Sveitarstjórnarmál - 01.06.1997, Page 65
sveitarfélaga frá 1992. í samninga-
nefndum launanefndarinnar við
Samflot bæjarstarfsmannafélaganna
og kennarasamtakanna auk samn-
inganefnda við ýmis verkalýðsfé-
lög.
Þórir á sæti í vinnu- og ráðgjafar-
hópi AS/400 tölvunotenda sveitarfé-
laga og var nýverið skipaður í nefnd
sveitarfélaganna um lífeyrissjóðs-
mál.
Sambýliskona Þóris er Jónína H.
Hjaltadóttir uppeldisfræðingur og
eiga þau þrjú böm.
Rúnar Vífilsson skóla- og
menningarfulltrúi í
Isafjarðarbæ
Rúnar Vífils-
son, skólastjóri í
Bolungarvík,
hefur verið ráð-
inn skóla- og
menningarfull-
trúi í Isafjarð-
arbæ frá 1. sept-
ember 1996, en skóla- og menning-
arfulltrúi er sviðsstjóri yfir einu af
sex sviðum samkvæmt hinu nýja
stjómskipulagi Isafjarðarbæjar.
Rúnar er fæddur 23. maí 1956.
Foreldrar hans eru Dúfa Stefáns-
dóttir og Vífill Búason, bændur að
Ferstiklu á Hvalfjarðarströnd.
Hann lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri 1977,
prófi frá Kennaraháskóla Islands
1981 og stundaði nám í stjómmála-
fræði og sagnfræði við Háskóla ís-
lands 1982-1987.
Rúnar kenndi við gmnnskólann á
ísafirði frá 1987 til 1991 en gerðist
þá skólastjóri við grunnskólann í
Bolungarvík.
Rúnar átti sæti í bæjarstjóm ísa-
fjarðar árin 1990 til 1994 og á sæti í
bæjarstjóm Bolungarvíkur frá 1994.
Rúnar á eitt bam með fyrri sam-
býliskonu, en núverandi sambýlis-
kona er Margrét Stefánsdóttir hjúkr-
unarfræðingur.
1 27