Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Blaðsíða 38

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Blaðsíða 38
DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur staðfest: Heimilt er að leggja á upptökugjöld Guðmundur Benediktsson hrl., bœjarlögmaður í Hajharfirði Inngangur Nokkur réttaróvissa hefur ríkt um það lengi hvort sveitarfélögunum sé heimilt að leggja svonefnd upptökugjöld á lóðir sem þau úthluta undir húsbyggingar til þess að vega upp kostnað þeirra við landakaup sem sveitarfélögin úthluta svo lóðum á. Hafa mörg sveitarfélög því líklega af þeim ástæð- um ekki lagt þessi gjöld á. Fyrir mörg sveitarfélög varðar þetta miklu fjárhagslega, ekki síst sveitarfélögin á höfuð- borgarsvæðinu sem verða að kaupa land fyrir háar fjár- hæðir til þess að mæta þörfinni fyrir lóðir undir hús- byggingar. Hvaö eru upptökugjöld og hvar er heim- ildina að finna til álagningar þeirra? Samkvæmt nýjum hæstaréttardómi sem kveðinn var upp þann 21. september sl. er sveitarfélögunum heimilt að leggja á svonefnd upptökugjöld á lóðir sem þau út- hluta til bygginga þegar svo háttar að sveitarfélögin hafi þurft að kaupa það land sem lóðirnar eru á og mega upptökugjöldin þá ekki neina hærri fjárhæð en sem nernur þeirn kostnaði sem sveitarfélagið varð fyrir vegna kaupa á landi því sem lóðunum er úthlutað á. Ef þessa er ekki gætt og upptökugjöldin nerna hærri fjár- hæð en sem nemur kostnaðinum er um ólögmæta skatt- lagningu að ræða. Þá verður einnig skv. dómnum að gæta þess að álagning upptökugjaldsins komi fram í út- hiutunarskilmálum eða öðrum tvíhliða samningi milli lóðarhafa og sveitarfélagsins, þar sem álagning upp- tökugjaldsins nýtur ekki lagastoðar. Samkvæmt þessu má skilgreina upptökugjald á þessa leið: Upptökugjald er gjald sein sveitarfélag leggur á lóð samkvæmt tvíhliða samningi við lóðarhafa og má fjár- hæð gjaldsins ekki nema hærri fjárhæð en sem nemur jöfnuðum kostnaði sveitarfélagsins við að afla landsins sem lóðunum er úthlutað á. Hæstaréttardómurinn Lóðarhafi í Hafnarfirði höfðaði dómsmál á hendur bænum til endurgreiðslu á upptökugjöldum sem hann áleit ranglega á sig lögð, þar sem ekki nyti lagastoðar við álagningu þeirra. Héraðsdómur sýknaði bæinn og var málinu áfrýjað til Hæstaréttar. Héraðsdómurinn var staðfestur í Hæstarétti. Einn dómenda kom með sérat- kvæði og vildi taka dómkröfu lóðarhafans til greina með þeirn hætti að viðurkennt verði að ákvörðun bæjarins um álagningu gjaldsins og samningsskilmála eigi að vera ógild. Ég greini nú frá hæstaréttardómnum og styðst við þann útdrátt sem er að finna í upp- hafi dómsins. Ef lesandi hefur áhuga á því að kynna sér forsendur dómsins og sératkvæðisins nánar vísast til dómsins í heild sinni, sem hægt er að nálgast á heima- síðu Hæstaréttar: www.haestirettur.is. Dómurinn er nr. 150/2000. Útdrátturinn er svohljóðandi: „Bæjarfélagið H tók land eignamámi og jafhaði síðan fjárhæð eignamámsbóta niður á leigutaka allra lóða á því landi sem upptökugjöldum. Gerður var lóðarleigusamn- ingur við F, sem krafði H um endurgreiðslu upptöku- gjaldsins með þeirn rökum að H hefði brostið lagaheim- ild til að jafna kostnaði við eignamámið niður með þeim hætti sem gert var. í úthlutunarskilmálum fyrir umrædda lóð kom fram að það væri forsenda fyrir lóðarúthlutun að hver sá sem úthlutun hlyti samþykkti skilmálana og hlítti þeirn í öllu. Talið var að með undirritun lóðarleigu- samnings hefði F gengið að úthlunarskilmálum fyrir lóð- inni, en samkvæmt lóðarleigusamningnum var lóðarhafa skylt að greiða gatnagerðargjald samkvæmt gjaldskrá og upptökugjald samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar. Var áfrýjandi talinn hafa greitt upptökugjaldið samkvæmt samningi sem væri einkaréttarlegs eðlis. Oumdeilt var að í upptökugjaldinu fólst eingöngu sá kostnaður sem H hafði af eignamáminu og samkvæmt því varð innheimta gjaldsins ekki jafnað til skatta eða þeirra þjónustugjalda sem ekki verða lögð á nema samkvæmt skýrri lagaheim- ild. Upptökugjalds var krafist af öllum sem fengu úthlut- að lóðum á þessum stað. Talið var að málefnalegar ástæður gætu legið til þess að innheimta gjaldið af sum- um byggingarsvæðum en öðmm ekki. Áfrýjanda hefði verið í sjálfsvald sett hvort hann sótti um lóð á þessum stað. Hann hefði haft allar upplýsingar um byggingar- 228
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.