Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Qupperneq 53

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Qupperneq 53
FRÁ LANDSHLUTASAMTÖKUNUM Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 1999 Guðjón Guðmundsson, framkvœmdastjóri SSS Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðumesjum, hinn 22. í röðinni, var haldinn í Fjölbrautaskóla Suður- nesja í Reykjanesbæ fostudaginn 15. og laugardaginn 16. október 1999. Meginefni fundarins auk venjulegra aðalfundarstarfa var árangur í skólastarfi og fjármál sveitarfélaga. Á fundinn komu 39 sveitarstjómarfulltrúar, 22 gestir og frummælendur auk starfsfólks. Fundarstjórar vom Kjart- an Már Kjartansson og Kristmundur Ásmundsson og fundarritarar þau Jónína A. Sanders og Ólafur Thorder- sen og til vara Jóhann Geirdal og Þorsteinn Erlingsson, öll bæjarfulltrúar í Reykjanesbæ. Hjörtur Zakaríasson, bæjarritari þar í bæ, var skrifari fúndarins. Skýrsla stjórnar Skúli Skúlason, formaður stjómar SSS, flutti skýrslu stjómar þar sem hann gerði grein fyrir þeim málefnum sem höfðu verið efst á baugi á liðnu starfsári. í máli hans kom m.a. fram að stjóm SSS hafði haldið 16 bókaða stjómarfúndi og tekið til umræðu 174 mál á starfsárinu. Hann sagði að málefni sambandsins hefðu verið misumfangsmikil eins og eðlilegt er og nokkur þeirra væm enn í vinnslu stjómarinnar. Markmið var að fundir stjórnar væru mánaðarlega en aukafundi hélt stjómin í tengslum við íjárhagsáætlunargerð sambands- ins og sameiginlega reknar stofnanir. Auk þess sóttu framkvæmdastjóri, formaður og aðrir stjórnarmenn ýmsa fúndi, innan og utan svæðisins, til þess að gæta hagsmuna þess. Má þar nefna árlega heimsókn til fjár- laganefúdar Alþingis. Á fyrsta fundi stjómar skipti hún með sér verkum þannig að Skúli Þ. Skúlason, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, var kosinn formaður, Sigurður Jónsson, sveitarstjóri Gerðahrepps, varaformaður og Þóra Braga- dóttir, oddviti Vatnsleysustrandarhrepps, ritari. Aðrir stjómarmenn vom bæjarfúlltrúamir Hallgrímur Boga- son í Grindavík og Óskar Gunnarsson í Sandgerði. Rekstur sambandsins hafði verið með hefðbundnu sniði á árinu. Hafði stjómin að leiðarljósi að gæta fyllsta hagræðis hvað útgjöld varðar. Formaður fjallaði m.a. um kjördæmamálið og sagði frá umfjöllun stjómarinnar um það. Hún ákvað að boða til sambandsfúndar um málið. Þar vom frummælendur Páll Pétursson félagsmálaráðherra, Sigriður Anna Þórð- ardóttir alþingismaður og Skúli Þ. Skúlason, formaður SSS. Um það sagði Skúli: „Með nýrri kjördæmaskipan verðum við Suðumesjamenn hluti af Suðurkjördæmi. Það er ljóst að sveitarstjómarmanna biður talsvert verk- efni að aðlagast nýju kjördæmi. Stjóm SSS hefur lagt gmnn að því að samstarf heíjist milli SSS annars vegar og SASS hins vegar og verið er að undirbúa sameigin- legan fúnd stjómanna beggja.“ Þá boðaði stjóm SSS til sambandsfundar hinn 15. október til að ræða um málefni Keflavíkurflugvallar. Á fundinn kom Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra. Hvergi á landinu hefur aðild íslands að Atlantshafs- bandalaginu og vamarsamstarfi íslands og Bandaríkj- anna jafúmikil áhrif á þjóðlífíð og á Suðumesjum. Utan- ríkisráðherra kom víða við í máli sínu, rætt var um Flug- stöð Leifs Eiríkssonar, frelsi i flugafgreiðslu, málefni verktakanna, ýmis samningsmál við vamarliðið, svo sem fráveitumál, sorpmál, skil á neðra nikkelsvæði, starfs- mannamál og stöðu vamarsamningsins, svo fátt eitt sé nefnt. Sveitarstjómarmenn vom jafúframt boðaðir til sameig- inlegs fúndar hinn 29. apríl síðastliðinn vegna samkomu- lags sem samninganefnd Sorpeyðingarstöðvar Suður- nesja hafði náð við vamarliðið um þátttöku i kostnaði við uppbyggingu nýrrar flokkunarstöðvar og sorp- brennslu og um kaup vamarliðsins á þjónustu frá nýrri stöð. Varnarliðið mun samkvæmt þvi samkomulagi greiða 41% heildarstofnkostnaðar við framkvæmdina en heildarkostnaðurinn er áætlaður 440-480 millj. kr. Gert er ráð fyrir að nýja stöðin geti hafið starfsemi fyrir árslok 2001, þar er um að ræða nýja móttökustöð, stóraukna flokkun og endurvinnslu og brennslu sorps samkvæmt ýtmstu mengunarkröfúm. Ætlunin er að beita bestu fáan- legu tækni og verða Suðumesin í fararbroddi umhverfís- 243
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.