 10% Niðurgreiðsla lána í fél. fbkerfinu 1.130 22% Samtals 5.144 100% laga í nefndinni. Valkostir vegna stuönings hins opinbera viö leigjendur 1. valkostur. Óbreytt kerfifrá því sem nú er: - Húsaleigubótakerfið nær til 39 sveitarfélaga með um 174 þús. íbúa eða um 65% landsmanna og um 70-80% af leiguhúsnæði í eigu annarra en ríkis og sveitarfélaga. Vöxtur þess er hægur. - Heildarupphæð bótanna er um 320 millj. kr. en nettóupphæð þeirra eftir að tekið hefur verið tillit til skattalegra áhrifa er um 230 millj. kr. sem greiðast af ríki um 130 millj. kr. eða 57% en sveitarfélögum um 100 millj. kr. eða 43%. - Óbeinn stuðningur rfkis og sveitarfélaga við leigj- endur mun áfram nema um 400-500 millj. kr. - Sveitarfélögin annast áfram framkvæmd húsaleigu- bótakerfisins og Jöfnunarsjóður sveitarfélaga annast milligöngu vegna greiðsluþátttöku ríkisins. 2. valkostur Óbreytt kerfi frá því sem nú er en kerfið tekið upp hjá öllum sveitarfélögum: - Húsaleigubótakerfið næði til 165 sveitarfélaga með um 268 þús. íbúa eða 100% landsmanna og 100% af leiguhúsnæði í eigu annarra en ríkis og sveitarfélaga. - Heildarupphæð bótanna verður um 450 millj. kr. en nettóupphæð þeirra eftir að tekið hefur verið tillit til skattalegra áhrifa verður um 320 millj. kr. sem greiðist af ríki um 180 millj. kr. eða 57% en sveitarfélögum um 140 millj. kr. eða 43%. - Óbeinn stuðningur rikis og sveitarfélaga við leigj- endur myndi áfram nema um 400-500 millj. kr. auk nið- urgreiddra vaxta vegna leiguíbúða sveitarfélaga. - Sveitarfélögin annist áfram framkvæmd húsaleigu- bótakerfisins og jöfnunarsjóður annast milligöngu vegna greiðsluþátttöku ríkisins. 3. valkostur Óbreytt kerfi frá því sem nú er en kerfið tekið upp hjá 90
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.