Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Blaðsíða 11
SAMTAL
Leikskólinn Kirkjuból.
- Hvernig er að eldast í Garðabœ?
„Meðan uppbyggingin var sem örust í
Garðabæ var stór hluti bæjarbúa ungt
fólk. Á síðari árum hefúr bærinn komið í
vaxandi mæli að umönnun aldraðra. Á ár-
unum 1985 til 1990 gerði Garðabær
samninga við Sjómannadagsráð í Reykja-
vík og Hafnarfirði um kaup og ráðstöfún-
arrétt á ellefu vistrýmum á hjúkrunar-
heimili Hrafnistu í Hafnarfirði, en það
stendur á mörkum Garðabæjar og Hafnar-
íjarðar. Sjómannadagsráð hefúr reist þar í
landi Garðabæjar 54 íbúðir í raðhúsum og
hefur Garðabær gert samning við það um
þjónustu við íbúa þar ffá Hrafnistuheimil-
inu. Garðabær hefur byggt þrjár leigu-
íbúðir sérstaklega ætlaðar öldruðum að
Kirkjulundi 6 og 8 og Byggingafélag
eldri íbúa í Garðabæ hefur byggt fjölbýlishús við
Kirkjulund og Garðatorg þar sem eru 43 íbúðir aldraðra.
Á árinu 1998 var hafmn undirbúningur að rekstri dval-
ar- og hjúkrunarheimilisins Holtsbúðar í húsnæði, sem
áður var heimili St. Jósefssystra, og í byrjun þessa árs
hófst þar myndarlegur rekstur, sem Garðabær og Bessa-
staðahreppur standa sameiginlega að.“
- I upphafi samtalsins var getið um stórhýsið við
Garðatorg þar sem er bókasafn, bœjarskrifstofur, versl-
anir og íbúðir. Erþetta miðbæjarmannvirki stjómsýslu-
miðstöð?
„Það væri nær að kalla það þjónustumiðstöð þvi þar
fer ffam mjög margbreytileg starfsemi. Auk bæjarskrif-
stofunnar og bókasafnsins er Heilsugæsla Garðabæjar
þar til húsa og aðstaða Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar-
og Kópavogssvæðis, þar eru tannlæknastofur, endur-
skoðunarskrifstofa, verkfræðiþjónusta, skrifstofa sýslu-
manns og innan tíðar er vonast til að þar verði einnig
sýningarsalur Hönnunarsafns íslands. Þar að auki eru í
húsinu ýmsar verslanir, matsölustaður og bankaþjónusta
svo nokkuð sé nefnt, þannig að starfsemin þar er fjöl-
breytt.“
-1fréttum hefur verið frá því ský’rt að einstaklingur hafi
fest kaup á einu fegursta byggingarlandinu á höfuðborg-
arsvœðinu í suðurhlíðum Arnarness. Er bœjarfélagið
orðið aðþrengt með byggingarland?
„Nei, því fer fjarri. Garðabær á mikið
byggingarland, sem kemur til úthlutunar á
næstu áratugum. Stærsta óbyggða bygg-
ingarsvæði bæjarins er á Álftanesi, en þar
er einmitt nú verið að vinna að deiliskipu-
lagi svæðisins og er áformað að þar rísi á
næstu árum 6-8.000 manna byggð. Þar að
auki má nefna byggingarsvæði í Hnoðra-
holti, þar sem verið er að leggja síðustu
hönd á skipulagsvinnu, og svo einnig
byggingarsvæði við Amamesvog.“
- Hvaða rekstur sem telja má eðlilegt að
sé í höndum sveitarfélags er nú á hendi
sameiginlegs félags eða stofhunar á höf-
uðborgarsvœðinu sem bœrinn á óbeina
stjórnunaraðild að?
Árið 1910 tók til starfa á Vífilsstöðum berklahæli sem markaði þáttaskil í baráttu
landsmanna við berklaveikina. Frá árinu 1973 hefur þar verið starfrækt sjúkrahús
sem nú er hluti Landspítalans. Það er einn fjölmennasti vinnustaðurinn í sveitarfé-
laginu. Ljósm. U. Stef.
20 1
„Þar má nefna rekstur heilbrigðiseftir-
lits, sem er sameiginlegt verkefni Garða-
bæjar, Bessastaðahrepps, Hafnarfjarðar