Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Blaðsíða 39
SKIPULAGSMÁL
ið. Starfsmannahúsið verður timburhús til notkunar
fyrstu árin. I 1. áfanga álversins verða 2 samsíða
kerskálar og er hvor 415 metrar á lengd og 22 metrar á
breidd eða rúmlega 19.000 m2 og um 315.000 ml Skýli
yfir spennivirki verður um 4.300 m2 og um 56.000 m3,
starfsmannahús verður um 620 m2. Einnig verða reistar
aðrar byggingar, m.a. steypuskáli, skautsmiðja, verk-
stæði og vörugeymsla, en endanleg stærð þessara bygg-
inga fer eftir þeim tækjabúnaði sem þar verður. Reikna
má með að á milli 250.000 m’ og 300.000 m’ af jarðefn-
um verði grafið upp og annað eins af fyllingarefni sett í
staðinn. Eins og sést á ofangreindum tölum em bygg-
ingamar stórar og er m.a. gert ráð fyrir að um 23.000 m3
af steypu verði notaðir.
Nú eru liðin um þrjú ár frá staðfestingu ráðherra á
svæðisskipulaginu. Nú er eftir að grafa út um 1600
metra af 5700 metra löngum göngum undir Hvalfjörð en
þegar svæðisskipulagið var unnið var einungis um áætl-
anir að ræða og nú em hafnar framkvæmdir við bygg-
ingu álvers á Gmndartanga, sem ekki var vitað um þá, en
skipulagið gerði ráð fyrir slíkum möguleika.
Enn em breytingar á döfinni, breytingar sem erfitt var
að sjá fyrir þegar skipulagið var unnið og sýnir hversu
nauðsynlegt er að endurskoða skipulag eftir nokkur ár
frá gildistöku þess.
Þegar þessi orð eru skrifuð var verið að auglýsa dag-
setningu á atkvæðagreiðslu um sameiningu Reykjavíkur
og Kjalameshrepps. Hvaða afleiðingar mun það hafa á
sveitarfélögin sunnan Skarðsheiðar þegar einungis göng-
in skilja orðið á milli Reykjavíkur og sveitarfélaganna
sunnan Skarðsheiðar? Greinarhöfundur telur að spum-
ingin um sameiningu sveitarfélaganna sunnan Skarðs-
heiðar sé ekki hvort, heldur hvenær. Slíka sameiningu
telur greinarhöfundur nauðsynlega og tímabæra til að
standast í sterkri samkeppni við vinnumarkaðinn á höf-
uðborgarsvæðinu. Ef Kjalarneshreppur sameinast
Reykjavík og þegar sveitarfélögin sunnan Skarðsheiðar
sameinast hvað verður þá um Kjósarhrepp?
Skipuleg beit - LANDVERND
Hagkvæmasta lausnin er
J@“rafgirðing!
Rafgirðing er raunabót
reynist vel en kostar lítib.
Fénabi varnar vegsins rót
vænkast hagur minnkar stritiö
Ártorgi 1 • 550 Sauðárkrókur • S: 455 4610 • F: 455 4611
rafgirðingavörur
• Vandab efni
• Fjölbreytt úrval
• Hagstœtt verb
• Gerum efnis-
áœtlanir og tilbob
• Leibbeinum um
uppsetningu
Umboðsmenn
um allt land !
Leitið upplýsinga og fáib
sendan bækling og vörulista
i o i