Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Page 34

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Page 34
SAMEINING SVEITARFÉ LAG A Viðræður um sameiningu sveitarfélaga í Rangárþingi Elvar Eyvindsson, formaður sameiningarnefndar í Rangárþingi Aödragandi og staóa mála í Rangárvallasýslu hefur lengi verið rætt manna á meðal um þörf fyrir sameiningu sveitarfélaga. Holtahreppur og Landmannahrepp- ur sameinuðust hinn 1. júlí árið 1993 í Holta- og Landsveit, en ekki hefur orðið af sameiningu annars staðar. Skriður komst á sameiningarum- ræðu vorið 1997 þegar samþykkt var í héraðsnefnd Rangæinga að láta fara fram skoðanakönnun í allri sýslunni um það hvort og hvemig menn vildu sjá þessi mál í framtíð- inni. Niðurstöður voru ótvíræðar á þann veg að almenningur var hlynntur einhvers konar samein- ingu. Ekki kom fram afgerandi áhugi fyrir einum kosti og var nokk- uð jafnt hvort menn vildu sýsluna í eitt eða tvennt. A fundi í félagsheimilinu Gunn- arshólma vorið 1998 var ákveðið að ganga til viðræðna um þann kost sem lengst gekk, þ.e. að sameina sýsluna í eitt sveitarfélag. Sveitar- stjómarkosningar voru þá um vorið og skipuðu nýjar sveitarstjómir tvo fulltrúa hver í sameiningarnefnd. Hún kaus framkvæmdanefnd til að halda utan um starfið og var nefhd- armönnum skipt í þrjá vinnuhópa. Umræðuefni þeirra vom: • skipulag og stjómsýsla • menningar-, íþrótta- og fræðslu- mál og • atvinnu-, veitu- og samgöngumál. Vinnuhópamir hafa lokið störfum og niðurstöðumar verið til skoðunar hjá hreppsnefhdum. Hefur nú verið ákveðið að gengið verði til at- kvæðagreiðslu um sameiningarmál- ið í mars á næsta ári. Starfið hefur tekið nokkum tíma af ýmsum orsökum en gengið í raun vel og átakalítið. Ágæt samstaða hefur verið um flest mál en að sjálf- sögðu verið áherslumunur i sumum tilfellum. Tillögur nefndarinnar munu ekki byggjast á löngum loforðalista eða væntingum um gull og græna skóga að lokinni sameiningu. Augljóst er að erfítt er fyrir þá sem vinna þetta verk að stjóma langt fram í tímann og mun það að sjálfsögðu byggjast á þeim sem veljast til setu í komandi sveitarstjómum. Kjósendur munu á hinn bóginn þurfa að gera það upp við sig hvort þeir telja að hag hér- aðsins og fólksins verði betur borgið í einu sterku sveitarfélagi eða mörg- um smáum. Sveitarfélögin eru að- eins verkfæri fólksins til að sinna ákveðnum verkefnum og held ég að margir sjái að stórt, öflugt sveitarfé- lag getur betur sinnt flestum þessara verkefha og stuðlað þannig að góðu mannlífi í framtíðinni. UMSOKN UM FRAMLOG ÚR FRAMKVÆMDASJÓÐI ALDRAÐRA 2001 Stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra auglýsir eftir umsóknum um framlög úr sjóðnum árið 2001. Eldri umsóknir koma aðeins til greina séu þær endurnýjaðar. Nota skal sérstök umsóknareyðu- blöð sem fylla ber samviskusamlega út og liggja þau frammi í afgreiðslu heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. Einnig er ætl- ast til að umsækjendur lýsi bréflega einingum húsnæðisins, bygg- ingarkostnaði, verkstöðu, fjármögnun, rekstraráætlun, þjónustu- og vistunarþörf ásamt mati þjónustuhóps aldraðra (matshóps) og þar með hvaða þjónustuþætti ætlunin er að efla. Umsókn skal fylgja ársreikningur 1999 endurskoðaður af löggiltum endurskoðanda og kostnaðaryfirlit yfir fyrstu níu mánuði ársins 2000. Sé ofangreindum skilyrðum ekki fullnægt áskilur sjóðstjórnin sér rétt til að vísa umsókn frá. Umsóknir skulu hafa borist sjóðstjórninni fyrir 1. desember 2000, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, Laugavegi 116,150 Reykjavík. Stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra 224

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.