Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Side 42

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Side 42
FRÁ LAN DSHLUTASAMTÖKUNUM Heiöursgestir í afmælishófinu voru Guömundur Magnússon, fyrrverandi fræöslustjóri Austurlands, og kona hans, Anna Arnbjörg Frímannsdóttir. ræðustigi og fátt fast í hendi, en staða íslands í alþjóð- legri samkeppni um fjárfestingu á þessu sviði væri væn- legri nú um stundir en verða myndi á nýrri öld. Lagði ráðherrann í máli sínu áherslu á að erlendir fjárfestar yrðu að fá að ráða hvar þeir settu niður fyrirtæki sín. Af máli Finns töldu margir fundarmenn augljóst að Austurland gæti ekki vænst mikilla virkjunarfram- kvæmda eða búist við stóriðnaði í náinni framtíð og urðu allsnarpar umræður að loknum erindunum tveimur. Segir m.a. svo í fundargerðinni: „Jón Kristjánsson sagði að staða Austurlands virtist ekki glæsileg. Fljótsdalsvirkjun hefði verið undirbúin að fullu fyrir löngu. Hann vildi fá að vita hvað hefði orðið um þá virkjanaröð, sem hefði verið í gildi. Hjörleifur Guttormsson taldi að sú mynd, sem Finnur drægi upp, kallaði á mikil pólitísk átök. Hann lýsti sig einnig andvígan því að útlendingar ákvæðu sjálfir hvar á landinu þeir settu niður fyrirtæki sín. Sveinn Jónsson, bæjarfulltrúi í Egilsstaðabæ, lýsti vonbrigðum með það sem fram kom í máli ráðherra um horfur í iðnaðar- og orkumálum Austurlands. Krafðist hann þess að Austfirðingar fengju sjálfir að ráða meiru um framtíð- ina í þessum efnunt. Að lokum sagði hann að við ættum að huga betur að möguleikum sjávarút- vegsins. Sævar Sigbjarnarson, oddviti Hjaltastaðarhrepps, kvaðst óá- nægður með yfirlýsingu Finns um að fjárfestar réðu staðarvali fyrir- tækja. Snorri Styrkársson taldi alveg Ijóst af máli ráðherra að ekkert myndi gerast í náinni framtíð á sviði iðnaðar- og orkumála á Austurlandi. Hann vildi aukið samræmi ráðuneytis og Atvinnu- þróunarfélags Austurlands. Eiríkur Stefánsson, hrepps- nefndarmaður á Fáskrúðsfirði, lagði áherslu á að fólksflóttann frá landsbyggðinni yrði að stöðva rneð atvinnuuppbyggingu. Hann taldi að fjárfestar ættu ekki að hafa sjálfval um það hvar þeir settu niður fyrirtæki. Þorvaldur Jóhannsson sagði að þrátt fyrir allt ættum við ekki að vera of svartsýn. Hvergi væri betra að búa en á Austurlandi. Finnur Ingólfsson tók undir orð Þorvaldar og varaði við svartsýnistali. Finnur taldi að Fljótsdalsvirkjun væri ekki horfin og sagði pólitísk átök eðlileg. Ráðuneytið teldi sig í góðu sambandi við þingmenn og heimamenn og væri m.a. að leita að fjárfestum til að skoða kosti á Austurlandi.“ Eskfiröingar viö borö á aöalfundinum, taliö frá vinstri, Auöbergur Jónsson, læknir og bæj- arfulltrúi, Arngrímur Blöndahl bæjarstjóri og Ásbjörn Guöjónsson bæjarfuiltrúi. 1 04

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.