Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Blaðsíða 58

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Blaðsíða 58
RÁÐSTEFNUR Eiríkur Stefánsson, hreppsnefndarmaður í Búöahreppi. Leggur starfshópurinn til að félagslega íbúðakerfið verði tekið til gagngerrar endurskoðunar. Sigfús Jónsson, rekstrar- og stjórnunarráðgjafi hjá Nýsi hf., og Ögmundur Jónasson, alþingismaður og for- maður BSRB, ræddu síðan um nýjar leiðir í fram- kvæmdum og rekstri sveitarfélaga. Sigfús lýsti mögu- leikum á að endurbæta stjómskipulag sveitarfélaga, að taka upp betri vinnubrögð á ýmsum sviðum og dró fram kosti þess að fela öðrum framkvæmd verka nteð útboð- um og svokölluðum þjónustusamningum. Ögmundur tí- undaði ýmsa vankanta sem komið hefðu fram á slíkri endurskipulagningu á framkvæmdum og rekstri sveitar- félaga erlendis og varaði við stóram skrefum í þessa átt. Þorsteinn Þorsteinsson, framkvæmdastjóri verðbréfa- og fjárstýringarsviðs Búnaðarbankans, flutti erindi um sveitarfélögin á lánamarkaðinum. Kvað hann lántökur sveitarfélaga í heild vera um 40 milljarðar króna, þar af væru 5-6 eða um 15% hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem væri traustasti lánasjóður á Islandi. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, gerði að vanda grein fyrir helstu forsendum efnahagsáætlana sveitarfélaga fyrir árið í ár og næstu ár. „Þegar horft er til komandi árs,“ sagði Þórður, „skiptir í tvö hom í efna- hagsmálum. Annaðhvort stefnir í meðalár eða veltiár. Niðurstaðan veltur á því hvort ráðist verður í byggingu nýs álvers eða ekki.“ Verði af byggingu álvers kvað hann fjárfestingu aukast um 25% milli áranna 1996 og 1997 í stað 5,5% ella. Það gæti stefnt stöðugleika í hættu. Því yrði hið opinbera, ríki og sveitarfélög, að færa til opinberar framkvæmdir, draga úr þeim á áran- um 1997 og 1998, skapa svigrúm fyrir álversfram- kvæmdir á þeim áram og koma þannig í veg fyrir aftur- kipp í efnahagslífinu á árinu 1999. „Brýnt er að sveitar- félögin geri það sem í þeirra valdi stendur til að tryggja sem mestan árangur í þessum efnum,“ sagði Þórður Friðjónsson. Ólafur Hilmar Sverrisson, bæjarstjóri í Stykkishólmi, flutti erindi um skattlagningu sveitarfélaga á atvinnulíf- Oddur Gunnarsson, oddviti Glæsibæjarhrepps. ið. Hann rifjaði upp að til ársins 1993 hefðu aðstöðu- gjöldin verið einn af helstu tekjustofnum sveitarfélaga. „Árið 1995 hefðu fyrirtæki borið um 33% af álögðum skatttekjum sveitarfélaga en einstaklingar 67% ef að- stöðugjaldið hefði ekki verið afnumið en bera í raun ein- ungis 16% af þessum álögum en einstaklingar um 84%,“ sagði Ólafur Hilmar. „Því tel ég eðlilegt," sagði hann, „að atvinnufyrirtæki greiði að fullu sinn hluta af kostn- aði við þjónustu hvort sem um er að ræða vatnsveitu, sorpurðun eða höfn, og ég tel að einstaklingar eigi ekki að greiða niður þjónustu sveitarfélaga við atvinnufyrir- tæki.“ Hagkvæmara kunni að vera að draga úr álögum og fá fyrirtæki til að sinna þjónustunni og ,,mark- aðstengja" þannig skattlagningu sveitarfélaga á atvinnu- reksturinn í landinu. Fyrirspurnir og almennar umræður urðu milli fram- söguerinda og urðu þær á köflum líflegar. Eiríkur Stefánsson, hreppsnefndarmaður í Búðahreppi, kvað ekki uppörvandi að hlýða á boðskap um aukinn og skipulagðan samdrátt á landsbyggðinni. Og það væri til lítils að flytja verkefni heim í héruð ef fólkið væri að flytjast burt. Á Fáskrúðsfirði væri t.d. engin velferðar- sprenging í augsýn. Tuttugu einbýlishús standa þar auð og eru til sölu, sagði hann. Á sínum tíma knúðu iðnaðar- menn á um byggingu félagslegra íbúða sem hrepps- nefndir yrðu nú að leysa til sín á hærra verði en fyrir þær fæst á almennum markaði. Hætt er við að tilteknar byggðir hrynji ef fólk tekur upp heimilin og yfirgefur húsin sín án þess að nokkur vilji kaupa. Þá er hætta á að verði hæg og bítandi fólksfækkun ef ekki verður tekið í taumana. Hann krafðist þess að sambandið beitti sér fyrir sérstakri ráðstefnu um ástandið á landsbyggðinni, eins og hann orðaði það, „um sveitarfélögin, fólkið, lífskjörin og landsbyggðina", enda væri það meginmálið, sem um þyrfti að fjalla á ráðstefnum sem þessari, en ekki sam- drátt þar. Oddur Gunnarsson, oddviti Glæsibæjarhrepps, lagði orð í belg í umræðunni um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. 1 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.