Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Blaðsíða 11

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Blaðsíða 11
SAMTAL Leikskólinn Kirkjuból. - Hvernig er að eldast í Garðabœ? „Meðan uppbyggingin var sem örust í Garðabæ var stór hluti bæjarbúa ungt fólk. Á síðari árum hefúr bærinn komið í vaxandi mæli að umönnun aldraðra. Á ár- unum 1985 til 1990 gerði Garðabær samninga við Sjómannadagsráð í Reykja- vík og Hafnarfirði um kaup og ráðstöfún- arrétt á ellefu vistrýmum á hjúkrunar- heimili Hrafnistu í Hafnarfirði, en það stendur á mörkum Garðabæjar og Hafnar- íjarðar. Sjómannadagsráð hefúr reist þar í landi Garðabæjar 54 íbúðir í raðhúsum og hefur Garðabær gert samning við það um þjónustu við íbúa þar ffá Hrafnistuheimil- inu. Garðabær hefur byggt þrjár leigu- íbúðir sérstaklega ætlaðar öldruðum að Kirkjulundi 6 og 8 og Byggingafélag eldri íbúa í Garðabæ hefur byggt fjölbýlishús við Kirkjulund og Garðatorg þar sem eru 43 íbúðir aldraðra. Á árinu 1998 var hafmn undirbúningur að rekstri dval- ar- og hjúkrunarheimilisins Holtsbúðar í húsnæði, sem áður var heimili St. Jósefssystra, og í byrjun þessa árs hófst þar myndarlegur rekstur, sem Garðabær og Bessa- staðahreppur standa sameiginlega að.“ - I upphafi samtalsins var getið um stórhýsið við Garðatorg þar sem er bókasafn, bœjarskrifstofur, versl- anir og íbúðir. Erþetta miðbæjarmannvirki stjómsýslu- miðstöð? „Það væri nær að kalla það þjónustumiðstöð þvi þar fer ffam mjög margbreytileg starfsemi. Auk bæjarskrif- stofunnar og bókasafnsins er Heilsugæsla Garðabæjar þar til húsa og aðstaða Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, þar eru tannlæknastofur, endur- skoðunarskrifstofa, verkfræðiþjónusta, skrifstofa sýslu- manns og innan tíðar er vonast til að þar verði einnig sýningarsalur Hönnunarsafns íslands. Þar að auki eru í húsinu ýmsar verslanir, matsölustaður og bankaþjónusta svo nokkuð sé nefnt, þannig að starfsemin þar er fjöl- breytt.“ -1fréttum hefur verið frá því ský’rt að einstaklingur hafi fest kaup á einu fegursta byggingarlandinu á höfuðborg- arsvœðinu í suðurhlíðum Arnarness. Er bœjarfélagið orðið aðþrengt með byggingarland? „Nei, því fer fjarri. Garðabær á mikið byggingarland, sem kemur til úthlutunar á næstu áratugum. Stærsta óbyggða bygg- ingarsvæði bæjarins er á Álftanesi, en þar er einmitt nú verið að vinna að deiliskipu- lagi svæðisins og er áformað að þar rísi á næstu árum 6-8.000 manna byggð. Þar að auki má nefna byggingarsvæði í Hnoðra- holti, þar sem verið er að leggja síðustu hönd á skipulagsvinnu, og svo einnig byggingarsvæði við Amamesvog.“ - Hvaða rekstur sem telja má eðlilegt að sé í höndum sveitarfélags er nú á hendi sameiginlegs félags eða stofhunar á höf- uðborgarsvœðinu sem bœrinn á óbeina stjórnunaraðild að? Árið 1910 tók til starfa á Vífilsstöðum berklahæli sem markaði þáttaskil í baráttu landsmanna við berklaveikina. Frá árinu 1973 hefur þar verið starfrækt sjúkrahús sem nú er hluti Landspítalans. Það er einn fjölmennasti vinnustaðurinn í sveitarfé- laginu. Ljósm. U. Stef. 20 1 „Þar má nefna rekstur heilbrigðiseftir- lits, sem er sameiginlegt verkefni Garða- bæjar, Bessastaðahrepps, Hafnarfjarðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.