Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Qupperneq 4

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Qupperneq 4
FORUSTUGREIN Sveitarfélög í upphafi nýrrar aldar Hvernig metum við stöðu sveitarfélaga í upphafi nýrrar aldar? Ljóst er að sveitarfélögin standa frammi fyrir því að auknar kröfur verða gerðar til þeirra um þjónustu. íbúamir vilja meiri og betri þjónustu á þeim sviðum sem sveitarfélögin bera ábyrgð á samkvæmt lögum og reglugerðum. Þetta á ekki síður við um önn- ur verkefni sem í raun em ekki lögbundin verkefni sveitarfélaga, eins og t.d. íþrótta- og tómstundamál, en kostnaður vegna þeirra er að mestu leyti í verkahring sveitarfélaga samkvæmt samkomulagi ríkis og sveitar- félaga um verkaskiptingu. Aukin þjónusta sveitarfélaga við íbúa sína, hvort sem er á sviði félagsþjónustu, umhverfísmála, gmnn- skóla og leikskóla, kallar á aukinn kostnað. Þá vaknar sú áleitna spuming hvert á að sækja þá fjármuni sem sú þjónusta kallar á. Að hluta til er hægt að gera það meðal annars með aukinni hagræðingu í almennum rekstri sveitarfélaganna, hækkun þjónustugjalda, sölu eigna og niðurskurði framkvæmda og reksturs á öðr- um sviðum. Þess háttar aðgerðir leysa þó ekki þann ijárhagsvanda sem sveitarfélögin standa frammi fyrir nú og í næstu ffamtíð. Því má á margan hátt leiða að því líkur að sveitarfé- lögin verði á næstu árum að sinna verkefnum sínum með öðrum hætti en þau gera nú. Höfuðverkefnið verður að leita allra leiða í rekstri sem dregið geta úr kostnaði án þess að draga úr möguleikum þeirra til að mæta kröfum um frekari lífsgæði og jafnframt að koma í veg fyrir að nauðsynlegar stofnffamkvæmdir og rekstur sé fjármagnaður með aukinni skuldasöfhun. Þeir sem gagnrýna sveitarfélögin fyrir aukna skulda- söfnun eru margir hverjir oft í fararbroddi þeirra sem gera auknar kröfur til sveitarfélaganna um meiri og betri þjónustu. Einn sem vill meira fjámiagn til grunn- skólans segir að lækka megi fjárframlög til íþrótta- mála, annar sem telur að efla eigi félagsþjónustu, bendir á að draga megi úr fjárffamlögum til umhverf- ismála og sá þriðji sem er þeirrar skoðunar að mikil- vægt sé að auka fjárffamlög til menningarmála bendir á að skerða megi framlög til leikskóla o.s.ffv. Lang- flestir þeirra sem vilja meiri þjónustu sveitarfélaganna eru þó sammála um að hækkun skatta og þjónustu- gjalda og aukin skuldasöfnun til að mæta auknum kostnaði sé ekki góður kostur. Staðreyndin er sú að á árinu 1990 námu rekstrar- gjöld sveitarfélaganna 65,5% af skatttekjum þeirra en á árinu 1999 voru þau 83% og tæplega 70% af öllum rekstrargjöldum sveitarfélaganna fara nú til greiðslu launa og launatengdra gjalda. Augljóst er því að tekju- stofna sveitarfélaga verður að treysta og efla til að þau geti sinnt verkefnum sínum. i Með sameiningu sveitarfélaga hafa þau í mörgum tilvikum fengið möguleika til að nýta betur tekjustofna sina og skila íbúunum á þann hátt betri þjónustu. Mikil hreyfing hefur verið i þessa átt á liðnum árum þótt ennþá vanti á að takmarkinu sé náð. Það liggur einnig í augum uppi að meiri pólitiskur slagkraftur er í stærra sveitarfélagi en mörgum litlum og virðist ekki af því veita í þeirri fjárhagsstöðu sem sveitarfélögin eru í víða á landsbyggðinni. En meira þarf til. Sveitarstjómar- menn verða á næstu ámm að endunneta forgangsröðun verkefna og jafnframt að beita sér fyrir því að flytja verkefni, sem aðrir geta sinnt, til einstaklinga, fyrir- tækja og félagasamtaka. Aukin verkefni sveitarfélaga kalla á markviss og vönduð vinnubrögð við úrlausn þeirra. Þau kalla einnig á fordómalausa umræðu um enn öflugri sameiningu sveitarfélaga og réttláta tekjustofha, þannig að unnt sé með eðlilegum hætti að sinna þeim verkefnum sem lög, reglugerðir og almennar kröfur em um. Þar með er ekki sagt að hægt sé að verða við öllum óskum og kröfúm íbúanna í margvíslegum málum. Sveitarstjóm- armenn og aðrir íbúar sveitarfélaganna verða að hafa forystu um og leggja mat á hvemig þeir sjái sveitar- stjómarstiginu fyrir komið á hverju landsvæði í næstu framtíð og vinna að framgangi breytinga sem efla sveitarstjómarstigið og styrkja tengsl kjörinna fúlltrúa og íbúanna. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson ] 94
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.