Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Qupperneq 55
RÁÐSTEFNUR
25. fjármálaráðstefnan:
Fjárhagurinn batnar
Það stóð upp úr á 25. fjármálaráðstefnu sambandsins,
sem haldin var á Hótel Sögu í Reykjavík 20. og 21. nóv-
ember sl., að fjárhagur sveitarfélaganna í heild batnar.
Umskiptin urðu á árinu 1996 eftir aðhald og sparnað á
árinu 1995. A árunum á undan höfðu skuldir þeirra auk-
ist ár frá ári. Þannig jukust nettóskuldir sveitarsjóða um
tvo milljarða milli áranna 1993 og 1995. Skatttekjur
sveitarsjóðanna hækkuðu á hinn bóginn um 9,2% milli
áranna 1994 og 1995 en verðlag um 1,7%. Þannig
hækkuðu þær að raungildi um 7,4% milli þessara ára.
Áætlað var að útsvarsstofninn yrði kringum 9,3% hærri
á árinu 1996 heldur en árið á undan.
„í ljósi fjárhagsstöðu sveitarfélaganna og mikillar
skuldasöfnunar þeirra á undanfömum ámm er afar mik-
ilvægt að fjármálastjóm þeirra sé tekin föstum tökum og
nýjum vinnubrögðum beitt,“ sagði Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson, formaður sambandsins, í setningarræðu
sinni. „Almennt starfsumhverfi sveitarfélaganna, lög-
skyldur þeirra og tekjumöguleikar eru ásamt fjármála-
stjóminni og stjómun rekstrar og framkvæmda það sem
mestu skiptir um afkomu þeirra og möguleika til fram-
Frá ráöstefnunni. Á myndinni eru, taliö frá vinstri, Pétur Hans R.
Sigurösson, varabæjarfulltrúi á ísafiröi og formaöur Fjóröungs-
sambands Vestfiröinga, bæjarstjórarnir Karl Björnsson á Sel-
fossi og Kristján Þór Júlíusson í isafjaröarbæ, Pórir Sveinsson,
fjarmalastjori jsafjaröarbæjar, og bæjarfulltrúarnir Pórarinn B.
Jónsson og Gísli Bragi Hjartarson á Akureyri.
tíðar litið. Framundan eru mörg stór viðfangsefni, sem
varða miklu um hlutverk og stöðu sveitarfélaganna í op-
inberri stjómsýslu. Mikil ábyrgð hvílir á herðum sveitar-
stjómarmanna og það er fyrst og fremst frumkvæði og
forysta þeirra sem ræður því á hvem hátt tekst í næstu
framtíð að efla sveitarfélögin og færa meiri völd, verk-
efni og fjármagn heim í héruðin. Ábyrg fjármálastjóm
og styrk fjárhagsstaða sveitarfélaganna er algjör forsenda
þess að árangur náist í að skapa gott mannlíf og treysta
byggð í landinu.“
Vilhjálmur ræddi flutning grunnskólans að fullu til
sveitarfélaganna hinn 1. ágúst 1996 og kvað merk tíma-
mót í sögu íslenskra sveitarfélaga. Tæplega 3700 starfs-
menn hafa nú flust frá ríki til sveitarfélaga og jafnframt
rúmlega sjö milljarða króna nýr tekjustofn árlega til að
sinna þessu verkefni. Verkefnaflumingurinn er jafnframt
mikilvægur liður í að efla sveitarstjómarstigið og auka
sjálfsforræði sveitarfélaga. Markmiðið með ákvörðun
tekjustofna sveitarfélaganna og hlutverk jöfnunarsjóðs
var að ekkert sveitarfélag bæri skarðan hlut frá borði
þegar það tæki við grunnskólarekstrinum frá ríkinu,
Austfiröingar viö borö, taliö frá vlnstri, Práinn Jónsson, oddviti
Fellahrepps, Helgi Halldórsson, bæjarstjóri Egilsstaöabæjar,
Óskar Steingrímsson, sem gegnir starfi sveitarstjóra Djupa-
vogshrepps, Ingólfur Sveinsson hreppsnefndarmaöur og Aöal-
björn Björnsson, oddviti á Vopnafiröi, Guömundur Steingríms-
son, varabæjarfulltrúi í Egilsstaöabæ, og Magnús Jóhannsson,
fjármálastjóri Neskaupstaöar.
1 1 7