Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Page 34
SKIPULAGSMAL
tekur til afla smábáta. Nefnd er til sögu sem mikilvægt
atriði samvinna Grundartangahafnar og Akraneshafnar
og öflug kynning á kostum Grundartangasvæðisins sem
iðnaðarsvæðis. Þar er þess m.a. getið að flutningsgeta
núverandi raforkukerfis til svæðisins er 300 MW en af
þeim eru nú aðeins nýtt 70 MW. Þá er flutningsgeta nú-
verandi kaldavatnslagnar til Grundartanga töluvert um-
fram það sem nú er þörf fyrir á svæðinu. Þess er einnig
getið að stækkun Grundartangahafnar er auðveld í fram-
kvæmd. Um Grundartangasvæðið segir síðan orðrétt í
skipulagsáætluninni: „Þegar tekin er afstaða til stóriðju
og orkufreks iðnaðar verður að sjálfsögðu að gæta þess
að starfsemin valdi ekki spjöllum á náttúru svæðisins og
að framkvæmdir séu felldar vel að landi og umhverfi.
Einnig þarf að líta til þess hvaða félagsleg áhrif starf-
semin leiðir af sér. Sennilegt er að frekar ætti að sækjast
eftir minni en fleiri fyrirtækjum á svæðið, þar sem
starfsmannafjöldinn væri á bilinu 10-50 manns. Hætta á
félagslegri röskun er þá minni, ef fyrirtæki hættir starf-
semi og fjölbreytni í starfsemi hugsanlega meiri.“ Stefnt
er að víðtækri og öflugri þjónustu við ferðamenn. Skal
hún taka mið af því annars vegar að fjölga ferðamönn-
um og hins vegar að lengja dvalartíma þeirra á svæðinu.
Ferðaþjónusta, nytjaskógrækt og landgræðsluskógrækt
geta m.a. rennt fjölþættari stoðum undir landbúnaðinn.
Nokkur stór og góð bú eru á svæðinu og skilyrði til
nytjaskógræktar eru talin góð á hluta þess. Ný, opinber
störf og stofnanir vilja menn sjá koma á svæðið á skipu-
lagstímabilinu til þess m.a. að auka fjölbreytni í atvinnu-
lífinu.
Með tilkomu Hvalfjarðarganga, en þau eru hluti af þess-
ari áætlun, styttast vegalengdir t.d. milli Reykjavíkur og
Akraness um helming eða úr 108,6 km í liðlega 50 km.
Eitt þeirra atriða sem fjallað er um í svæðisskipulag-
inu eru framtíðarvatnstökusvæði fyrir Akranes. I því
sambandi er tekið fram að rannsaka þurfi nánar vatnafar
svæðisins með tilliti til vatnstöku, t.d. í Svínadal, og
hugsanleg áhrif vatnstöku þar m.a. á vatnafar og vist-
kerfi Laxár í Leirársveit. Þá er einnig bent á nauðsyn
þess að gera rannsóknir á ölkelduvatni á Bugamel og
heitu vatni á Leirá í því skyni að átta sig á notkunar-
möguleikum þessara auðlinda.
Til þess að vernda á viðeigandi hátt þá auðlind sem
fólgin er í góðu neysluvatni þá er í skipulaginu gert ráð
fyrir sérstökum vatnsvemdarsvæðum. Afmörkun þeirra
og flokkun er sýnd á sérstökum uppdrætti, sem hlotið
hefur staðfestingu ráðherra. Þessi svæði ná yfir núver-
andi vatnsból, vatnstökusvæði sem nýta þarf í fyrirsjá-
anlegri framtíð og aðrennslissvæði þeirra.
í svæðisskipulaginu er gengið út frá því að unnið
verði markvisst að formlegri friðlýsingu þeirra svæða
sem tilgreind eru í Náttúruminjaskrá frá 1991. Hér er
um að ræða svæði eins og Grunnafjörð og strendur
hans, Borgarfjörð og strendur hans frá Seleyri og allt að
Belgholtshólma. Botnsdalur og Botnsvogur eru einnig á
þessari skrá. Þá er samstaða um að gera ráð fyrir fólk-
vangi í Hafnarskógi og Innstavogsnesi.
96